Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 50
310 LÆKNAblaðið 2016/102 Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson, Tryggvi Ásmundsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Kjartan Magnússon Fyrrum sérfræðingur í kvensjúkdómum og handlækningum á Landakotsspít- ala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur Það var komið haust árið 1960, kvöld og myrkur úti. Ég var sjúkrahúslæknir á Sel- fossi og sat áhyggjulaus inni í stofu. Sím- inn hringdi og á línunni var héraðslækn- irinn á Hellu. Hann var staddur á bænum Hólum efst á Rangárvöllum. Heimasætan hafði misst fóstur en fylgjan vildi ekki koma. Gæti ég skroppið uppeftir og hjálp- að? Það var auðvitað sjálfsagt mál. Ég hringdi í lögregluna á Selfossi sem sá um sjúkraflutninga og strax var lagt af stað með áhöld og nokkra blóðpoka. Ég man hvað myrkið var mikið þegar við keyrðum upp Rangárvellina í áttina að Heklu á gamla niðurgrafna veginum framhjá Koti. Um miðnætti komum við í hlaðið á Hólum. Sama myrkrið hvíldi yfir bænum, ekk- ert rafmagn heldur olíulampar sem lýstu upp herbergin. Rækilega hafði verið kynt, það var eins og í gufubaði. Sængurkon- unni átti greinilega ekki að verða kalt. Stuttar kveðjur og síðan var strax hafist handa, fylgjan sótt upp í leg og allt gekk vel og snurðulaust, konunni var borgið og hún var sæmilega hress en döpur. Boðið var uppá kaffi í vel heitu eldhúsinu, allir kátir og ánægðir. Ég þakkaði fyrir kaffið og búist var til heimferðar og kvatt. „En hvað á að gera við barnið?“ spyr þá bóndinn á bænum. Barnið! Ég áttaði mig nægilega fljótt til að tala ekki af mér því konan var aðeins komin 6 mánuði á leið og mér skildist í símanum að um fósturlát hefði verið að ræða og ekki hafði verið minnst á neitt barn eftir að ég kom. Lítill dívan var inni í herberginu og þar úti í horni var stór og mikill bómullarvafningur og þangað var mér vísað. Og viti menn. Þegar ég vafði ofan af honum kom í ljós eldrauð, grettin og pínulítil telpa með lífsmarki sem ekkert heyrðist í en andaði greinilega. Nú voru góð ráð dýr. Ekki var hægt að skilja barnið eftir og sjálfsagt að taka það með til Sel- foss. En hvernig átti að flytja stúlkuna? Fundinn var skókassi númer 43, barninu pakkað inn í bómullina aftur og það sett í kassann sem passaði mátulega. Nú var ekki til setunnar boðið, brunað til baka á spítalann á Selfossi og hélt ég á skókassanum með framréttar hendur svo hnjaskið yrði sem minnst. Vegurinn var vondur, holóttur moldar- og malarvegur alla leið. Eitt lítið sjúkraherbergi var rýmt, hreint lak sett á fullorðinsrúm þar sem enginn fyrirburakassi var á sjúkrahúsinu á þeim tíma. Gamall þriggja strengja raf- magnsofn var settur í gang til þess að fá góðan hita í herbergið og hraðsuðuketill sóttur í eldhúsið til þess að fá góðan raka. Stúlkan var viktuð og var rétt um fjórar merkur eða 1000 grömm og sett allsber á mitt rúmið. Fyrirburðareinkennin voru mjög greinileg, neglur langt frá því að Bærinn Hólar á Rangárvöllum. Hekla gægist upp fyrir Næfur- holtsfjöllin í baksýn. Myndin er tekin stuttu eftir að sagan gerðist. Ljósmyndari óþekktur. Fæðing „Heklu“ árið 1960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.