Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 14
274 LÆKNAblaðið 2016/102 og kreatíníni verður að hafa í huga að viðmiðunarmörkin eru mismunandi fyrir ólíka hópa, einnig geta mörkin verið misjöfn milli ára og rannsóknarstofa. Ef frá er talin Plasmodium knowlesi greindust allar fjórar tegundir malaríu á Íslandi á tímabilinu, al- gengasta tegundin var Plasmodium falciparum. Marktækt línulegt samband var milli sníkladreyra (parasitemia) og hæsta CRP-gildis í legu, hæsta kreatíníns og lægsta hemóglóbíns (p=0,005; p=0,04; p=0,04 í sömu röð samkvæmt línulegri aðhvarfsgreiningu). Mark- tækt samband var milli lengdar sjúkralegu og lægsta blóðflögu- gildis (P=0,02, línuleg aðhvarfsgreining) og einnig milli lengdar sjúkralegu og sníkladreyra (p=0,047, línuleg aðhvarfsgreining). Afdrif og gangur í legu Tafla III inniheldur samantekt á meðferð sjúklinga, lengd legu og afdrifum. Atóvakón-prógúaníl var oftast notað sem meðferð. Helmingurinn af einstaklingunum (15/30) var meðhöndlaður með tveimur eða fleiri lyfjum, því er fjöldi lyfjameðferða meiri en fjöldi tilfella. Sjúklingar með P. falciparum sníkladreyra yfir 2% voru 9 talsins og þar af voru fjórir einstaklingar hvorki meðhöndlaðir með artesúnati né kíníni. Einn sjúklingur fékk bakslag sýkingar. Enginn fékk malaríu með heilafylgikvillum (cerebral malaria) á tímabilinu en einn sjúklingur fékk brátt andnauðarheilkenni og þurfti á öndunarvélarmeðferð að halda. Tveir fengu bráða nýrna- bilun og þurftu á blóðskilun að halda, kreatínín beggja fór yfir 800 µmól/L. Enginn sjúklingur greindur með malaríu á rannsóknar- tímabilinu lést. Heildsölutölur malaríulyfja og ferðalög Íslendinga Eins og sjá má á mynd 3 fylgja sölutölur atóvakón-prógúaníl vel ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana árin 2006-2010, en eft- ir það virðist salan dragast saman, bæði á atóvakóni-prógúaníli og meflókvíni. Leitað var að gögnum um það hvert Íslendingar væru að ferðast og hvort það hefði breyst á rannsóknartíman- um. Spurningakönnun MMR sem gerð var fyrir Ferðamálastofu árin 2012-2014 sýndi að hlutfall Íslendinga sem ferðuðust út fyrir Evrópu, Bandaríkin og Kanada var 6,2% árið 2012, 5,5% 2013 og 7,6% árið 2014 (skekkjumörk 1,8-2%).12-14 Einnig fundust gögn frá Hagstofunni sem sýndu að frá maí 2007 til apríl 2008 ferðuðust 3,8% ferðamanna frá Íslandi til landa utan Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada.15 Umræður Faraldsfræði, blóðrannsóknir og afdrif Í þessari rannsókn sýnum við fram á tilhneigingu til aukinnar greiningartíðni malaríu á Íslandi á sama tíma og greiningum sjúk- dómsins fækkaði lítillega í nágrannaríkjunum. Malaríusýkingum fjölgaði miðað við tímabilið 1980-1997 að teknu tilliti til íbúafjölda. Innfluttum malaríutilfellum í Evrópu síðustu ár hefur fækkað lítillega. Greiningartíðni innfluttra malaríusýkinga í Evrópu í heild árið 2012 var 0,88 tilfelli/100.000 íbúa.5 Útreiknuð tíðni var 2,02/100.000 íbúa á ári í Danmörku á árunum 1998-2013 miðað við íbúafjöldatölur dönsku hagstofunnar fyrir hvert ár og 0,56/100.000 íbúa/ári á Íslandi sömu ár.6,16 Á tímabilinu 1994-2012 fækkaði hins vegar malaríugreiningum í Danmörku.17,18 Í rannsókninni sem gerð var hér á landi árin 1980-1997 höfðu flestir smitast í Afríku sunnan Sahara, eða 68%, en í okkar rann- sókn reyndust 90% sjúklinga hafa smitast þar. Enginn lést vegna malaríu fremur en í fyrri rannsókninni. Flestir reyndust hafa P. falciparum á báðum tímabilum.3 Hlutfall P. falciparum sýkinga er hátt hér á landi og skýrist það að einhverju leyti af því að í 90% tilvika má rekja smitið til Afríkuríkja þar sem tíðni P. falciparum er hæst.2 Hlutfall malaríutilfella sem smitast í Afríku var 96% í Danmörku árið 2014,18 þar hafði sýkingum upprunnum í Asíu fækkað undanfarin ár en sýkingum frá Afríku ekki.17 Vitað er að P. falciparum sýkingar eru almennt alvarlegri en þær sem orsakast af P. vivax, P. ovale og P. malariae,19,20 því má velta fyrir sér hvort vægar sýkingar með P. vivax og P. ovale kunni að vera vangreindar á Íslandi. Niðurstöður úr blóðrannsóknum eru í samræmi við það sem greint hefur verið frá í erlendum greinum enda er blóðflögufæð mjög algeng við malaríusýkingar.20-22 Nýrnabilun er einnig vel- þekktur fylgikvilli sjúkdómsins.23 Blóðflögur, rauð blóðkorn og hemóglóbín-gildi sýna neikvæða fylgni við magn sníkladreyra.24 Því hefur verið lýst að CRP, LDH og bílírúbín hækki í malaríusýk- ingum.22,25 Lungnabjúgur og brátt andnauðarheilkenni er alvarleg- ur fylgikvilli sjúkdómsins með dánartíðni um 80% ef öndunarvél er ekki til staðar og rúmlega 50% þrátt fyrir öndunarvélameðferð,20 voru því að minnsta kosti tveir sjúklinganna í þessari rannsókn í bráðri lífshættu. Einungis lítill hluti þeirra sem greindist með malaríu hér á landi virðist hafa tekið fyrirbyggjandi lyf. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að enginn í hópi finnskra sjúklinga með malaríu árin 2003- 2011 hafði tekið fyrirbyggjandi lyf á réttan hátt.26 Í danskri rann- sókn höfðu 65% þeirra sem fengu malaríu ekki tekið nein fyrir- byggjandi lyf.17 Því virðist sem afar sjaldgæft sé að fá malaríu séu lyfin á annað borð tekin samkvæmt ráðleggingum. R A N N S Ó K N Tafla III. Meðferð, lengd legu og úrræði vegna alvarlegs sjúkdóms. Lyf* Atóvakón-prógúaníl Kínín Doxycýklín eða tetracýklín Melfkókvín Prímakvín Klórókín Artesúnat Klindamýcín Súlfadoxín-pýrímethamín Ekki til upplýsingar Fjöldi tilfella 15 8 9 6 5 4 2 1 1 1 Lengd legu 4,1 dagur að meðaltali, miðgildi 2 dagar Úrræði vegna alvarlegra veikinda Fengu rauðblóðkornagjöf Fengu blóðflögugjöf Lega á gjörgæsludeild Blóðskilun vegna nýrnabilunar Öndunarvél Fjöldi tilfella 2 3 2 2 1 Sýkingarbakslag 1 Dauðsföll 0 *Notkun á fleira en einu malaríulyfi er algeng og því er heildarfjöldi lyfja hærri en fjöldi tilfella
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.