Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 271 NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 • SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 • Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 • SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 • Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggð á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 Virka efnið kemst langt iður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT — nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). Inngangur Malaría er alvarlegur smitsjúkdómur sem tekur stór- an toll af mannkyninu á hverju ári. Malaríusníkillinn berst í menn með biti moskítóflugna og er áætlaður fjöldi slíkra sýkinga talinn hafa náð hámarki á heims- vísu árið 2003 þegar 232 milljónir manna sýktust. Fjöldi látinna vegna sýkingarinnar náði hámarki ári síðar þegar 1,2 milljónir manna létust.1,2 Talið er að 78% þeirra sem láta lífið séu börn undir 5 ára aldri og 90% dauðsfalla eigi sér stað í Afríku. Frá árinu 2000 til 2013 hefur nýgengi malaríu í heiminum lækkað um 47% og um 54% í Afríku.2 Malaría greinist hérlendis af og til í einstaklingum sem hafa dvalið á svæðum þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Ein rannsókn hefur verið framkvæmd á tíðni malaríusýkinga á Íslandi, tímabilið 1980-1997. Á því árabili fengu 19 einstaklingar greininguna og af þeim voru 15 með staðfesta sýkingu samkvæmt blóð- stroki.3 Malaríu hefur nánast verið útrýmt sem landlægum sjúkdómi í Evrópu. Árið 2000 er talið að 32.405 einstak- lingar hafi sýkst í álfunni en sú tala var komin niður í 41 tilfelli árið 2013; smit áttu sér stað einungis í Grikk- landi (sem hafði verið malaríulaust í 36 ár), Tadsjikistan og Tyrklandi.2 Sama er uppi á teningnum í Bandaríkj- unum og Kanada, en þar voru innlend smit aðeins talin vera fjögur árið 2012.4 Helstu vopn í baráttunni við sjúkdóminn eru að- gerðir gegn moskítóflugum sem bera malaríu, notkun Inngangur: Malaría er sníkjudýrasýking og ein algengasta orsök ótíma- bærra dauðsfalla í þróunarlöndum, einkum meðal barna. Sjúkdómurinn greinist af og til á Íslandi í einstaklingum sem hafa dvalist á malaríusvæð- um. Í rannsókn sem gerð var á sjúkdómnum hérlendis 1980-1997 fundust 15 staðfest tilfelli. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að rannsaka faraldsfræði malaríu 1998-2014 á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Sjúkragögn þeirra sem greindust með malaríu hér á landi samkvæmt blóðstroki eða blóðdropa voru yfirfarin. Einnig var aflað gagna um sölu malaríulyfja og um utanlandsferðir Íslendinga á tímabilinu. Niðurstöður: Staðfestar malaríusýkingar reyndust vera 31. Í heild voru að meðaltali 1,8 tilfelli á ári, greiningartíðni um 0,6 tilfelli/100 þúsund íbúa/ ári. Á tímabilinu 1980-1997 var greiningartíðni 0,3/100 þúsund/ári. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni milli tímabila (p=0,056). Plasmodium falciparum greindist í 71% tilfella, P. vivax í 16%, P. ovale og P. malariae hvor um sig í 7%. Einungis tveir sjúklingar (7%) höfðu tekið fyrirbyggjandi lyf. Einn sjúklingur fékk sýkingarbakslag. Tveir lögðust inn á gjörgæslu en enginn lést. Algengasta lyfjameðferð var atóvakón með prógúaníl. Sala þess sem fyrirbyggjandi lyfs stóð í stað árin 2010-2014 en á sama tíma varð aukning í utanlandsferðum Íslendinga. Ályktun: Á Íslandi hefur greiningum á malaríu fjölgað lítillega en á sama tímabili hefur tilfellum í nágrannaríkjunum fækkað. Fylgjast þarf með tíðni sjúkdómsins og afdrifum sjúklinga á Íslandi næstu ár. Mikilvægt er að efla forvarnir meðal ferðamanna á malaríusvæðum, þar með talið töku fyrir- byggjandi lyfja. ÁGRIP flugnaneta, fyrirbyggjandi lyfjagjöf þegar við á og við- eigandi meðferð sýktra. Markviss meðferð er háð réttri greiningu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur síðan 2010 mælst til þess að blóð allra sem grunur leikur á að kunni að vera með malaríu sé prófað fyrir sýkingunni.2 Greining hefur um áratuga skeið byggt á smásjárskoðun á blóðstroki og þykkum blóðdropa, en aðferðirnar krefj- ast lágmarks tækjabúnaðar og vel þjálfaðs starfsfólk. Mikill skortur hefur verið á aðgengi að þessum grein- ingaraðferðum víða og hefur reynst gríðarlega tímafrekt og dýrt að koma þeim upp. Af þessum sökum hafa ný og einföld skyndipróf (rapid tests) sem byggja á grein- ingu mótefnavaka malaríu verið þróuð og eru komin í almenna notkun víða um heim. Árið 2013 var búið að dreifa meira en 160 milljónum skyndiprófa á heimsvísu, þar af 133 milljónum prófa til Afríkuríkja.2 Malaríusýkingum sem eiga uppruna sinn utan Evrópu en greinast í álfunni, það er innfluttum tilfell- um, hefur fækkað síðustu ár.5 Sem dæmi má nefna að árið 2000 voru slík tilfelli 15.528 en hafði fækkað í 5970 árið 2013.6 Fækkunin varð mest á árunum 2000 til 2008 en árlegur fjöldi hefur haldist nokkuð stöðugur síðan.6 Afleiðingar malaríu eru misalvarlegar eftir því hvaða sníkill á í hlut en einnig er talið að nýlegt ónæmissvar gegn fyrri sýkingum geti dregið úr einkennum smitist maður á nýjan leik.7 Í nýlegri rannsókn í Bretlandi var dánartíðni vegna innfluttrar malaríu 3% þess hóps fólks sem ferðaðist til malaríusvæða sem ferðamenn en tífalt Greinin barst 2. desember 2015, samþykkt til birtingar 4. maí 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn fyrir ferðalanga Kristján Godsk Rögnvaldsson1, Sigurður Guðmundsson1,2, Magnús Gottfreðsson1,2 Allir höfundarnir eru læknar. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala. Fyrirspurnir: Magnús Gottfreðsson magnusgo@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.84 R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.