Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 273 2005 og meflókvín var tekið af markaði árið 2013. Það veldur því að tímabilið þar sem hægt er að meta sölu lyfja til fyrirbyggjandi meðferðar malaríu er styttra en tímamörk þessarar rannsóknar. Þar sem einungis eru að meðaltali 1,8 staðfest tilfelli malaríu á ári er langstærstur hluti seldra lyfja vegna fyrirbyggjandi notkunar. Tölfræðiúrvinnsla Notast var við forritið Microsoft Excel 2013 við skráningu gagna. Tölfræðileg greining var unnin í R (3.1.2) og Rstudio (0.98.1103).10,11 Gerð voru Fisher‘s exact próf, kí kvaðrat próf, línuleg og lógistísk aðhvarfsgreining eftir því sem við átti. Notast var við tvíhliða próf með p<0,05 til þess að ákveða hvort tölfræðilegri marktækni hafi verið náð. Niðurstöður Greiningartíðni og faraldsfræði Staðfestar malaríusýkingar á rannsóknatímabilinu voru 31 alls (mynd 2). Í heild greindust 1,8 tilfelli á ári að meðaltali, greiningar- tíðni reiknaðist því um 0,6 tilfelli/100.000 íbúa/ári. Samkvæmt töl- um úr fyrri rannsókn 1980-1997 og mannfjölda frá Hagstofu var reiknuð tíðni staðfestra sýkinga á því tímabili 0,3/100.000 íbúa/ári,9 en munurinn á greiningartíðni reyndist ekki marktækur (p=0,056, Fisher‘s exact). Upplýsingar um sjúklingaþýði rannsóknarinnar má finna í töflu I. Algengasti dvalarstaður fyrir smit var Gana. Flestir höfðu dvalist erlendis vegna atvinnu eða tímabundinnar búsetu. Tveir af hinum smituðu (7%) kváðust hafa tekið malaríulyf í fyr- irbyggjandi skyni, en upplýsingar um notkun fyrirbyggjandi lyfja voru takmarkaðar. Niðurstöður blóðrannsókna Samantekt á niðurstöðum helstu blóðrannsókna má finna í töflu II. Meirihluti sjúklinga hafði blóðflögugildi neðan viðmiðunarmarka og í aðeins einu tilviki reyndist laktat-dehýdrógenasa (LDH)-gildi vera eðlilegt. Við túlkun mæliniðurstaðna á hemóglóbíni, LDH R A N N S Ó K N Mynd 3. Yfirlit um sölu fyrirbyggjandi malaríulyfja og ferðir Íslendinga um Leifs- stöð. Á vinstri y- ás er fjöldi skilgreindra lyfjaskammta á þúsund íbúa á dag af atóvakón-prógúaníl og meflókvíni. Á hægri y-ás er fjöldi Íslendinga sem ferðaðist í gegnum Keflavík á leið til útlanda. Þessi fyrirbyggjandi malaríulyf voru valin þar sem þau hafa bæði einungis meðferð og fyrirbyggjandi meðferð malaríu sem ábendingar. Meflókvín var tekið af markaði í ágúst 2013. Tafla I. Lýsing þýðis (%). Meðalaldur 32,6 (31)* Fjöldi kvenna 9 Fjöldi karla 22 Fjöldi barna 10-18 ára 4 Fjöldi barna <10 ára 0 Tími frá upphafi einkenna til greiningar 6,6 dagar (5)* Algengustu einkenni Hiti (97), slappleiki (93), hrollur (59), uppköst (45), beinverkir (45) og höfuðverkir (45) Heimshluti Afríka sunnan Sahara (90) Dvalarland Gana í 5 tilfellum, Malaví, Nígería, Úganda og flakk um mörg lönd hvert með þrjú tilfelli. Ástæða dvalar erlendis Atvinna og búseta (48) Heimsækja vini og ættingja (23) Túristaferð (16) Nýfluttir til Íslands (7) Ekki vitað (7) Fyrirbyggjandi lyf 2/30 (7)** *miðgildi í sviga. **Einn hafði tekið lyfið atóvakón-prógúaníl stopult, annar einstaklingur hafði tekið fyrirbyggjandi malaríulyf en mundi ekki hvaða lyf. Tafla II. Niðurstöður blóðrannsókna. Blóðrannsókn Mælibil Fjöldi tilfella (%) Lægstu blóðflögugildi 10 ± 30 x 109/L 30 ± 100 x 109/L 100 ± 150 x 109/L >150 x 109/L Ekki til mæling 7 11 6 6 1 Lægsta hemóglóbíngildi 70-100 g/L 100-134 g/L >134 g/L Ekki til mæling 6 15 9 1 Sníkladreyri við komu 0-0,5% 0,5-2% >2% Ekki til talning 12 3 9 7 Hæsta laktat- dehýdrógenasagildi 105-205 U/L 205-300 U/L >300 U/L Ekki til mæling 1 5 16 9 Hæsta kreatíníngildi 0-100 µmól/L 100-150 µmól/L >150 µmól/L Ekki til mæling 22 5 2 2 Hæsta bílírúbíngildi 5-25 µmól/L 25-50 µmól/L >50 µmól/L Ekki til mæling 11 4 5 11 CRP-gildi við komu 0-10 mg/L 10-50 mg/L 50-100 mg/L >100 mg/L Ekki til mæling 0 6 10 9 6 Tegundargreining malaríu Plasmodium falciparum P. vivax P. ovale P. malariae 22 (71) 5 (16) 2 (7) 2 (7) CRP= C-reaktíft prótein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.