Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 18
278 LÆKNAblaðið 2016/102 Klínískur ávinningur af upptöku NIPT er augljós, aðferðin hefur enga hættu á fósturláti í för með sér og hægt er að fram- kvæma rannsóknina snemma á meðgöngu. Aftur á móti fást ekki jafn ítarlegar niðurstöður úr NIPT eins og þegar greining er fengin með fylgjusýnitöku eða legvatnsástungu þar sem hægt er að skoða nákvæmlega alla litninga fóstursins. Jafnframt hefur því verið velt upp að erfitt geti reynst að samræma fósturskim- un fyrir litningafrávikum og aðrar rannsóknir sem gerðar eru í upphafi meðgöngu, til dæmis mat á blóðhag, í einni blóðprufu ef leggja á áherslu á að ákvörðun konunnar um fósturskimun sé byggð á upplýstu vali.15 Flestar konur leita (55%) til fæðingar- og kvensjúkdómalækna í upphafi meðgöngu hér á landi, 29% til ljósmæðra og 12% til heimilislækna.16 Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er gert ráð fyrir því að í fyrstu samskiptum sem barnshafandi kona á við heilbrigðisstarfsmann séu henni veittar upplýsingar um tilgang, áhættu og ávinning fósturskimana.1 Því má telja mikilvægt að gera sér grein fyrir viðhorfum barnshafandi kvenna og heilbrigðisstarfsmanna sem sinna konum á meðgöngu til fósturskimunar og fósturgreiningar og hvaða þættir skimunar- innar skipta þau mestu máli áður en ný tegund fósturskimunar er innleidd hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir fósturgreiningar/-skimunar eru mikilvægastir að mati barnshafandi kvenna og heilbrigðisstarfsmanna og bera saman viðhorf þeirra. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var samstarfsverkefni nokkurra landa en rannsókn- arhópur í Bretlandi leiddi verkefnið. Níu lönd tóku þátt: Ísland, Kanada, Danmörk, Ísrael, Ítalía, Holland, Portúgal, Singapore og Bretland. Rannsóknaraðilar fengu spurningalistann frá Bretlandi þaðan sem rannsókninni var stýrt en þar var spurningalistinn for- prófaður. Listinn var þýddur og staðfærður og til að tryggja rétt- mæti hans og áreiðanleika var hann prófaður af þremur barnshaf- andi konum og tveimur heilbrigðisstarfsmönnum. Uppsetningu listans var í kjölfarið breytt lítillega og orðalagi í einstaka spurn- ingum. Úrtakið náði annars vegar til 293 heilbrigðisstarfsmanna sem sinna konum á meðgöngu hér á landi og hins vegar 300 barns- hafandi kvenna sem voru í meðgönguvernd á heilsugæslustöðv- um höfuðborgarsvæðisins og voru komnar 20 vikur eða lengra á sinni meðgöngu. Skilyrði fyrir þátttöku barnshafandi kvenna var að konan hefði gott vald á íslensku máli og þeim konum boðin þátttaka sem annaðhvort höfðu valið að fara ekki í fósturskimun eða fengið niðurstöður um litlar líkur á litningagalla. Sá hluti rann- sóknarinnar sem sneri að barnshafandi konum fór fram á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins, sem eru 15 talsins, í júní til nóvember 2014. Ljósmæður í meðgönguvernd fengu munn- lega kynningu á rannsókninni frá rannsóknaraðilum á fundi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og jafnframt fengu þær afhent kynningarbréf um rannsóknina. Ljósmæðurnar kynntu rannsókn- ina fyrir barnshafandi konum eftir 20 vikna meðgöngu og afhentu þá þeim sem það vildu kynningarbréf. Í bréfinu kom fram tilgang- ur rannsóknarinnar og hverjir stæðu að henni. Þær konur sem lýstu sig tilbúnar til þátttöku fengu síðan afhentan spurningalista en það tók um 10-15 mínútur að svara listanum. Spurningalist- anum var skilað í móttökuna á þeirri heilsugæslustöð sem konan tilheyrði. Heilbrigðisstarfsmenn fengu sent rafrænt kynningarbréf varðandi rannsóknina og spurningalistinn var síðan sendur raf- rænt á ljósmæður og fæðinga- og kvensjúkdómalækna gegnum fagfélög, Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Að verkefninu komu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Há- skóli Íslands og Landspítalinn. Fengin voru leyfi frá Vísinda- R A N N S Ó K N Tafla I. Bakgrunnsupplýsingar fyrir barnshafandi konur. Heildarfjöldi N=186 (%) Meðalaldur (SD) 29,25 (5,24) Meðalmeðgöngulengd (SD) 30,56 (6,26) Menntun Grunnskólapróf 20 (10,9) Framhaldsskólapróf 47 (25,5) Háskólapróf 111 (60,3) Annað 6 (3,3) Fjöldi barna Ekkert 93 (51,1) 1 barn eða fleiri 89 (48,9) Áttu barn með Downs-heilkenni? Já 0 (0,0) Nei 178 (100) Þekkirðu barn með Downs-heilkenni? Já 65 (36,5) Nei 113 (63,5) Fósturskimun á þessari meðgöngu Hef þegar farið í fósturskimun 160 (90,4) Fór ekki í fósturskimun 17 (9,6) SD = staðalfrávik. a Eiginleiki Stig Nákvæmni 95%, 99%, 100% Svartími niðurstaðna 10, 12, 16 vikur Hætta á fósturláti Lítil áhætta (1%), engin áhætta Upplýsingar úr niðurstöðum Ítarlegar niðurstöður, einfaldar niðurstöður b Valkostur 1 Próf A Próf B Nákvæmni 95% 100% Svartími niðurstaðna 10 vikur 12 vikur Hætta á fósturláti Lítil áhætta (1%) Engin áhætta Upplýsingar úr niðurstöðum Ítarlegar niðurstöður Einfaldar niðurstöður Hvort prófið myndir þú frekar vilja (merktu aðei ns við einn valmöguleika)? Próf A ❒ Próf B ❒ Hvorugt ❒ Mynd 1. Valkostasnið. (a) eiginleikar og stig sem notuð voru í valkostunum. (b) dæmi um valkostaspurningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.