Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 88
GRIPLA88
af stuðlasetningu, en einstaka sinnum birtast hugmyndaríkari kenningar.
Hér verður tæpt á algengustu kenningum og heitum en listinn er ekki
tæmandi.
konungsheiti eru vísir, fylkir, ræsir, öðlingr, lofðungr, döglingr, hilmir,
sjóli, buðlungr, þengill, stillir, milldingr, siklingr, tiggi, gramr, bragningr og
niflungr.
menn eru seggir, ýtar, höldar, kappar, lýðir, rekkar, gumnar, fyrðar,
virðar, bragnar og halir. mannkenningar eru m.a. hjörva runnr, laufa Þundr,
fleina eða seima lundr, lestir lægis báls, beygir fleins, rekka skýfir, randa bjóðr,
hreytir spanga nöðru og fleygir Rínar glóða.
kona er sprund, snót, drós, víf, fljóð, sprakki, Rindr, þella og svanni.
kvenkenningar eru t.d. gullas (gullhlaðs) eða gullhrings þöll, Rindr ægis
branda, hringa fríð, hringa grund, falda eða laufa eða þorna Bil, tvinna lind,
veiga skorð, menja laut eða skorð, þorna eða seima Ná, hringa eik og bauga
norn.
skip eru kölluð fákur lægis, báru ess, hjörtr þelju, björn flæðar, skeiðar borð,
löðursins skýfir, Ægis dýr og Ýmis borð en hafið er skeljungs frón.
Heiti eru höfð um ýmis vopn: sverð eru kölluð hrotti, fleinn, brandr,
hjör og skjómi, en spjót er darri. Alls kyns kenningar eru fyrir vopn, t.d.
eru sverð hrævar ís, benja síldr, Herjans hyrr, þynjar bál, og randa skóð eða
sól; spjót er unda spík, en skjöldur er laufa lind, randa sól og Fjölnis völlr.
Orrusta er branda þraut, hjörva morð, hjörva él, stála vindr, fleina dríf,
branda göll og odda fundr en blóð er unda bylgja.
margar kenningar vísa í norræna goðafræði og fornar hetjur.19 Gyðjurnar
Frigg (I.15), Bil (I.18, I.31), Rindr (III.9, III.26) og Ná (þ.e., Gná; III.18,
III.61) koma fyrir í kenningum um konur, Rínar glóð (I.53), Ægis brandr
(III.26) og Grímnis auðr (I.62) fyrir gull, Fróða brík (II.24) fyrir skjöld, Óðins
veðr (II.30), Fjölnis völlr (II.40) og fundr (II.57), eða Þundar þeyr (Iv.3) eru
kenningar um orrustu; sverð er Herjans hyrr (II.36) eða Þundar eldr (II.37);
skip er Ægis dýr (Iv.18). einnig eru nöfn jötnanna Þjassa (III.55), Aurnis
(III.55) og dofra (III.40) heiti fyrir Þóri járnskjöld. skáldskapurinn sjálfur
er Þundar vín (Iv.1), Fjölnis vín (v.1) og Miðjungs skeið (II.1) í ávörpum
19 Um þekkingu rímnaskálda á goðsögnum Eddu og úrvinnslu á þeim, sjá sverri tómasson,
„Nýsköpun eða endurtekning? íslensk skáldmennt og snorra edda fram til 1609,“ í
sverrir tómasson, ritstj., Guðamjöður og arnarleir: Safn ritgerða um eddulist (reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1996), 24–38.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 88 12/13/15 8:24:35 PM