Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2016/102 305
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
meiðsli, almenn veikindi eða bráðaupp-
komur í hópnum eða hjá starfsfólki KSÍ á
staðnum. Vera hluti af heilbrigðisteyminu
þar sem vandamálin eru rædd og komist
að sameiginlegri niðurstöðu sem svo er
kynnt þjálfurunum á starfsmannafundum
sem eru á hverjum degi meðan við verð-
um í Frakklandi. Þetta gerir þjálfurunum
kleift að undirbúa æfingarnar betur og
fækka óvæntum uppákomum. Fylgjum
leikmönnum í lyfjaprófin og höfum einnig
vakandi auga með andlegri heilsu leik-
manna, því þó að það sé mjög gaman að
fara á svona stórmót er þetta langur tími
sem við erum saman og klárt að sum-
ir leikmenn munu ekki spila neitt. Það
reynir oft á í samskiptum og það eru ekki
endilega allir alltaf bestu vinir. Komi upp
alvarlegri meiðsli erum við í sambandi við
læknateymi félagsliða leikmanna og send-
um þeim skýrslu með okkar greiningum
og meðferð,“ segir Sveinbjörn.
„Þá þurfum við að halda utan um
skráningu álags, meiðsla og þátttöku
leikmanna á æfingum og leikjum og sem
hluta af UEFA-meiðslarannsókn (UEFA
Injury Study) sem er leidd er af Svían-
um og bæklunarskurðlækninum Dr. Jan
Ekstrand. Öll ný meiðsl eru skráð eins
nákvæmlega og hægt er á hverjum tíma á
þar til gert eyðublað. Á hverjum föstudegi
meðan á keppninni stendur sendum við
skýrslu til hans. Séu menn enn meiddir
þegar Ísland lýkur keppni, höldum við
áfram að senda skýrslur þar til viðkom-
andi hefur náð sér. Breytist greiningar, til
dæmis í kjölfar myndgreininga, er búið til
nýtt meiðslaeyðublað,“ segir Reynir Björn.
Áhersla lögð á góð samskipti læknanna
„Á leikdegi mætum við á fund með lækni
mótherjanna og vallarlækni, förum yfir
aðstöðu á vellinum og hvernig við getum
kallað eftir frekari aðstoð komi eitthvað
alvarlegt uppá. UEFA hefur síðustu
árin lagt mikla áherslu á góð samskipti
milli lækna landsliðanna innbyrðis og
einnig samskipti þeirra við lækna liða
leikmannanna. Við þetta hafa myndast
tengsl og jafnvel vinskapur sem gerir
öll samskipti miklu betri. Menn vinna
saman. Einnig hefur UEFA sett reglur um
lágmarksbúnað á völlunum ásamt þeim
búnaði sem við höfum með okkur hvert
sem við förum. Við vitum því nákvæm-
lega hvað er til staðar og einnig eru mörg
liðanna með sömu bráðatöskur sem auð-
veldar mjög að veita aðstoð komi eitthvað
alvarlegt uppá. Þetta er svona það helsta
varðandi okkar vinnu við Evrópumótið í
knattspyrnu í Frakklandi í sumar,“ segja
þeir Reynir Björn og Sveinbjörn og af því
er ljóst að þetta verður ekkert sumarfrí
fyrir þá þó báðir séu sammála um að gam-
an sé að taka þátt í þessu ævintýri.
Starf landsliðslæknanna Sveinbjörns Brandssonar og Reynis Björns Björnssonar er flókið en þeir segjast þó ekki vildu missa af þessu fyrir nokkurn mun. ÁFRAM ÍSLAND!