Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 47
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2016/102 307 sem margt varð mjög skelkað við lýsingar á sjúkdómsástandi því sem ebólan getur valdið. Í farsóttanefndinni eru yfirlæknir sýkingavarnadeildar (formaður), deildar- stjóri sýkingavarnadeildar, hjúkrunar- fræðingur af flæðisdeild og smitsjúk- dómalæknir. Auk þeirra eru fulltrúar framkvæmdastjórnar (framkvæmdastjóri lækninga og hjúkrunar) oft boðuð á fundi. Þegar þörf er á meiri hraða og stærra umfangi er öll viðbragðsstjórn fram- kvæmdastjórnar virkjuð. Hlutverk farsóttanefndar er að fylgjast með framvindu faraldra, dreifingu tilfella milli landa og meta hættu á að tilfelli ber- ist til Íslands. Þá er nefndin í miklu sam- starfi við Sóttvarnarlækni og Almanna- varnir. Þá er það hlutverk farsóttanefndar að meta þörf á sérhæfðum búnaði og að- stöðu auk annarra hluta sem þarf að huga að. Í allt komu yfir 200 manns að vinnu við allar nauðsynlegar áætlanir sem þurfti til að undirbúa viðbragð og aðgerðir við svo flóknu vandamáli sem ebólan reyndist vera. Sérstakur verkefnastjóri var settur yfir ritstjórn viðbragðsáætlunarinnar og utanumhald verkefnisins í heild. Sérstakt eftirlit tengt göngudeild smitsjúkdóma Vegna sérstakra aðstæðna í kringum þennan faraldur tóku tveir smitsjúkdóma- læknar í farsóttanefndinni að sér að vera í samskiptum við einstaklinga sem voru nýkomnir frá faraldurssvæðunum. Meta þurfti áhættu þeirra af því að hafa smitast af ebólu út frá útsetningu á dvalarstað þeirra og hvað þeir gerðu þar. Í ljós kom að ekki reyndist hægt að nýta opinber gögn, eftirlitskerfi eða upplýsingar um flugfarþega til að finna þessa einstaklinga. Því varð að beita margvíslegum öðrum að- ferðum við að finna þá. Sumir höfðu beint samband við göngudeild smitsjúkdóma, sýkingavarnadeild, Sóttvarnarlækni eða gegnum heimilislækna. Aðrir komu beint á Landspítala til að reyna að fá dregið úr sér blóð. Enn aðrir uppgötvuðust eftir ábendingar frá fjölskyldum, samstarfsfólki og fleiri aðilum. Við áhættumatið var stuðst við leiðbeiningar frá sóttvarnaryfir- völdum á Íslandi og Evrópu.13 Alls var haft uppi á 16 manns sem flest- ir höfðu verið í Vestur-Afríku á vegum hjálparstofnana en auk þess höfðu nokkrir aðilar ferðast inn á þessi svæði í ýmsum öðrum erindagjörðum. Áhættan var metin í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnar- stofnunar Evrópu (ECDC) og Sóttvarnar- læknis.13 Þeir sem haft var uppá fengu ítarlegar leiðbeiningar um viðbrögð ef þeir myndu veikjast með einkennum sýkinga og hvert þeir gætu hringt til að fá frekari leiðbeiningar. Nokkrir uppfylltu skilmerki útsetningar en flestir voru metnir í mjög lítilli áhættu. Áhættumatið gerði það að verkum að hægt var að beina nokkrum sem veiktust og höfðu verið metnir í engri eða lítilli áhættu beint inn á göngudeild smitsjúkdóma til hefðbundinnar upp- Hluti farsóttanefndar heimsótti farsóttaeininguna á Ulleval í Noregi. Á myndinni eru: Ásdís Elfarsdóttir, Helga Rósa Másdóttir, Hildur Helgadóttir, María Vigdís Sverrisdóttir og Ólafur Guðlaugsson. Mynd Þorkell Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.