Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 24
284 LÆKNAblaðið 2016/102 bera ábyrgð á ýmsum þáttum umönnunar sinnar sem áður var í höndum heilbrigðisstarfsfólks, þar með talið að fasta á réttan hátt. Í ljósi neikvæðra áhrifa óþarflega langrar föstu gegnir fræðsla til sjúklinga því veigamiklu hlutverki. Sjúklingafræðsla þjónar þeim tilgangi að veita sjúklingum upplýsingar svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um meðferð sína18 og því er mikilvægt að þeir viti til hvers er ætlast af þeim og í hvaða tilgangi. Bestur árangur í fræðslu skurðsjúklinga næst með notkun fjölbreyttra miðla, til dæmis skriflegra upplýsinga ásamt munnlegri leiðsögn17,18 og sama á við um fræðslu um föstu.19 Árið 2008 var skurðsjúklingum á Landspítala almennt ráðlagt að fasta á mat og drykk frá miðnætti. Hjúkrunarfræðingar og svæfingalæknar á skurðlækningasviði réðust í breytingar á verk- lagi á árunum 2009-2010 með útgáfu og kynningu á nýjum leið- beiningum til starfsfólks og sjúklinga.19,20 Rannsóknin sem hér er til umfjöllunar var gerð árið 2011 eða einu ári eftir að innleiðingin fór fram og var tilgangur hennar að kanna hversu lengi sjúklingar föstuðu fyrir skurðaðgerð og hvaða leiðbeiningar þeir fengu varð- andi föstu. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1. a) Hversu lengi fasta sjúklingar Landspítala á mat og drykk fyrir skurðaðgerð í svæfingu eða slævingu, b) er föstulengd í samræmi við leiðbeiningar sjúkrahússins, og c) er samband á milli tímalengdar föstu og bakgrunnsþátta? 2. a) Hvaða leiðbeiningar fengu sjúklingar um föstu fyrir að- gerð, og b) er samband á milli veittra leiðbeininga um lengd föstu og bakgrunnsþátta? Efniviður og aðferðir Rannsóknarsnið Þetta var framskyggn lýsandi rannsókn og var gagna aflað annars vegar úr sjúkraskrá, hins vegar frá sjúklingum með spurninga- lista. Úrtak Í úrtaki voru allir fullorðnir sjúklingar sem lögðust inn á Landspít- ala eða voru inniliggjandi og fóru í bráðaaðgerð eða valaðgerð í svæfingu eða slævingu á 5 daga tímabili (frá klukkan 07:00 á mánudegi til og með klukkan 23:59 á föstudegi) í marsmánuði árið 2011. Meðtaldir voru allir sjúklingar sem fóru í gegnum mót- töku skurðstofu og höfðu getu og ráðrúm til að svara spurningum svæfingahjúkrunarfræðinga um föstu við komu þangað. Sjúkling- um sem uppfylltu eftirtalin skilyrði var boðið að svara spurn- ingalista rannsóknarinnar: voru 18 ára eða eldri, skildu íslensku, bjuggu yfir vitrænni getu til að svara spurningalistanum að mati hjúkrunarfræðings á deild, og voru komnir á dag- eða legudeild innan 24 klukkustunda frá því að aðgerð lauk. Mælingar Úr sjúkraskrá var safnað upplýsingum um aldur, kyn og hvort um bráðaaðgerð eða valaðgerð var að ræða, hvenær sjúklingur kom á móttöku skurðstofu, hvenær hann sagðist hafa borðað síðast mat og drukkið vökva. Sjúklingar voru skilgreindir sem morgunsjúk- lingar ef þeir komu á móttöku skurðstofu til og með klukkan 11:29 og eftirmiðdagssjúklingar ef þeir komu eftir þann tíma. Í spurningalistanum var spurt um: 1) Hvaða upplýsingar sjúk- lingurinn fékk varðandi föstu (svarmöguleikar: a) að vera fastandi (hvorki borða né drekka) frá miðnætti, b) að borða ekki mat síð- ustu 6 klukkustundir fyrir aðgerð en drekka tæra drykki þar til tvær klukkustundir væru til aðgerðar, c) annað, þá hvað?). 2) Form upplýsinga (svarmöguleikar: a) skriflegar (í tölvupósti, eða á papp- írsformi), b) munnlegar, c) fékk engar upplýsingar, d) ekki viss/ man ekki, e) annað, þá hvað?). 3) Hvort sjúklingurinn hefði fengið upplýsingar um mikilvægi föstu fyrir aðgerð (svarmöguleikar: a) já, b) nei c) ekki viss/man ekki). Þá var spurt hversu mikinn þorsta á bilinu 0-10 sjúklingurinn hefði upplifað meðan á föstu stóð (0 táknar engan þorsta og 10 mesta hugsanlega þorsta). Að lokum var spurt hvort sjúklingurinn hefði fundið fyrir ógleði eftir skurðað- gerð og voru svarmöguleikar já eða nei. Gagnasöfnun. Gögnum var safnað daglega úr tölvukerfinu Orbit um hvaða sjúklingar voru áætlaðir í skurðaðgerð og legudeild þeirra. Eft- ir innlögn, en fyrir sjálfa aðgerðina, kynntu deildarstjórar eða staðgenglar þeirra á dag- eða legudeildum spurningakönnunina fyrir þeim sjúklingum sem uppfylltu þátttökuskilyrði og afhentu svo spurningalistann þeim sem vildu taka þátt. Spurningalistum svöruðu sjúklingar eftir aðgerð en fyrir útskrift af sjúkrahúsinu og rannsakendur söfnuðu þeim saman í lok aðgerðardags. Eftir aðgerðina var safnað upplýsingum úr sjúkraskrá um tímalengd föstu. Leyfi fyrir framkvæmd rannsóknarinnar var fengið frá siðanefnd Landspítala og Persónuvernd svo og framkvæmdastjór- um lækninga, skurðlækningasviðs og kvenna- og barnasviðs. Tölfræðileg úrvinnsla Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa einkennum úrtaksins og greina svör úr spurningalista. Reiknað var meðaltal, staðalfrávik og spönn fyrir samfelldar breytur, og tíðni og hlutföll fyrir flokka- breytur. Tímalengd föstu var reiknuð sem sá tími sem leið frá því að sjúklingur sagðist hafa hafið föstu og þar til hann kom á mót- töku skurðstofu. Tvíhliða t-próf var notað til þess að bera saman meðaltíma föstu á milli tveggja óháðra hópa. Við skoðun á sambandi föstulengdar og upplýsinga voru búnar til tvær tvívalsbreytur sem lýstu því hvort sjúklingur hefði fengið upplýsingar um föstu á mat annars vegar og á drykk hins vegar samkvæmt gildandi leiðbeiningum. Önnur breytan tók gildið einn ef sjúklingur hafði fengið upplýsingar um að fasta á mat í 6 klukkustundir, annars tók hún gildið núll. Hin breytan tók gildið einn ef sjúklingur hafði fengið upplýsingar um að fasta á drykk í tvær klukkustundir, annars tók hún gildið núll. Samband þorsta og tímalengdar föstu var metið með raðfylgni. Samband tímalengdar föstu og aldurs var metið með einfaldri að- hvarfsgreiningu þar sem lengd föstu er háða breytan og aldur sú óháða. Í niðurstöðum er gefið upp p-gildi fyrir mat á stuðlinum við aldur í aðhvarfsjöfnunni. R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.