Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 292
GRIPLA292
mála um að hafna öfgum til beggja handa, en ekki alltaf sammála um hvar
mörkin lægju milli hins léttvæga og hins þungvæga.
jónas kristjánsson var mjög þjóðrækinn maður í besta skilningi þess
orðs; hann var stoltur af íslenskri menningu og ávöxtum hennar, unni
henni heitt og vildi veg hennar mikinn, en hann fyrirleit ekki menningu
annarra þess vegna. Áherslur hans og tilfinningar á þessu sviði einkennd-
ust vitaskuld af þeim tímum sem ólu hann, lokaskeiði sjálfstæðisbarátt-
unnar. Af þeim sökum gat orðið blæbrigðamunur á skoðunum hans og
áherslum og þeirra sem yngri voru, en enginn gat mælt því í mót að jónas
var fordómalaus heimsborgari. Hann var t.d. með öllu laus við þá andúð
í garð dana sem mjög gætti í fyrrnefndri sögubók föðurbróður hans og
raunar hjá mörgum af hans eigin kynslóð, hvað þá þeim sem eldri voru.
Hugmyndafræði sjálfstæðisbaráttunnar hefur látið undan síga hægt og
hægt á löngum tíma. Nú er öllum ljóst sem hafa þekkingu og yfirsýn af því
tagi sem Jónas bjó yfir að oft var réttu máli hallað í hita baráttunnar.
Hálf öld er nú síðan ég kynntist Jónasi. Ég var á stúdentsárum mínum
um tvö skeið styrkþegi á Handritastofnun. Þótt jónas væri vinmargur í
hópi jafnaldra sinna og þeirra sem eldri voru, var hann skjótur til viðkynn-
ingar við sér yngra fólk og tók öllum sem jafningjum. Þeir Jónas og Ólafur
Halldórsson voru þá daglegir leiðbeinendur og verkstjórar í handritasal
Landsbókasafns, því að forstöðumaður hafði vinnuaðstöðu annars staðar.
Báðir voru þeir ljúfmenni og gott til þeirra að leita en fylgdu jafnframt
þeirri fornu uppeldisaðferð að hver nýliði mundi læra mest á því að reyna
sig og reka sig á. Þeir voru báðir sjálfsagðar fyrirmyndir um nákvæm og
vönduð vinnubrögð. Ég veitti því fljótt athygli hve auðvelt Jónas átti með
að einbeita sér að verki. Þegar hann settist við skrifborð sitt, e.t.v. eftir
glettnar samræður og skemmtisögur, var eins og hann hyrfi allur inn í heim
verkefna sinna, sem bergnuminn. væri hann truflaður gat litið svo út um
stund að hann væri að vakna af svefni. Þannig mun hann hafa unnið bæði
á vinnustað og heima, og er það vafalaust lykillinn að því hve miklu verki
hann gat afkastað.
Hver sá sem les bækur jónasar og greinar finnur skjótt hve mikið vald
hann hafði á íslensku máli. kjarninn í máli hans var vafalaust sóttur til
bernskunnar, í samræður við ættmenni hans í sveitinni, hámenntuð í þjóð-
legum fræðum, en ekki leyndi sér heldur hve mjög stíll hans auðgaðist af
bókmenntalegum áhrifum, ekki síst frá íslendingasögum og riddarasögum,
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 292 12/13/15 8:25:06 PM