Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 90
GRIPLA90
langan eftirmála sögunnar, þar sem sögumaður víkur orðum að líkindum
atburða þeirra sem sagt er frá.22
Rímnaskáldið víkur frá þessum ópersónulega tón á aðeins einum stað,
í upphafi fimmtu og síðustu rímu:
týrs skal renna tappa Rín um tanna gljúfr23
Fjölnis vín skal, fóstrinn ljúfr,
fara til þín og kvæðis stúfr. (v.1)
Hér ávarpar skáldið fóstra sinn á hlýlegan máta og segir að kvæðið sé ort
fyrir hann. í Grænlandsannál frá lokum 16. aldar er getið þess að Björn
Jórsalafari hafi haft rímnaskáldið Einar fóstra með sér í för, „skáld hans
og skemmtunarmaður, er skemmta skyldi hvörn sunnudag, þriðjudag og
fimmtudag, nær þeim þóktu skemmtunartímar vera“.24 ef til vill var fóstra-
nafnið notað á báða bóga og væri þá hér átt við þann sem hefur skáldið í
föruneyti sínu og er þá einhvers konar vinnuveitandi þess en einnig er
mögulegt að fóstrinn sé beinlínis fósturfaðir.
margt er á huldu varðandi mansöngva í upphafi rímna. Björn karel
Þórólfsson heldur því fram að í upphafi rímnahefðarinnar hafi mansöngs-
hefðin verið frumstæð en með tímanum hafi mansöngvar orðið ómissandi
hluti rímna.25 Vésteinn Ólason telur þó að ekki sé útilokað að þeir hafi
fylgt rímum frá upphafi.26 Aðalheiður Guðmundsdóttir telur ávörp skálds-
ins í Vargstökum, sem eru keimlík þeim í Hrólfs rímum, benda til þess að
mansöngshefðin hafi verið í mótun á þeim tíma er rímurnar voru ortar, en
hún tímasetur þær fyrrnefndu um eða fyrir 1400.27 Gætu þau líkindi og
skortur á eiginlegum mansöng á borð við þá sem síðar komust í tísku því
e.t.v. bent til hás aldurs Hrólfs rímna. Á hinn bóginn er skáldamál þeirra
flóknara og ýmis önnur atriði sem Aðalheiður telur vera forn einkenni bera
á milli þeirra og Vargstakna. verður því heldur fylgt þeim málsögulegum
rökum sem rakin eru hér að framan við aldursgreiningu rímnanna.
22 Hrólfssaga Gautrekssonar, í Zwei fornaldarsögur (Hrólfssaga Gautrekssonar und Ásmundarsaga
kappabana) nach Cod. Holm. 7, 4to, útg. ferdinand Detter (Halle: niemeyer, 1891), k. 46.
23 merking línunnar er „skáldskapurinn skal renna um munninn“.
24 ólafur Halldórsson, Grænland í miðaldaritum (reykjavík: Sögufélag, 1978), 46.
25 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 258–59.
26 Vésteinn Ólason, „nýmæli í íslenskum bókmenntum á miðöld,“ Skírnir 150 (1976):77–79.
27 Aðalheiður Guðmundsdóttir, inngangur að Úlfhams sögu, xvii–xviii, xxii.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 90 12/13/15 8:24:35 PM