Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2016/102 289 Inngangur Kynferðislegt ofbeldi og áreitni gagnvart börnum og unglingum er ein mesta ógn við heilbrigði þeirra vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft í för með sér. Það er því ekki að undra að umræðan um þetta vandamál hafi verið mikil undanfarna áratugi. Samhliða hafa birst fjölmargar rannsóknir á þessu sviði, svo sem á afleiðingum, orsökum og við hvaða að- stæður slíkt ofbeldi á sér stað,1 en ekki síður hversu al- gengt það er.2,3 Í ljós hefur komið að slíkt ofbeldi eykur sálræn vandamál og áhættuhegðun hvort sem það fel- ur í sér líkamlega snertingu eður ei.4 Algengt er einnig að afleiðingarnar séu viðvarandi fram á fullorðinsár.5 Kynferðislegt ofbeldi felur í sér kynferðislega hegð- un gagnvart einstaklingi sem er höfð í frammi gegn vilja, án samþykkis, með ofbeldi, stjórnun eða ógn- andi hætti.6 Kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni telst samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organization – WHO) vera öll þátttaka barns í hverskyns kynferðislegum athöfnum sem það skil- ur ekki til fullnustu, er ófært um að veita samþykki fyrir, hefur ekki þroska til að veita samþykki, brýtur gegn landslögum eða samfélagslegum viðmiðum. Slíkt ofbeldi gagnvart barni getur átt sér stað milli tveggja barna eða milli barns og fullorðins einstaklings sem hefur yfirburðastöðu gagnvart þolandanum, til að mynda með tilliti til aldurs, þroska, stöðu eða líkam- legra yfirburða.7 Talið er að ein af hverjum þremur til fjórum konum og einn af hverjum 6 til 10 körlum hafi orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi í æsku. Stúlkur eru þrisvar sinnum Inngangur: Kynferðisleg áreitni og ofbeldi gagnvart börnum og ungling- um er ein alvarlegasta ógn við heilbrigði þeirra. Markmiðið var að rann- saka algengi og áhrif þess á íslenska unglinga í 10. bekk. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum úr íslenska hluta HBSC-rannsóknarinnar á heilsu og lífskjörum skólabarna. Alls tóku 3618 íslenskir nemendur þátt í alþjóðlegri spurningalistarannsókn sem lögð var fyrir alla nemendur í 10. bekk í öllum skólum landsins að einum undanskildum. Reynsla nemenda af kynferðislegri áreitni og ofbeldi var metin með því að spyrja hversu oft þau hefðu gegn sínum vilja verið: a) snert með kynferðislegum hætti, b) verið látin snerta annan einstakling með kynferðislegum hætti, c) verið reynt að hafa við þau samfarir eða munnmök eða d) einhverjum hefði tekist að hafa við þau samfarir eða munnmök. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að 14,6% (527) þátttakenda höfðu orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Af þeim höfðu 4,5% (162) orðið fyrir slíku einu sinni en 10,1% (365) höfðu annaðhvort orðið oftar fyrir ákveðinni gerð ofbeldis eða því hafði verið beitt gegn þeim á margvíslegri hátt. Um 1% þátttakenda, eða 35 einstaklingar, sögð- ust hafa orðið mjög oft fyrir nær öllum gerðum ofbeldis og áreitni. Tíðni vanlíðunar og áhættuhegðunar var mun hærri hjá þeim sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ályktun: Þó niðurstöðurnar sýni að algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn unglingum sé svipað og í öðrum vestrænum löndum er það nokkuð hærra en sambærileg rannsókn á Íslandi leiddi í ljós fyrir áratug. ÁGRIP líklegri en drengir til að verða fyrir slíku. Meirihluti þeirra barna sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku þekkir brotamanninn (49-84%) og í 12-20% tilfella á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu brotaþola.7 Íslensk rannsókn meðal 16-19 ára ungmenna sýndi fram á að 36% stúlkna og 18% drengja höfðu orðið fyr- ir kynferðislegu ofbeldi.8 Þær niðurstöður voru svip- aðar þeim sem komu fram í safngreiningu (meta-ana- lysis) rannsókna frá Norður-Ameríku, en samkvæmt henni höfðu um 30% stúlkna og 15% drengja upplifað slíkt.9 Hærri tíðni kom fram í sænskri rannsókn á ung- mennum á framhaldsskólaaldri en niðurstöður þeirrar könnunar leiddi í ljós að 65% stúlkna og 23% drengja höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.10 Mjög mikill munur er þó á algengi kynferðislegs ofbeldis gagnvart börnum og unglingum eftir rann- sóknum þar sem niðurstöðurnar spanna allt frá 2% upp í 65%.9 Á þessum mikla breytileika eru ýmsar mögulegar skýringar. Helst ber að nefna að ekki eru allir rannsakendur sammála um hvernig skilgreina beri slíkt ofbeldi, við hvaða aldur skuli miða, hvort ákveðinn aldursmunur þurfi að vera milli þolanda og geranda, hvort nauðung þurfi að koma til og hvers eðl- is verknaðurinn er til að teljast kynferðislegt ofbeldi.2,11 Þegar kynferðislegt ofbeldi er skilgreint með víðustum hætti er öll kynferðisleg hegðun gagnvart barni talin til kynferðislegs ofbeldis og þarf þá snerting ekki að koma til. En í öðrum rannsóknum hefur kynferðislegt ofbeldi verið skilgreint þannig að snerting þurfi að eiga sér stað. Þegar allra þrengsta skilgreiningin er notuð Greinin barst 22. október 2015, samþykkt til birtingar 3. maí 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn íslenskum unglingum Ársæll Már Arnarsson1 faraldsfræðingur, Kristín Heba Gísladóttir1 sérfræðingur í félagsvísindum, Stefán Hrafn Jónsson2 félagsfræðingur 1Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, 2félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Ársæll Már Arnarsson aarnarsson@unak.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.87 R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.