Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 26
286 LÆKNAblaðið 2016/102
R A N N S Ó K N
Umræður
Rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og gefur
glögga mynd af því hversu lengi sjúklingar á stærsta sjúkrahúsi
landsins fasta fyrir skurðaðgerð og hvaða fræðslu þeir fengu
um föstuna. Þetta eru mikilvægar upplýsingar sem nýta má
til samanburðar við önnur lönd og til umbóta á verklagi innan
sjúkrahússins.
Það kom skýrt fram að nær allir sjúklingar fasta mun lengur
en leiðbeiningar kveða á um og sá munur er sláandi þegar bornir
eru saman morgunsjúklingar og eftirmiðdagssjúklingar sem fara
í valaðgerðir. Flestir sjúklingar fasta tvöfalt lengur en ráðleggingar
kveða á um og nær 50% fasta fimmfalt lengur á drykki, sem hlýtur
að teljast óásættanlegt. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við
úttekt Roberts8 sem sýndi að 51% sjúklinga föstuðu 7-12 klukku-
stundir umfram ráðleggingar á mat og 57% allt að 5 klukkustund-
um umfram ráðleggingar á drykki. Hins vegar var umframfasta
algengari og lengri hjá morgunsjúklingum en eftirmiðdagssjúk-
lingum í úttekt Roberts, sem er skýrt þannig að eftirmiðdagssjúk-
lingar hafi í meira mæli borðað morgunverð fyrir komu á sjúkra-
húsið. Þessi rannsókn sýndi einnig að bráðasjúklingar föstuðu
lengur en valaðgerðasjúklingar, svipað og kom fram í rannsókn
Falconer og félaga.7 Ástæður þessa kunna að liggja í sjúkdóms-
ástandi sjúklings, þar sem bráðasjúklingar eru oft hafðir fastandi
frá komu á sjúkrahúsið eða við upphaf veikinda og ferlið frá þeirri
ákvörðun þar til ákveðið hefur verið að gera skurðaðgerð og koma
sjúklingi að á skurðstofu getur verið mjög langt.
Þrátt fyrir þessar niðurstöður voru þó vísbendingar um
breytingar á verklagi varðandi leiðbeiningar um föstu því nokkuð
margir sjúklingar drukku tæra vökva þar til tveir tímar voru til
aðgerðar.
Mynd 1. Lengd föstu á mat umfram gildandi leiðbeiningar hjá valaðgerðasjúklingum,
flokkað eftir tímasetningu aðgerðar.
Mynd 2. Lengd föstu á tæra drykki umfram gildandi leiðbeiningar hjá valaðgerðasjúk-
lingum, flokkað eftir tímasetningu aðgerðar.
Tafla II. Valaðgerðir: Tengsl tímalengdar föstu við bakgrunnsbreytur og fræðslu.
Matur Drykkur
n1)
meðaltími föstu í klst.
(staðalfrávik) p-gildi2) n1)
meðaltími föstu í klst.
(staðalfrávik) p-gildi2)
Kyn
karlar
konur
56
72
13,2 (2,5)
13,5 (2,8)
0,545 52
67
8,7 (4,3)
8,4 (4,0)
0,691
Tími aðgerðar
fyrir hádegi
eftir hádegi
99
29
12,7 (2,5)
15,5 (1,9)
<0,001 93
26
8,1 (3,8)
10,1 (4,9)
0,033
Ráðleggingar um lengd föstu
samkvæmt gildandi leiðbeiningum
ekki samkvæmt leiðbeiningum
33
84
12,5 (2,7)
13,7 (2,6)
0,025
44
65
8,2 (4,4)
9,0 (3,9)
0,330
Form upplýsinga
munnlegar og skriflegar
munnlegar eða skriflegar
60
52
13,1 (2,6)
13,8 (2,7)
0,149 57
47
7,3 (3,5)
10,6 (4,1)
<0,001
Upplýsingar um mikilvægi föstu
já
nei
56
44
13,4 (2,6)
13,5 (2,9)
0,848
52
41
9,1 (4,5)
8,6 (4,0)
0,592
1n – sýnir fjölda þeirra sjúklinga sem höfðu skráðar upplýsingar í sjúkraskrá um komutíma á skurðstofu og hvenær fasta hófst.
2p-gildi fyrir tvíhliða t-próf.