Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 206
GRIPLA206
7. en þar ræðir um þann kára,
er sem sjávar rísi bára,
ólgufull í móti mér,
að hann skuli álfur vera,
og þó hitt að verkum gjöra,
á þeim lygi boða ber.
8. Að andi geti kviðgað kvinnu,
þó kynni að veita Amors sinnu,
það er nipurt narraspil,
og þessu auk: í þunga svefni,
þar um ekki fleira nefni,
skilnings má hér taka til.
9. skal nú fyrst um álfa inna;
er það víst í sögum finna,
að hafi lands fólk heitið það,
en á þeim eð sögðust svartir,
sem og þeirra er hétu bjartir,
elfan gjörði aðskilnað.
10. eftir þeim nú álfa kalla,
(: enn þó margur skynji valla,
hvaðan komið heitið sé :),
anda þá: sem eigi að byggja,
inni þau: í fylgsnum liggja;
fjandinn upp á fann það spé.
11. Álf og ljúfling út mér legðu,
enn framar með rökum segðu,
hvaða sjólum séu það?
Þessir eiga í hólum heima,
og hafa marga list að geyma;
artuglega er andsvarað.
12. Þá hefur Guðdóms góður andi,
gleymt þeim so sem óviljandi,
fyrir munn sinn moisen,
því sköpunar það skortir letur;
skoðaðu hvört þú veist ei betur,
ef sú þekking er þér sken.
13. ellegar hann í annan máta,
ekki hefur viljað láta,
vitnast neitt, að væru fyr,
skaptir so sem skepnur fleiri;
skilst mér þessi furðan meiri;
enn framar eg að þig spyr:
14. Hvað eru þá álfa efni,
ellegar það þú ljúfling nefnir,
annað heldur en andskotinn?
Því ekki munu það englar vera,
ei eru þeir so vanir að gjöra,
að byggja í hólum bústað sinn.
15. Það meinleysi ljúflings lýða,
leiðir þig í freistni stríða,
að þar fyrir um þá þenkir gott;
vill þér so í vinskap svamla,
viðmóts blíðan satans gamla,
og sannleiks hana sýnir vott.
16. en þekkirðu ekki föðurinn fjanda?
og fornan djöfuls kænsku vanda?
Litum skipta kaskur kann,
í ljóssins engils líking björtu,
líka í satans fasi svörtu,
sig manneskju sýnir hann.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 206 12/13/15 8:24:53 PM