Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2016/102 291
R A N N S Ó K N
margar stúlkur og drengir neituðu að svara, eða 67. Af þeim 1527
stúlkum sem tóku afstöðu kváðust 17,6% einhvern tíma hafa orðið
fyrir snertingu eða káfi gegn eigin vilja. Stúlkur voru um það
bil fjórum sinnum líklegri en strákar til þess að hafa orðið fyrir
snertingu eða káfi einu sinni eða nokkrum sinnum, en munurinn
milli kynjanna var nær enginn meðal þeirra sem sögðust oft hafa
lent í slíku.
Til spurningarinnar „Hefur einhver annar látið þig snerta sig
með kynferðislegum hætti gegn þínum vilja?“ tóku 1565 strákar
og 1555 stelpur afstöðu, en 159 strákar svöruðu engu og 59 neituðu
að svara. Sambærilegar tölur fyrir stelpur voru 135 og 41. Af þeim
sem svöruðu sögðust 4,1% stráka en 8,5% stelpna hafa orðið fyrir
slíku. Stúlkur voru um það bil þrisvar sinnum líklegri en strákar
til að hafa upplifað slíkt einu sinni en munurinn milli kynjanna
var minni meðal þeirra unglinga sem höfðu oftar lent í þessháttar
aðstæðum.
Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar „Hefur einhver
reynt að hafa við þig samfarir eða munnmök gegn þínum vilja?“
sögðust 6,3% stráka og 12,7% stelpna hafa orðið fyrir slíku. Alls
slepptu 161 strákur og 139 stelpa að svara og að auki neituðu 49
strákar og 52 stelpur að svara. Stúlkurnar voru mun líklegri en
strákarnir til að greina frá slíkri reynslu nema meðal þeirra sem
höfðu oftast orðið fyrir slíku en þar var nær enginn munur á kynj-
unum.
Þegar þátttakendur voru inntir eftir því hvort einhverjum hefði
tekist að hafa við þá samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra,
slepptu 301 þeirra að svara (161 strákar og 140 stelpur) og auk þess
neituðu 104 að svara (54 strákar og 50 stelpur). Af þeim sem tóku
afstöðu reyndust 4,1% stráka og 6,7% stúlkna vera þolendur þess-
háttar ofbeldis. Stúlkur voru mun líklegri en strákar til þess að
hafa einu sinni orðið fyrir slíku en meðal þeirra sem höfðu oftar
orðið fyrir slíku ofbeldi var enginn munur á kynjunum.
Í töflu IIa sjást tengsl ýmissa neikvæðra mælinga við reynslu
unglinganna af því að hafa orðið fyrir kynferðislegu káfi gegn
eigin vilja. Í öllum mælingum nema einni (lögð/lagður í einelti oft
í viku) sést að útkoman fyrir þá sem hafa einu sinni lent í slíku
er um það bil tvöfalt líklegri til að vera neikvæð en fyrir þá sem
aldrei hafa lent í þvílíku. Hópurinn sem oft hefur orðið fyrir kyn-
ferðislegu káfi gegn sínum vilja sker sig hins vegar úr með mjög
afgerandi hætti og ljóst að tengingin við ýmiskonar áhættuhegðun
og vanlíðan er afar sterk meðal þeirra. Einnig er athyglisvert að sjá
að þeir unglingar sem merktu sérstaklega við að þeir neituðu að
svara hafa talsvert neikvæðari útkomu en þeir sem aldrei sögðust
hafa orðið fyrir slíku.
Daglegar reykingar voru mun algengari meðal þeirra unglinga
sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu káfi en þær virtust aukast enn
meira meðal stúlkna. Þannig sögðust 0,7% stúlkna sem aldrei hafði
verið káfað á kynferðislega reykja daglega, en 34,4% þeirra sem oft
höfðu orðið fyrir slíku. Það sama átti við um 1,6% og 19,4% strák-
anna. Að hafa orðið fyrir kynferðislegu káfi jók einnig líkurnar á
því að unglingarnir hefðu orðið drukknir 10 sinnum eða oftar og
voru áhrifin meiri meðal stúlkna en drengja. Meðal þeirra stúlkna
sem aldrei höfðu orðið fyrir slíku höfðu 0,6% orðið drukknar svo
oft um ævina en það sama átti við um 34,4% þeirra sem sögðust
oft hafa orðið fyrir kynferðislegu káfi. Sambærilegar tölur fyrir
stráka voru 1,2% og 25,8%. Ekki sást munur milli kynja í öðrum
mælingum á breytum í töflu IIa.
Í töflu IIb eru sýnd tengsl þess að unglingar hafi verið látn-
ir snerta einhvern annan með kynferðislegum hætti gegn sínum
vilja, við sömu neikvæðu mælingarnar og í töflu IIa. Í stuttu máli
má segja að sama mynstrið komi fram með enn sterkari neikvæð-
um hætti. Þolendur voru líklegri til að hafa verið lagðir í einelti
nokkrum sinnum í viku, með enn sterkari hætti hjá strákum en
stelpum. Meðal strákanna voru 0,3% þeirra sem aldrei höfðu verið
látnir snerta annan með kynferðislegum hætti gegn vilja sínum
lagðir í einelti svo oft, en það sama átti við um 40,0% þeirra sem
oft höfðu upplifað slíkt kynferðisofbeldi. Sambærilegar tölur fyr-
ir stúlkurnar voru 0,6% og 23,5%. Þetta virtist einnig hafa meiri
áhrif á líðan stráka í skóla en stúlkna. Af þeim strákum sem aldrei
höfðu lent í slíku sögðust 2,5% að sér liði alls ekki vel í skólanum
en 40,0% þeirra sem oft höfðu gert það. Það sama átti við um 1,7%
og 17,6% stúlkna. Annar kynjamunur greindist ekki í mælingum
sem birtar eru í töflu II.
Í töflu IIc þar sem áhrif þess að einhver hafi reynt að hafa við
unglingana samfarir eða munnmök gegn þeirra vilja eru skoðuð
eru tengslin við neikvæða þætti jafn afgerandi og í töflu IIb. Ekki
Tafla I. Algengi kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn unglingum í 10. bekk, n (%).
Strákar Stelpur
Hefur einhver snert þig eða káfað á þér með
kynferðislegum hætti gegn þínum vilja?
Neita að svara 64 (3,9) 67 (4,2)
Aldrei 1460 (89,8) 1258 (78,9)
Einu sinni 39 (2,4) 150 (9,4)
Nokkrum sinnum 31 (1,9) 86 (5,4)
Oft 31 (1,9) 33 (2,1)
Hefur einhver annar látið þig snerta sig með
kynferðislegum hætti gegn þínum vilja?
Neita að svara 59 (3,6) 41 (2,6)
Aldrei 1501 (92,4) 1423 (89,2)
Einu sinni 30 (1,8) 84 (5,3)
Nokkrum sinnum 19 (1,2) 31 (1,9)
Oft 15 (0,9) 17 (1,1)
Hefur einhver reynt að hafa við þig samfarir eða munnmök gegn þínum vilja?
Neita að svara 49 (3,0) 52 (3,3)
Aldrei 1474 (90,9) 1345 (84,5)
Einu sinni 43 (2,7) 114 (7,2)
Nokkrum sinnum 32 (2,0) 60 (3,8)
Oft 24 (1,5) 21 (1,3)
Hefur einhverjum tekist að hafa við þig samfarir
eða munnmök gegn þínum vilja?
Neita að svara 54 (3,3) 50 (3,1)
Aldrei 1504 (92,7) 1437 (90,3)
Einu sinni 24 (1,5) 63 (4,0)
Nokkrum sinnum 21 (1,3) 22 (1,4)
Oft 19 (1,2) 19 (1,2)