Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 92
GRIPLA92
ungsdóttir og skemmumey hennar þeim félögum að komast út úr gryfj-
unni og prinsessan nær sverði Hrólfs úr valnum. Þar næst, í fjórðu rímu,
víkur sögunni aftur til svíþjóðar og til drottningar og Þóris járnskjaldar, en
drottning færir Þóri talandi drykkjarhorn sem varar við þeirri hættu sem
Hrólfur er kominn í. Þórir strengir þess heit að leggja sér hvorki mat né
drykk til munns þar til hann hefur bjargað konungi og heldur til írlands þar
sem hann tekur sér tröllsgervi, skelfir landsmenn og lokar Írakonung inni
í höll sinni. Drottningin tekur sér herklæði og vopn og fylgir í kjölfarið
ásamt katli mági sínum, bróður Hrólfs. Þegar til írlands er komið reyna
þau í upphafi fimmtu rímu að brenna niður hús þar sem Hrólfur dvelur,
þeim að óvörum. en allt fer vel að lokum og enda rímurnar á því að
Ásmundur giftist Íraprinsessu og aðrir menn Hrólfs fá einnig kvonfang
við sitt hæfi.
Rímnaskáld styttu gjarnan þær sögur sem kveðið var eftir og höfundur
Hrólfs rímna fer oft hratt yfir sögu, sleppir útskýringum á bakgrunni eða
samhengi atburða og dregur efni samtala saman í óbeina frásögn í nokkrum
orðum eða línum.31 til dæmis er aðeins einni vísu varið í að segja frá rógi
hirðmanna englandskonungs um Hrólf og tilraunum þeirra til að sá tor-
tryggni í hans garð fyrir brunann í híbýlum ellu konungs. sagan, einkum
lengri gerð hennar, segir í lengra máli frá viðbrögðum konungs við róg-
inum og því, hvernig hann tekur að trúa hirðmönnum sínum og vantreysta
Hrólfi.32 í rímunum er því áhersla oft lögð á hraða framvindu söguþráð-
arins frekar en persónusköpun, siðferðisboðskap eða hvaða ástæður geta
legið að baki gjörðum persónanna.
Á hinn bóginn eyðir skáldið á nokkrum stöðum hlutfallslega miklu
plássi í einstaka atburði eða samskipti persóna miðað við söguna. til dæmis
eru heilar ellefu vísur um þann atburð þegar Ásmundur heggur höfuðið af
kerlingu eftir að hún hefur beðið hann um að lyfja sér elli, og má vera að sá
grófi húmor sem birtist í frásögninni hafi skemmt mörgum áheyrendum.
Nokkuð mörg erindi fjalla um samskipti skemmumeyjar írlandsprinsessu
við ,tröllið‘ Þóri, hirðmann Hrólfs, en eins og í sögunni er gamansamur
tónn í þessum kafla.33 frásögn sögunnar af Þóri í tröllsgervi ― hann hefur
31 sjá Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 241, um styttingar sagna í rímum.
32 sjá rímu I.33 og k. 33 í útgáfu detters eða k. 26 í útgáfu Rafns; sjá Hrólfs saga Gautrekssonar,
í Fornaldarsögur Nordrlanda eptir gömlum handritum, útg. Carl Christian Rafn, 3. b.
(Kaupmannahöfn: [án útg.], 1830). Hér eftir verða útgáfurnar skammstafaðar D og r.
33 skemmumey nefnist sigríður í sögunni en hún hlýtur aldrei nafn í rímunum.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 92 12/13/15 8:24:35 PM