Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 15
15
á 12. öld.21 í Landnámabók og íslendingasögum er auk heldur fengist
við sama efni: upphaf Íslandsbyggðar og fyrstu áratugi Íslandssögunnar.
Aðferðirnar við að flytja þessa sögu eru á hinn bóginn afar mismunandi
og því varpar samanburður á þessum tveimur formum nokkru ljósi á
bæði. Því virðist líklegt að menn hafi gert greinarmun á þessum tveimur
tegundum frásagnar á síðmiðöldum en engin íslensk miðaldahugtök hafa
þó varðveist sem varpa skýru ljósi á það.22 Andstæðuparið sagnfræði og
skáldskapur, áberandi í umræðunni fyrir nokkrum áratugum, 23 gerir þar
takmarkað gagn. Það gildir þó hið sama að rétt eins og munurinn á sagn-
fræðiriti og skáldskap í nútímanum er ekki síst formlegur munur á tveimur
21 Núverandi gerðir Landnámu eru Sturlubók sem sturla Þórðarson (1214–1284) setti saman
á 13. og Hauksbók sem Haukur erlendsson (d. 1334) hefur sett saman um 1300, auk
Melabókar sem er talin frá svipuðum tíma. Þá er reiknað með Landnámu styrmis fróða
(d. 1245) sem hefur glatast og fræðimenn gera almennt ráð fyrir að Landnámur hafi verið
ritaðar á 12. öld, e.t.v. af Ara fróða og kolskeggi fróða, og því er eðlilegt að líta á Landnámu
sem verk frá 12. og 13. öld. sveinbjörn Rafnsson (Sögugerð Landnámabókar: Um íslenska
sagnaritun á 12. og 13. öld (reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 2001), 9–16) hefur
fært fyrir því rök að á 12. öld hafi Landnámabók verið fremur skrá en sagnarit en þróunina
í átt að sagnariti megi rekja til 13. aldar (sjá einnig Ole Bruhn, Tekstualisering: Bidrag
til en litterær antropologi (Árósum: Aarhus universitetsforlag, 1999), 181–90). Sturlubók
Landnámu er nú aðeins til í uppskrift jóns erlendssonar (Am 107 fol.) en skinnhandrit
af bókinni var til á 17. öld (brann 1728). Hauksbókargerðin er til í skinnhandriti (Am 371
4to) sem er óheilt en til er í uppskrift jóns erlendssonar (Am 105 fol.). Melabók var einnig
til á 17. öld en nú eru aðeins tvö blöð varðveitt (AM 445 b 4to). Á 17. öld urðu til tvær
samsteypugerðir, Skarðsárbók (Am 104 fol. er aðalhandritið) og Þórðarbók (Am 112 fol.
og AM 106 fol.). Hér verður ekkert fjallað nánar um uppruna Landnámabókar en nýjar
kenningar koma reglulega fram þar um (sjá m.a. Auður Ingvarsdóttir, „sagnarit eða skrá?
staða melabókar sem upprunalegustu gerðar Landnámu,“ Saga 42 (2004); Helgi skúli
kjartansson, „Af Resensbók, kristnisögum og Landnámuviðaukum,“ Gripla 22 (2011)).
sárafá íslendingasagnahandrit eru varðveitt frá 13. öld en þeim mun fleiri frá 14. og 15.
öld (sjá m.a. Örnólfur thorsson, „Leitin að landinu fagra: Hugleiðing um rannsóknir á
íslenskum fornbókmenntum,“ Skáldskaparmál 1 (1990): 35). Elsta Íslendingasagnahandrit
er sem kunnugt er θ-brot Egils sögu frá miðri 13. öld. Almennt er reiknað með upphafi
íslendingasagna á 13. öld en deila má um hvort leita beri upphafsins á fyrri eða seinni hluta
aldarinnar.
22 Fræðimenn á seinni tímum hafa gert mikið úr orðinu „lygisaga“ sem er notað í einni gerð
Jómsvíkinga sögu (í Am 291 4to) og Reykjarfjarðarbók Sturlungu (Am 122 b fol.) Þetta
orð er alltof sjaldgæft til að gera megi úr því kenningu um að íslenskir miðaldahöfundar
hafi flokkað bókmenntir á svipaðan hátt og nú er gert (sbr. niðurstöður Þórdísar eddu
jóhannesdóttur úr væntanlegri doktorsritgerð hennar), og það virðist afar langsótt að það
hafi verið notað sem eins konar terminus technicus. Hér er því á ferð enn eitt dæmið um að
miklar kenningar séu reistar á örfáum og varasömum dæmum.
23 sbr. nmgr. 12.
HVAÐ Á AÐ gErA VIÐ L A N D N Á M U ?
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 15 12/13/15 8:24:25 PM