Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 44
304 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Tveir læknar fylgja íslenska landsliðinu á Evrópumótið í knattspyrnu í Frakk- landi í júní, þeir Sveinbjörn Brandsson og Reynir Björn Björnsson. Lækna- blaðinu lék forvitni á að vita hvernig undirbúningi þeirra væri háttað fyrir mótið og hvert væri síðan hlutverk þeirra meðan á mótinu stendur. „Undirbúningurinn er margþátta enda talsvert flókinn og margt sem þarf að skipuleggja,“ segja Reynir Björn og Svein- björn. „Haldinn var fundur í byrjun mars í París þar sem læknar allra landsliðanna hittust ásamt fulltrúum heilbrigðisnefnd- ar Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA Medical Committee). Þarna var farið yfir ýmis hagnýt atriði varðandi mótið, meðal annars rannsókn sem við tökum þátt í meðan á mótinu stendur. Farið var yfir reynslu lækna af fyrri keppnum og ýmsum spurningum svarað. Frakkarnir létu okkur í té aðgang að svæðislæknum í Frakklandi sem við getum haft samband við hvenær sem er,“ segir Reynir. „Það má hins vegar segja að okkar undirbúningur hafi hafist fyrir alvöru þegar heilbrigðisteymið hjá liðinu hittist í vor á fundi með þjálfurum landsliðsins, þeim Heimi Hallgrímssyni og Lars Lager- bäck. Við erum tveir læknar ásamt þremur sjúkraþjálfurum sem sinnum liðinu í tengslum við keppnina. Við byrjuðum á að senda upplýsingar um okkur sjálfa til Frakklands, menntun og starfsreynslu staðfesta af Knattspyrnusambandi Íslands. Einnig þurftum við að senda upplýsingar um hvaða lyf við förum með til Frakk- lands og magn þeirra, úr læknatöskunni og neyðartöskunni,“ bætir Sveinbjörn við. Kröfur um mjög ítarlega læknisskoðun og rannsóknir „Því næst miðaðist undirbúningur- inn að því að uppfylla kröfur UEFA (Knattspyrnusambands Evrópu) fyrir svona mót. Skv. reglugerð UEFA (UEFA Medical Regulation) eru gerðar kröfur um nokkuð ítarlega læknisskoðun leik- manna landsliðsins. Fyrir utan sjúkra- sögu og ættarsögu leikmannsins er farið fram á almenna læknisskoðun, ákveðnar blóðprufur, þvagrannsókn, hjartalínurit, hjartaómskoðun, ítarlega stoðkerfisskoðun og krafa er um ákveðnar bólusetningar. Allir leikmenn íslenska landsliðsins eru atvinnumenn hjá liðum sínum og hafa því farið í gegnum svona skoðanir. Við send- um því læknum allra liðanna bréf þar sem beðið er um þessar upplýsingar og ef þær voru ekki til staðar hvort þeir gætu hjálp- að okkur með það sem uppá vantaði. Mjög jákvæð svör komu frá öllum við beiðni okkar og hafa liðin klárað fyrir okkur ef eitthvað hefur vantað,“ segir Reynir Björn. „Við höfum einnig fengið nauðsynlegar upplýsingar um heilsufar annars starfs- fólks á vegum KSÍ sem er með okkur því við erum ekki bara læknar fyrir leikmenn heldur einnig fyrir starfsfólkið sem er með okkur. Þá höfum haldið fyrirlestur fyrir leikmenn þar sem við höfum farið yfir lyfjamálin, notkun fæðubótarefna, endur- heimt, mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða með tilliti til veikinda og hvernig við tök- um á þeim komi þau upp. Við höfum nú sem áður haft smá verk- lega þjálfun fyrir starfsfólk KSÍ í möguleg- um bráðatilvikum sem geta komið upp til dæmis á hóteli eða á æfingasvæðinu. Lögð er áhersla á að allir viti, líka leikmenn, hvar bráðataskan okkar er og hvað er í henni og geti veitt okkur aðstoð til dæm- is við endurlífgun. Lögð er áhersla á að kalla eftir hjálp, hefja hjartahnoð strax og kunna á hjartastuðtækið sem við höfum með okkur. Að þessu sinni munu tveir starfsmenn Rauða Krossins á Íslandi koma með okkur til Frakklands, annar kennari í endurlífgun en hinn bráðatæknir, og mun- um við njóta starfskrafta þeirra komi eitt- hvað alvarlegt uppá,“ segir Sveinbjörn og bætir við að þeir Reynir Björn muni skipta mótinu á milli sín. Ekki allir alltaf bestu vinir Hvert er svo hlutverk ykkar meðan á mótinu stendur? „Að vera hluti af liðsheildinni og hjálpa til við allt mögulegt sem gera þarf, allt frá því að bera töskur, blanda drykki og kaupa inn til þess að greina og meðhöndla Okkar menn á Evrópumótinu í Frakklandi! ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.