Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 48
308 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
vinnslu og afstýra komu á bráðadeild eða
heilsugæslustöð með tilheyrandi áhyggj-
um og óróleika.
Aðstaða
Á smitsjúkdómadeild eru einungis 5
herbergi sem hægt er að flokka sem full-
komin loftborin einangrunarherbergi. Þá
skortir samfellda aðstöðu þar sem hægt
er að vera með sjúklinga í svokallaðri
hástigseinangrun (high level isolation unit,
HLIU), líkt og þörf er á við umönnun
sjúklinga með mjög alvarlega smitsjúk-
dóma með samsettum smitleiðum eins og
ebólu. Eining af þessari gerð þarf að hafa
beint aðgengi að utan. Þannig er hægt að
flytja sjúklinga og bjargir (allan búnað, lyf
og tæki) inn í stofuna af götunni og sorp
og það sem til fellur beint út. Á þann hátt
er útsetning annarra sjúklinga og starfs-
manna fyrir ebólu í lágmarki.
Þar sem HLIU-aðstaða til að sinna
sjúklingum með Ebólu er ekki til staðar
á spítalanum var reynt að útbúa aðstöðu
sem líktist henni innan stofnunarinnar.
Ákveðið var að nýta svæði sem kallað er
A2 á annarri hæð í A-álmu í Fossvogi.
Þessi lausn hefur verið nýtt áður, til
dæmis í undirbúningi fyrir SARS 2003
og fuglaflensuna 2005, en þá var deildin
í minni daglegri notkun. Nú er deildin
hins vegar í fullri notkun sem bráðalyf-
lækningadeild með hraðri umsetningu
sjúklinga. Því varð strax ljóst að ef það
þyrfti að virkja þessa einingu yrði mikið
rask á allri starfsemi spítalans á meðan
og í einhvern tíma eftir að virkjun væri
aflétt. Útbúa þurfti færanlega milliveggi
til að skilja að hreint og óhreint svæði og
stjórna flæði um deildina. Auk þess þurfti
að huga að allri nauðsynlegri aðstöðu fyrir
starfsmenn, bæði fyrir framan innra svæði
deildarinnar og eins fyrir þá sem þurftu
að vinna inni á því svæði. Búnaðurinn
þurfti að vera færanlegur til að raska ekki
starfsemi meðan ekki var þörf á virkjun
deildarinnar. Huga þurfti að öllum þátt-
um sem tengdust undirbúningi opnunar
svona sérhæfðrar einingar allt frá grunn-
atriðum eins og legu lagna, aðflæði birgða,
lyfja og tækjabúnaðar til þess hvernig
frárennsli og sorpmálum væri best hagað.
Fjölmörg atriði þurfti að laga og færa í
heppilegra ástand til að undirbúa deildina
fyrir móttöku sjúklings með ebólu. Áætlað
var að það tæki um 6 klukkustundir að
opna deildina þegar búið var að vinna alla
undirbúningsvinnuna og smíða veggina.
Starfsmenn
Reynsla erlendra sjúkrahúsa þar sem
sjúklingum með ebólu hefur verið sinnt
sýnir að þörf er á mjög stórum hópum
starfsmanna til að sinna þessum sjúkling-
um á fullnægjandi hátt. Á þessum tíma
fjölluðu fjölmiðlar mikið um veika og
deyjandi heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt
höfðu sjúklingum með ebólu sem leiddi
til þess að mörgum starfsmönnum þótti
óþægilegt að eiga von á því að þurfa að
annast sjúklinga með ebólu. Því var farin
sú leið að óska eftir sjálfboðaliðum til að
taka þátt í þessu verkefni. Þátttaka varð
þó ekki fullnægjandi fyrr en samþykkt
var að veita sérstakar líftryggingar til
samræmis við það sem tíðkast til dæmis
hjá Landhelgisgæslunni. Samtals buðu 28
hjúkrunarfræðingar sig fram í þetta verk-
efni, 11 læknar, fjórir sjúkraliðar og einn
geislafræðingur.
Þessi hópur fékk sérstaka fræðslu um
allt sem vitað var um ebóluna, og var sú
fræðsla endurtekin eftir því sem nýjar
upplýsingar lágu fyrir. Þá voru reglulegar
vinnubúðir þar sem farið var yfir allt
sem gæti þurft að grípa til í skyndi eins
og hlífðarbúnað, tæki og tól, hreinsun
og sótthreinsun umhverfis og fleira. Sett
var upp eftirlíking af A2-ganginum þar
sem starfsfólk æfði rétt vinnubrögð inni
á ebólu-einingunni. Eftir því sem leið á
faraldurinn og váin virtist fjarlægari varð
meiri og meiri vinna við að halda hópnum
saman og við efnið. Hópurinn var síðan
formlega leystur upp í desember 2015, í
samræmi við ákvarðanir Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar (WHO).
Búnaður
Í landinu er til ákveðinn grunnhlífðar-
búnaður í farsóttalager Sóttvarnarlæknis
(hlífðarsloppar, hanskar og grímur) sem
keyptur var í tengslum við undirbúning
vegna fuglaflensunnar (H5N1) árið 2005.
Nokkuð af þeim búnaði er orðinn ónot-
hæfur vegna þess hversu viðkvæm ýmis
efni eru fyrir langri geymslu, til dæmis
geymast hanskar illa. Hægt var að nýta
nokkuð af þessum farsóttalager við ebólu-
undirbúninginn en mikið af þeim hlutum
sem þurfti að nota við umönnun sjúklings
með ebólu var ekki til í farsóttalager Sótt-
varnarlæknis. Nokkur þróun varð í leið-
beiningum ECDC og fleiri erlendra stofn-
ana um hlífðarbúnaðinn og breyttust þær
leiðbeiningar töluvert eftir því sem á leið
faraldurinn og þekking og reynsla jókst.
Þetta olli því að mikil eftirspurn var eftir
sérhæfðum búnaði og gekk mjög erfiðlega
að fá sumt af honum til landsins. Til dæm-
is komu heilgallar með fínagnasíu gegnum
loftdælu (Powered, Air-Purifying Respirators
– PAPR) sem pantaðir voru í september
2014 ekki til landsins fyrr en í febrúar árið
eftir. Sama átti við um annan sérhæfðan
búnað, rannsóknartæki og efni sem útvega
þurfti við undirbúning fyrir ebóluvána
að erfiðlega gekk að finna, panta og fá
hlutina til landsins innan ásættanlegs
tíma. Sama var uppi á teningnum í SARS
faraldrinum 2003 og fuglaflensufaraldrin-
um 2005.
Niðurstaða/lokaorð
Reynslan sýnir svo ekki verður um villst
að faraldrar sem skapa hættu og þurfa
sérstakan viðbúnað koma reglulega upp.
Slíkir faraldrar hafa komið fram á þriggja
til fimm ára fresti undanfarin 20 ár. Eftir
SARS-faraldurinn 2003 hófu heilbrigðis-
yfirvöld ákveðna grunnvinnu sem undir-
búning fyrir hættu á öðrum faröldrum.
Embætti sóttvarnarlæknis og Almanna-
varnir hafa unnið mikið starf við að
skapa stjórnunarlegan ramma. Það sama
gildir um spítalann og er gert ráð fyrir að
farsóttanefndi virki viðbragðsstjórn eftir
þörfum. Hins vegar hefur ekki tekist að
leysa öll vandamálin og það eru helst þrjú
atriði sem standa eftir: aðstaða, starfsfólk
og birgðir.
Aðstaða: Þó til séu 5 einangrunarher-
bergi á Landspítala er það ekki fullnægj-
andi fyrir mjög sértækar uppákomur eins
og ebólu. Nauðsynlegt er að skilgreina og
koma upp HLIU-aðstöðu sem hægt er að
virkja fljótt, helst innan 60 mínútna. Ein-
ingin þarf að nýtast undir aðra starfsemi
meðan hún er ekki í sérhæfðri notkun.
Starfsfólk: Nauðsynlegt er að leysa
mönnunarmálin fyrirfram. Þannig er hægt
að tryggja að stór hluti þeirra sem koma
að þessari sérhæfðu vinnu á HLIU-deild
hafi grunnþekkingu til þess; bæði á þeim