Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 93
93HRóLFs Rí mUR GAUtRekssONAR
strengt þess heit að neyta ekki matar fyrr en hann hefur fundið Hrólf ―
og hugleysi skemmumeyjar andspænis honum er svo ýkt að hún minnir
e.t.v. á einhvers konar leik.34 Rímnaskáldið eykur í miðað við söguna ef
eitthvað er og gerir einnig góðlátlegt grín að hermanninum Þóri, sem
byrgir írakonung og menn hans inni í höllinni eftir að hafa farið um sveitir
landsins rænandi og drepandi. Þegar skemmumey kemur til hans í eitt
sinn sýnist henni „kind með sverðið breitt / svöng þar úti sitja“ (III.45), og
hún lýsir honum fyrir konungsdóttur á þessa leið: „Sórangs [jötuns] vóru
svartar brýn / svangr og magr að líta“ (III.51). Í þriðja sinn er hún kemur til
Þóris er hann svo aðframkominn af hungri að „tiggi liggr og treystist hann
/ trauðla upp að sitja“ (III.53). Þrátt fyrir að hafa drepið fjölda Íra og hrætt
líftóruna úr þeim sem hann ekki drap er ósamræmið milli þeirrar hryggð-
armyndar sultar og volæðis sem Þórir virðist vera þegar hér er komið
sögu, og hins vegar hræðsluópa skemmumeyjar, slíkt að það hlýtur að hafa
skemmt áheyrendum dátt.
Bardagalýsingar eru ítarlegar og oft spennandi eins og fjallað var um hér
að framan. Þótt þær séu fyrirferðarmiklar í sögunni eru þær hlutfallslega
enn ítarlegri í rímunum. Þetta kemur heim og saman við almenna þróun
rímnakveðskapar, einkum hins eldri, þar sem bardagalýsingar, siglingar og
veislur eru þau efnistök sem helst hljóta meira pláss en í sögum.35 Bardaga
íra og svía er til dæmis lýst á nákvæman hátt og tekur hann yfir 21 vísu af
57 í annarri rímu. sagan leggur einkum áherslu á þátt Hrólfs í orrustunni
og vopnfimi hans en rímurnar beina athygli að herjunum tveimur og þætti
Ásmundar og gríms.36 Einnig er sleppt samtali í sögunni milli Ásmundar
og Hrólfs þar sem Hrólfur hvetur fóstbróður sinn (og sjálfan sig í leiðinni)
34 Um samsvarandi kafla í sögunni og leiki, sjá torfa H. tulinius, The Matter of the North:
The Rise of Literary Fiction in Thirteenth-Century Iceland, þýð. randi C. Eldevik (Óðinsvé:
Odense University Press, 2002), 177–78. Um tengsl milli rímna og einhvers konar leikja,
sjá Sverri tómasson, „,Stráklegur líst mér Skíði,‘“ 305–20; og Hauk Þorgeirsson, „Þóruljóð
og Háu-Þóruleikur,“ Gripla 22 (2011):211–27.
35 Björn karel Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 243; ólafur Halldórsson, inngangur að Bósa
rímum, Íslenzkar miðaldarímur, 3. b., rit, 5. b (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á
íslandi, 1974), 24–26.
36 Vésteinn Ólason fjallar um langa og vel orta bardagalýsingu í Ólafs rímum helga og hvernig
skáldið velur úr Heimskringlu það efni sem hentar, sjá „Kveðið um Ólaf helga: Samanburður
þriggja íslenskra bókmenntagreina frá lokum miðalda,“ Skírnir 157 (1983):54–55; sjá einnig
grein Massimiliano Bampi um mismunandi áherslur rímnaskáldsins, „the King in rhyme:
some Observations on Ólafs ríma Haraldssonar as a reworking of Snorri’s Óláfs saga helga,“
Filologia Germanica (2012):49–65.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 93 12/13/15 8:24:35 PM