Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 84
GRIPLA84
Vilmundar rímur og taldi hann að það væri eini textinn í 146 sem runninn
væri frá Staðarhólsbók. Hann taldi að Skógar-Krists rímur væru runnar frá
Selskinnu (Am 605 4to), Andra rímur frá sth. Perg. 23 4to, Bærings rímur,
Rollants rímur af Ferakutsþætti og Egils rímur einhenda væru runnar frá
Krossnessbók (sth. Perg. 22 4to) og loks væru Ormars rímur og Konráðs
rímur úr Kollsbók (Wolfenbüttel, Cod. guelf. 42. 7. Aug. 4to). Aðrar
gaml ar rímur í 146 taldi Björn ekki runnar frá varðveittum handritum.12
Líklegt má því virðast að jón Finnsson hafi víða leitað fanga þegar hann
setti saman bókina.
2. Aldur
ef marka má fyrri rannsóknir á rímum skiptast þær sem eru í 146 þannig
eftir aldri að sjö rímnaflokkar eru frá 17. öld, fjórtán frá 16. öld og fjórir
frá því fyrir 1500. Finnur jónsson taldi Hrólfs rímur frá tímabilinu 1450–
1550.13 Björn karel Þórólfsson raðaði öllum rímum fyrir 1600 í afstæða
tímaröð en nefndi fá ártöl. Hann skipaði Hrólfs rímum á tímabilið milli
Vilmundar rímna orms og þeirra rímna sem hann taldi réttilega eignaðar
sigurði blind.14 Vilmundar rímur taldi Björn (ranglega) ortar fyrir 1464
en sigurður blindur á að hafa verið á dögum á fyrri hluta 16. aldar. í ald-
ursröðun Hauks Þorgeirssonar er Hrólfs rímum skipað til sætis á tímabilinu
1500–1550.15 í engu þessara verka er að finna neinn rökstuðning sem orð
er á gerandi fyrir þessum tímasetningum.
Hrólfs rímur verða aðeins tímasettar eftir innri rökum og þá helst
eftir málfræðilegum, bragfræðilegum og stílfræðilegum samanburði við
aðrar rímur. Hér verða tínd saman nokkur málsöguleg einkenni sem gefa
hugmynd um aldur rímnaflokksins.
Fyrst má nefna að í Hrólfs rímum er nokkrum sinnum rímað saman é og
e og sýnir það að rímurnar eru ekki meðal þeirra allra elstu.
Rímorð í Hrólfs rímum fara eftir fornum reglum um hljóðdvöl og at -
12 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 10. Haukur Þorgeirsson hefur seinna rökstutt að
texti 146 af Ormars rímum sé ekki runninn frá Kollsbók. Haukur Þorgeirsson, Hljóðkerfi og
bragkerfi: Stoðhljóð, tónkvæði og önnur úrlausnarefni í íslenskri bragsögu ásamt útgáfu á rímum
af Ormari Fraðmarssyni (doktorsritgerð, Háskóli íslands, 2013), 271–75.
13 Finnur jónsson, Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie, 3:137.
14 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 408–40, sjá einkum 414–15.
15 Haukur Þorgeirsson, Hljóðkerfi og bragkerfi, 256.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 84 12/13/15 8:24:34 PM