Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 197
197
Appróbatíó Ljúflingsins
1. kötlu vitran kímilega,
kortað hefur alla vega
sá sem Ljúfling samdi og kvað,
og með rökum Repútjerað,
rjett vil eg það Appróbera,
signaður hafi hann sungið það.
2. Bekk sálugi braut með afli,
bísna stikki úr þeim skafli,
er skilnings gjörvöll skjekti hlið
um Ljúflinga æru geingi,
og álfa trúna, svey henni leingi,
þess hefur þurft og þarf enn við.
Á s. 201 í þessu handriti stendur: „40ta kvæði. — kötlu draumur. eign-
aður jóni Guðmundssini hinum Lærða.“ kvæðið er alls 87 erindi og er með
öðrum orðum næst á undan Ljúflingi.
Lbs 2856 4to. samkvæmt skrá er handritið skrifað „ca. 1850–70. ... syrpa
gísla Konráðssonar ... nafngreind skáld: ... Benedikt sýslum. Bech“.33 í
handritinu er ýmiss konar samtíningur í bundnu og óbundnu máli með
hendi Gísla konráðssonar. ekkert titilblað er á handritinu, en það gæti hafa
glatast. Bundið mál er sett upp í ljóðlínur og Ljúflingur hefst í aftari dálki á
s. 829, nær aftur á s. 834 og lýkur þar einnig í aftara dálki. Þessi tölusetn-
ing er skrifuð af gísla sjálfum. Innan sviga er annað leiðrétt blaðsíðutal
(799–804) skrifað nýlega af bókaverði fyrir viðgerð. Fyrirsögn er svo
hljóðandi: „Kvæðið Ljúflingr, kveðið um Kötlu Draum sjá bls. af Benedict
magnussyne Bech syslumanni i Hegranessþingji.“ Kötludraumur var aldrei
skrifaður í þetta handrit og því var blaðsíðutali aldrei bætt inn. kvæðið
er hér 69 erindi, en ekki er með erindið úr Fjandafælu jóns lærða. Gísli
konráðsson hafði mikið af handritum undir höndum og gæti skýringin,
hvers vegna Kötludraum og erindið úr Fjandafælu vantar, verið sú, að hann
hafi haft þau kvæði í öðrum handritum.
33 Páll eggert ólason, Handritasafn Landsbókasafns, 1. aukabindi:57–58.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
3. sjálfur Guð í sonarins nafni,
svoddann villudómi hafni,
og Börnum sínum bjargi að,
Andskotans sú ákjefð slinga,
oss kristninnar vesælínga,
fái ekki fordjarfað.
4. Álfa faðirinn laungum lærði,
um Ljúflinganna trú sem ærði,
sanna skildi sögu þá,
nær sannleik mætir sefast ligi,
sekula það vatans [svo] drigi
Sanus qvisi seigir já.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 197 12/13/15 8:24:52 PM