Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 280
GRIPLA280
„ertu konungr“. slíkt er ekki dæmalaust18 en hefur vafalaust talist braglýti,
bæði á 14. öld og áður. ef þessi gerð vísuorðsins var í erkiriti handritanna
tveggja má vera að hinn leshátturinn, „konungr ertu“, sé lagfæring brag-
arins vegna, jafnvel þótt hún kosti að línan styttist niður í þrjár bragstöður
og höfuðstafur falli á síðara ris ― hvort tveggja er til þó ekki sé það
algengt.19
Paradísarkaflann með Fönix-vísunni má bera saman við Tryggðamál
þjóðveldis laganna.20 Þar er munurinn óljósari milli lauss máls og bund-
ins, nánast hver setning stuðluð (minnir þar meira á ensku hómilíuna)
og ljóðlínur víða greinanlegar en ekki mjög skipulegar eða samfelldar.
Ljóðformið er einna skýrast á eftirfarandi kafla:21
…
sem menn víðast
varga reka,
kristnir menn
kirkjur sœkja,
heiðnir menn
hof blóta,
eldr upp brennr,
jǫrð grær,
18 vísuorðið þá helst lengra en fjögur atkvæði eða bragstöður; sú gerð braglínu er algeng í
ljóðahætti (í ,stuttlínunum‘ 1–2 og 4–5) og bregður fyrir í fornyrðislagi. Af fáum ferkvæðum
dæmum má nefna „austan þaðan“ og „langt um farit“ í örvar-Odds sögu (Den norsk-islandske
skjaldedigtning, 2B:305, 315). um hvorugt eru handritin þó sammála, hvort sem braglýtin
stafa af mistökum afritara eða aðrir skrifarar hafa séð ástæðu til að lagfæra þau. Hér á eftir
kemur við sögu braglína af sömu gerð: „varga reka“, en hún er ekki í reglulegu kvæði.
19 Ef braglýtið stafar af misritun, þá má helst ímynda sér frumgerðina „ertu *kóngr“ sem væri
þríkvæð en að öðru leyti regluleg, og kóngr svo kannski ritað með styttingu sem hægt var að
misskilja. Þetta er ekki tilgáta um frumgerð, aðeins langsóttur möguleiki.
20 Gefin út af Andreas Heusler og Wilhelm Ranisch í Eddica Minora: Dichtungen eddischer
Art aus den Fornaldarsögur und anderen Prosawerken (Dortmund: Wilh. ruhfus, 1903),
129–32, eftir báðum gerðum Grágásar og skyldum klausum í íslendingasögum, og sett upp
í ljóðlínur eins og frekast er unnt. sbr. umræðu, með samanburði við hliðstæðar formúlur í
norskum lögum, í inngangi, cii–cviii.
21 Grágás: Islændernes Lovbog i Fristatens Tid, udgivet efter det kongelige Bibliotheks Haandskrift,
útg. vilhjálmur Finsen, Nordiske Oldskrifter, 11. og 17. b. (Kaupmannahöfn: Berlings
Bogtrykkeri, 1852), [Ia]:206, texti Konungsbókar (ritháttur samræmdur með hliðsjón af
tilvitnun einars ól. sveinssonar, Íslenzkar bókmenntir í fornöld, 1. b. (reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1962), 173). Mun styttra í Staðarhólsbók, orðalag annars svipað.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 280 12/13/15 8:25:03 PM