Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2016/102 303
stæður, minnkandi streitu í starfinu og
styttri tíma sem fer í að læra verkið.“
Eykur öryggi sjúklinga
Alma leggur áherslu á að allar rannsóknir
á árangri af hermikennslu sýni fram á að
slík þjálfun auki öryggi sjúklinga. „Það er
auðvitað það sem þetta snýst um og okkar
ábyrgð felst í því að tryggja öryggi sjúk-
linganna okkar með öllum þeim aðferðum
sem við höfum tiltækar. Hermisetrið er
lykilþáttur í því. Það var því sett á oddinn
að koma þessu á laggirnar og þegar hús-
næðið hér losnaði vorum við eiginlega
löngu tilbúin að hefja þetta verkefni og
það hefur sýnt sig annars staðar að þegar
svona er einu sinni komið af stað þá vind-
ur það upp á sig því gagnsemin er svo fljót
að skila sér og fólkinu finnst þetta líka
skemmtileg aðferð við að þjálfa sig í starfi.
Okkar markmið var því að komast ein-
hvers staðar inn og byrja og síðan yrði eft-
irleikurinn auðveldari. Við vorum reyndar
svo lánsöm að örfáum dögum eftir að
ákveðið var að nýta þetta húsnæði undir
hermisetrið barst spítalanum vegleg pen-
ingagjöf, 20 milljónir króna, sem ákveðið
var að leggja í þetta verkefni. Það gerði
okkur kleift að kaupa þann nauðsynlega
búnað sem þurfti til að opna starfsemina.“
Alma segir samstarf Landspítala og
læknadeildar Háskólans æskilegt og verið
sé að ræða hvernig slíkri samvinnu verði
háttað en báðar stofnanirnar hafa svo
sannarlega áhuga á því. Fyrst um sinn
er þó hermisetrið fyrst og fremst ætlað
heilbrigðisstarfsfólki Landspítalans. Þetta
er fyrst og fremst endur- og símenntunar-
setur en læknanemar munu koma hingað
þegar þeir hefja störf á Landspítala, jafnvel
strax á 5. og 6. námsári.
Umsjón með hermisetrinu er í höndum
menntadeildar Landspítalans en að sögn
Ölmu verða kennarar fengnir af ýmsum
deildum spítalans, allt eftir því hvaða
námskeið verður boðið uppá. „Við erum
einnig að þjálfa kennara úr okkar röðum
og njótum við það leiðsagnar norskra sér-
fræðinga sem tengjast framleiðanda lækn-
ingabrúðanna sem við höfum fest kaup á.
Þetta eru námskeið sem kallast að þjálfa
þjálfarana (train the trainer) og er mjög
mikilvægt því kennslutækni hefur fleygt
fram og við viljum geta boðið okkar fólki
uppá það besta sem völ er á í því efni,“
segir Alma D. Möller að lokum.
„Okkar ábyrgð felst í því
að tryggja öryggi sjúkling-
anna okkar með öllum þeim
aðferðum sem við höfum
tiltækar. Hermisetrið er
lykilþáttur í því,“ segir
Alma D. Möller fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs
Landspítalans.
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R