Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 221
221
Síðar sagði Lúðvík: „grágás gerir ekki ráð fyrir, að hór sé lögmæt ástæða
til hjónaskilnaðar, og aðrar heimildir geta ekki um, að hjónaskilnaður hafi
orðið fyrir hórdómsbrot konu.“ Þessu til staðfestingar eru rakin dæmi úr
Sturlungu.81 Af þessu er ljóst, að hórdómsbrot kvenna voru ekki talin mjög
refsiverð.
Þetta átti nú aðeins við Þjóðveldisöldina, en tímarnir voru breyttir þegar
Stóridómur tók gildi, þótt minningin um mildara viðhorf hefði getað lifað
töluvert lengi og haft áhrif. Brot gegn Stóradómi voru alla tíð algeng, sem
sýnir andvaraleysi um hann. dómurinn hefur samt hlotið að vera mjög
umtalaður og ef til vill skilið eftir sig spor í bókmenntunum. ef spurt yrði
hvort skáld yrki fremur um það sem er algengt eða sjaldgæft, þá hlýtur
að verða að svara því játandi, ef vinsældir Kötludraums eiga að standa í
sambandi við staðfestingu Stóradóms. Því er rétt að spyrja í því sambandi,
sem ekki er gert í grein Gísla sigurðssonar, hvaða brot gegn stóradómi
voru algengust?
Már Jónsson ræðir um hórdóm og þar segir: „giftar konur héldu
sjaldan framhjá og enn fátíðara var að bæði karlinn og konan væru í hjóna-
bandi.“ Í framhaldi af þessum orðum er tafla: „Legorðsbrot 1590–1736.
skipting í hundraðshlutum.“ Niðurstaðan í þeim útreikningum er að frillu-
lífi er 81%, skyldleiki og mægðir 6%, en hórdómsbrot 13%, en eins og áður
sagði hafa giftar konur verið lítill hluti af þeim 13%.82 væri vel í lagt að
ætla hórdómsbrot giftra kvenna hefðu verið nálægt 5% legorðsbrota, ef
hlutfallið hefur þá verið svo hátt. með öðrum orðum eru þau hjúskapabrot,
sem Kötludraumur greinir frá, langsjaldgæfust og gætu verið um einn
tuttugasti partur af brotum gegn Stóradómi. Þau brot voru einnig þess
eðlis að gott var að leyna þeim, því að auðvitað er venjulegast að eiginmaður
sé faðir barns giftrar konu. Þess vegna hljóta hórdómsbrot giftra kvenna
að hafa verið miklu minna umrædd en frillulífi. Algeng afbrot af því tæi
hljóta undir venjulegum kringumstæðum að vera miklu meira umrædd en
sjaldgæf. ef vinsældir Kötludraums eru dæmi um umræðu sem af Stóradómi
spratt, hlýtur að hafa orðið mikil og margfalt meiri umræða um þann vanda,
sem kvæntir menn rötuðu í þegar þeir drýgðu hór með ógiftum konum,
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
81 Lúðvík Ingvarsson, Refsingar á Íslandi á þjóðveldistímanum (reykjavík: Menningarsjóður,
1970), 58–59.
82 már jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1270–1870 (reykjavík: Háskólaútgáfan, 1993), 149–
150.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 221 12/13/15 8:24:55 PM