Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 262
GRIPLA262
sumri sólbjörg’. svo nefnir hann húsagarðinn eður -staðinn, eptir því sem
skáldmálin hljóta að nefna svo húsin, því Hvítbjörg hét bygð Suttungs, þar
Óðinn komst að mjöðnum dýra (les Eddu þar um). En þar hann segir ‘sól-
björg ofáʼ, það merkir ‘yfir’ og ‘á’, sem ‘úti’ og ‘inni’, til að villa fyrir honum
hvort hann tali heldur um menn eður dýr, svo sem enn framar talast um.
‘Bað ég vel lifa vil-gi-teiti’: þetta orð ‘vil-gi’ er með mikilli slægð framsett,
og er tvírætt, svo kóngurinn skuli ekki ráðið geta. nú heitir svínið ‘val-
gyltirnir’, eður ‘vil-gyltirnir’. og stillir hann svo orðið í niðurlaginu og
kallar ‘vilgi’. Þar heita og ‘villigyltir’ skóga svín, sem og má skiljast í þessu
orði ‘vilgi’. En í annan máta hefur sá sem gátuna fram bar viljað orðið láta
merkja ‘mennʼ (til villu við hann, svo sem hann gjörir um jarla nafnið).
‘Viliʼ hefur kóngur heitið. Hann var bróðir Óðins. Þar hefur og síðar heitið
Vili kóngur á reiðgotalandi. og merkir orðið í þessu efni ‘Vil-geta’ eður
‘Vil-gota’. til dæmis sem þá Þormóður Kolbrúnarskáld nefnir mennina
‘víl-megi’, það er ‘Vila-syni’, í kvæðinu ‘Húskarlahvöt’, er hann kvað eptir
tilsögn Ólafs kóngs. Þar hann segir ‘mál er vílmögum að vinna erfiði’. En
þar hann seigir ‘vil-gi teiti’, er og tvískilið: merkir opt ‘kæti’ eður ‘fegin-
leika’, og segist hann hafa beðið vel að lifa, eður vara kæti eður teiti þeirra
Vil-gota. Svo sem vér köllum ǫl ‘teiti’, og svo einninn hefur kóngur mátt
skilja þetta teits nafn eður orð uppá skynlausa skepnu, svo sem víða má lesa
í gömlu málfæri sem stendur, einkum í þeim dimmu ‘Hávamálum’: ‘svo er
friður kvenna, þeirra er flátt hyggja, sem aki jó óbryddum á ísi hálum, teit
tvévetrum, og sé tamur illa.’ Hér má skilja það unga ákneytið kallast ‘teitur’.
Vér nefnum ungneyti ‘titmaga’. nú fylgir eptir jarla nafnið, þar hann segir
‘drukku jarlar öl þegjandi.’ og þar hér er haft sama nafn jarl þeirra up-
parlegu höfðingja er það nafn báru fordum (og þótti mikill tignarlítill) og
grísanna þeirra saurugu óþekktardýra. Skulum vér meina orðið sé ei svo
upparlegt í merkingunni, þvíað orðið kemur af ‘ári’ eður ‘erjan’, þvíað sá
raddarstafur ‘j’, þá hann stendur fyrir framan nokkurn raddarstaf, verður
optast orðfull eptir, þó af sé tekinn, eður fráskilinn. takir þú ‘j’ hér frá er
eptir ‘árl’, því þeir erla með umsjón undirgefins lýðs og lands, og svo líka
svíninum þrá og erla sífellilega með sínum rana og róti. En þar nefnist ‘öl’
gyltumjólkinn, en hún ‘ölker’: heldur hann ‘öl’ komi af ‘alning’, og ‘erjararʼ
hafi sogið eður dregið alning sína úr eldissánum gyltunni. og eru hér vel
bæði hulmæli bundin og ráðin.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 262 12/13/15 8:25:01 PM