Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 208
GRIPLA208
27. Þá er annað, þessu verra;
þar eð ræðir lífsins herra,
að hold sé allt af holdi fætt,
en andi hvað sem er af anda;
er hið sama að tala um fjanda,
ef af honum yxi ein ætt.
28. en síst mun verða satans andi,
seirna lífsins aðnjótandi,
öll ritning það afskaffar;
þá er, sem Guðs viljinn væri,
vísvitandi (: ef so til bæri :),
að gjöra mann til glötunar.
29. eður, með fjandann haft sem hefur,
hvört hún vakir eða sefur,
Guð hafi henni gefið inn,
sorphænunnar eðlisyndi,
en til böðunar47 sér fyndi,
sjálfan djöful, sorphauginn.
30. yfirgengur eirninn líka,
endurlausnarverkið ríka,
þessi furðufæðing ný;
Á veg hvörn sem því velta næði,
vex þar út af loksins bæði,
guðlöstun og gikkerí.
31. en andi drottins öllum bannar,
orð sitt, nafn, og dýrkun sanna,
að leggja nokkra löstun við,
nú ef eirn það gálaus gjörði,
galinn er hinn það ekki verði,
báðir rjúfa boðorðið.
47 ,böðunar‘, ekki er ljóst hvort lesa skuli svo eða ,boðunar‘, orðið krabbað.
32. óguðlegt ef einhvör segði,
eg það heyrði, og við því þegði,
eitt til samans etum brauð,
innvinkla mig í hans syndum,
en afræki með huga blindum,
að gæta þess sem guð mér bauð.
33. Gikkerí við Guð að blanda,
og göfug verkin drottins handa,
hvörninn mun þér þykja það?
soddan aðferð söggugliga,
sjálfum honum mótstæðliga,
álfatrú fær orðsakað.
34. Sé jeg nú kominn af þeim Ara,
ættar minnar vegna svara,
er eg þá kominn eins af már,
en ekki af nokkrum engli eða anda,
álfi, ljúfing, dverg eður fjanda,
sem í draumnum kallast kár.
35. Hvör sem kemur að vatni víða,
og vílar aldrei fram í ríða,
rammar stundum reginhyl,
ef sá framar hér um hirti,
og háttalögin fyrir sér virti,
betur fyndi botnsins til.
36. Hvör eyrum gjörir að öllu snúa,
og utan beþenkingar trúa,
segjast má hann fari á flot,
en festi hvörgi fót í grunni,
flýtur so í ráðleysunni,
og líður tíðum leitt skipbrot.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 208 12/13/15 8:24:53 PM