Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 4
264 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 6. tölublað, 102. árgangur, 2016 267 Karl G. Kristinsson Ófullnægjandi einangrunar­ aðstaða á Landspítala ógn við öryggi sjúklinga Straumhvörf urðu í lækn- isfræði þegar sýklalyfin komu til sögunnar fyrir 70 árum og talað var um kraftaverkalyf. Því miður hefur hömlulaus notkun þeirra leitt til þess að sýklarnir eru að verða ónæmir fyrir flestum ef ekki öllum sýklalyfjum sem til eru í dag. 271 Kristján Godsk Rögnvaldsson, Sigurður Guðmundsson, Magnús Gottfreðsson Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn fyrir ferðalanga Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla í þró- unarlöndum, einkum meðal barna. Sjúkdómurinn greinist af og til á Íslandi í þeim sem hafa dvalist á malaríusvæðum. Í rannsókn sem gerð var á sjúkdómnum hérlend- is 1980-1997 fundust 15 staðfest tilfelli. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði malaríu 1998-2014 á Íslandi. 277 Sigrún Ingvarsdóttir, Vigdís Stefánsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir Viðhorf barnshafandi kvenna og heilbrigðisstarfsmanna til fósturskimunar í móðurblóði Í klínískum leiðbeiningum fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu hér á landi segir að bjóða eigi öllum barnshafandi konum upplýsingar um fósturskimun fyrir litningagöllum í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu. Þeim konum sem fá auknar líkur á litningagalla hjá fóstri er boðið að fara í greiningu á litningagerð fóstursins með legvatnsástungu eða fylgjusýnitöku. 283 Brynja Ingadóttir, Anna María Ólafsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Lára Borg Ásmundsdóttir, Lilja Ásgeirsdóttir, Margrét Sjöfn Torp, Elín J.G. Hafsteinsdóttir Fasta á undan skurðaðgerð: Leiðbeiningar til sjúklinga og lengd föstu – framskyggn könnun Skurðsjúklingar fasta mun lengur en nauðsynlegt er og fá mismunandi upplýsingar frá heilbrigðisstarfsfólki. Þörf er á að kanna frekar ástæðurnar fyrir þessu. Starfsfólk þarf að samræma starfshætti sína, virkja sjúklinga meira í eigin umönnun, veita sam- ræmda og fullnægjandi sjúklingafræðslu og aðstoða sjúklinga við að stytta vökva- föstu eftir komu á sjúkrahúsið. 289 Ársæll Már Arnarsson, Kristín Heba Gísladóttir, Stefán Hrafn Jónsson Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Kynferðisleg áreitni og ofbeldi er ein alvarlegasta ógn við heilbrigði barna og ung- linga. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka algengi og áhrif á unglinga í 10. bekk. Þó niðurstöðurnar sýni að algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn unglingum sé svipað og í öðrum vestrænum löndum er það nokkuð hærra en samb- ærileg rannsókn á Íslandi leiddi í ljós fyrir áratug. 269 Ólafur Guðlaugsson Malaría og Ísland Malaría er alvarlegur sjúkdómur sem smitast með biti moskítóflugunn- ar. Þrátt fyrir að góður árangur hafi náðst í baráttunni við malaríu víða er hún vandamál á heimsvísu. Langflest tilfelli koma upp í íbúum Afríku (88%) og Asíu (10%) en færri annars staðar. L E I Ð A R A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.