Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 189
189
Lystiháfur hefur oft verið notaður við útgáfur og er hér skrá um það
sem útgefanda er kunnugt um að prentað hafi verið úr því handriti.16 eins
og sést hér að ofan er titilblaðið með ártalinu 1699. Á s. 263 er „líkvers“
yfir konu, sem dó 1716, svo að handritið virðist hafa verið skrifað á nokkuð
löngum tíma, en ekki er gott að segja hvenær einstakir hlutar voru skrif-
aðir. eins og fram hefur komið er kvæðaúrval í Lystiháf nokkuð fjölbreytt
og til viðbótar má geta þess að þar er mikið af erfikvæðum og ýmiss konar
tækifæriskveðskap.
í handritinu er blaðsíðutal frá hendi höfundar og hefst Ljúflingur neð-
arlega á s. 176. Næsta blað er ekki tölusett, blaðið þar á eftir er tölusett
177–178, og þar næsta blað, þ. e. þriðja og seinasta blað með texta Ljúflings,
er ekki heldur tölusett. Neðst á vinstri síðu þess blaðs endar texti kvæðisins
og á næstu blaðsíðu á eftir stendur „179“. í raun er kvæðið á s. 176–182,
sjö síðum alls, en sleppt hefur verið úr blaðsíðutölunum 177–178, en þau
voru í staðinn sett á næstu síðu fyrir aftan. einnig var sleppt að skrifa
blaðsíðutölin 179–180, sem hefðu með réttu verið 181–182. Ljúflingur
er skrifaður sem óbundið mál, eins og oftast var gert, en erindaskil eru
16 Hannes Þorsteinsson gaf út þrjú kvæði úr Lystiháf: „Vítavísur í brúðkaupi Jóns Vídalíns
biskups í skálholti og sigríðar yngri jónsdóttur frá Leirá 17. sept. 1699,“ Blanda 3 (1924–
27): 327–354, „Prentaðar hér eptir eiginhandarriti Benedikts Magnússonar Bech sýslu-
manns í Hegranesþingi (†1719) í ljóðasafni hans ,Lystiháf‘ (bls. 18–25)“ ― „Kvæðiskorn
til gamans,“ Blanda 4 (1928–31): 47–48, „[Prentað eptir ,Lystiháf‘, kvæðasafni Benedikts
Bech sýslumanns (†1719), bls. 191–192, … og líklega ort af honum. H. Þ.]“ ― „Annað
snoturt kvæði,“ Blanda 4 (1928–31): 49–51, „[Prentað eptir sama handriti, bls. 194–195.
H. Þ.]“. — Þetta sama kvæði með heitinu Glymur dans í höll lét Jón Marinó Samsonarson
prenta eftir Lystiháf (s. 194–195), aukið eftir öðru handriti, í Kvæði og dansleikir, útg. jón
Marinó Samsonarson, 2. b. (reykjavík: Almenna bókmenntafélagið, 1964), 102–108. ― Í
Kvæði og dansleikir, 2:151–154, eru prentuð eftir Lystiháf (s. 172) þrjú vikivakakvæði sem
fyrirsagnir tengja saman. ― Loks er í Kvæði og dansleikir, 2:244, viðlag úr Lystiháf (s. 104)
við kvæði eftir Ásgrím Magnússon, afa Benedikts Magnússonar Bech. ― „Vögguvísur
til Benedikts Magnússonar Bech ortar af sál. Ásgrími Magnússyni afa hans.“ Þær lét Jón
Marinó Samsonarson prenta, sjá „Ásgrímur Magnússon rímnaskáld,“ Bókahnútur brugðinn
Ólöfu Benediktsdóttur fimmtugri 4. febr. 1997 (reykjavík: menningar- og minningarsjóður
mette magnussen, 1997), 44–46. vísurnar eru á s. 249–251 í Lystiháf. ― Aldarháttur eftir
séra Hallgrím Pétursson er á s. 109–112 í Lystiháf. Sá texti er lagður til grundvallar útgáfu:
Hallgrímur Pétursson, Ljóðmæli I, 1. b., útg. Margrét Eggertsdóttir, ritsafn Hallgríms
Péturssonar, 1.1 b., rit, 48. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2000),
24–41, sbr. s. 182. — sálmurinn Hæsta lof af hjartans grunni eftir Hallgrím Pétursson er
á s. 227–228 í Lystiháf og eru lesbrigði tekin úr honum: Hallgrímur Pétursson, Ljóðmæli
I, 3. b., útg. Margrét Eggertsdóttir o.fl., ritsafn Hallgríms Péturssonar, 1.3 b., rit, 64. b.
(reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2005), 118–124, sbr. 247.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 189 12/13/15 8:24:51 PM