Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 46
306 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 1Smitsjúkdómalæknir, yfirlæknir sýkingavarnadeildar, 2deildarstjóri sýkingavarnadeildar, 3hjúkrunarfræðingur á flæðisdeild, 4smitsjúkdómalæknir á Landspítala. Á undanförnum áratugum hafa á þriggja til fimm ára fresti komið upp atvik, far- sóttir eða faraldrar afar áhættusamra sjúkdóma í heiminum. Þar má nefna atvik eins og miltisbrandsárásirnar í Bandaríkjunum1 (hryðjuverkaárásir með sýklavopni sem hefðu mögulega getað valdið alvarlegum faraldri), sjúkdóma eins og SARS,2 inflúenzu H5N1,3 inflúenzu H1N1pdm2009,4 chikungunya,5 ebólu, MERS,6 zika7 og marga fleiri.8 Þessir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að geta dreifst mjög vel milli manna, ýmist beint (ebóla, SARS með snerti-, dropa- eða úðasmiti) eða með hjálp skordýra (zika, chikungunya með mosk ítóflugum). Margir þeirra voru þekktir sem staðbund- in vandamál en við það að komast inn á ný svæði orsökuðu þeir alvarlega faraldra (ebóla). Þá eru nokkrir sjúk dómanna nýuppgötvaðir í kjölfar þess að þeir ollu alvarlegum faröldrum eða jafnvel far- sóttum (SARS, MERS, H1N1pdm2009). Þá geta margir þeirra dreifst vel milli fólks (inflúensa, ebóla) og þannig skapað möguleika á mjög stórum farsóttum sem geta borist um allan heim. Aðrir sjúkdóm- ar (zika, chickungunya) eru bundnir af sjúkdómsberandi skordýrum (vectorum) eins og moskítóflugum. Dreifing þeirra er því bundin svæðum þar sem viðkomandi skordýr lifir og geta því ekki dreifst jafn víða. Fjölmiðlar hafa alltaf fjallað mikið um þessa faraldra þegar þeir hafa geisað og við það hefur skapast ótti gagnvart þeim hjá almenningi og jafnvel heilbrigðs- starfsmönnum. Með bættum samgöngum hefur hætta aukist á að fá smitsjúkdóma til Íslands sem fyrir fáum áratugum var nær óhugs- andi að gætu borist hingað. Nú er svo komið að hægt er að fljúga frá myrkviðum frumskóga Afríku eða Suður-Ameríku á innan við sólarhring en það er langt innan meðgöngutíma flestra sjúkdóma. Þar að auki hafa ferðalög aukist gríðarlega um heiminn og þar með hætta á enn frekari dreifingu smitsjúkdóma. Ebólufaraldurinn sem hófst árið 2014 í Vestur-Afríku er sá stærsti og skæðasti sem sögur fara af.9,10 Jafnframt er hann fyrsti ebólu-faraldurinn á þessu svæði. Upphaflega er ebólu-faraldurinn rakinn til staks tilfellis þar sem barn smitaðist líklega af leðurblöku í desember 2013.11 Út frá því tilfelli smituðust sífellt fleiri, uns fjöldi tilfella var orðinn það mikill í mars 2014 að skilgreiningum faraldurs var náð. Í ebólu-faraldrinum sýktust samtals 28.639 einstaklingar og 11.316 þeirra létust. Af þeim voru 815 heilbrigðisstarfsmenn með staðfest smit og 225 með mögulegt smit, af þessum samtals 1040 smituðu heilbrigð- isstarfsmönnum létust 418.12 Faraldurinn geisaði fyrst og fremst í Vestur-Afríku; í Gíneu, Sierra Leone og Líberíu en teygði auk þess anga sína til fleiri ríkja, bæði innan Afríku og utan (Nígeríu, Malí, Senegal, Spánar og Bandaríkjanna). Auk þess voru veikir einstaklingar fluttir til meðhöndlunar til fleiri landa (Bretlands, Noregs, Þýskalands, Hollands og fleiri). Sumarið 2014 var ljóst að ebólu-faraldur- inn var orðinn útbreiddari og skæðari en fyrri ebólu-faraldrar og greinilegt að hann dreifðist milli landa, bæði innan Afríku og utan. Því var ljóst að íslensk heilbrigð- isyfirvöld og Landspítali sérstaklega urðu að undirbúa sig fyrir komu sjúklinga sem gátu verið smitaðir. Stjórnun og undirbúningur á Landspítala Farsóttanefnd Landspítala hefur starfað frá því SARS-faraldurinn kom upp árið 2003. Hlutverk hennar hefur meðal annars verið að fylgjast með farsóttum og annarri heilsufarsvá sem gæti haft áhrif á Íslandi og huga að viðeigandi undirbúningi. Um leið og ljóst var að ebólu-faraldurinn í Vestur-Afríku var orðinn útbreiddur og hætta var á dreifingu tilfella til Evrópu hóf nefndin virkan undirbúning. Mikil samvinna var á öllum stigum á milli Embættis sóttvarnarlæknis, spítalans og Almannavarna. Í byrjun var stuðst við fyrri áætlanir Landspítala sem höfðu verið útfærðar í tengslum við SARS 2003, fuglaflensuna 2005 en best reyndist áætl- unin sem stuðst var við í svínaflensunni 2009 og reynslan af þeirri áætlun var dýrmæt við ebólu- undirbúninginn. Inn- an Landspítala þurfti að huga að öllum þáttum þess að taka á móti sjúklingum útsettum fyrir ebólu, mati á smithættu, meðferð, innlögn og einangrun. Þá varð að huga sérstaklega að þörfum starfsfólks Landspítalinn og ebóla, lærdómur og framtíðin Ólafur Guðlaugsson1, Ásdís Elfarsdóttir2, Hildur Helgadóttir3, Sigurður Guðmundsson4 HAUSTÞING LÆKNAFÉLAGS AKUREYRAR Læknafélag Akureyrar heldur haustþing sitt laugardaginn 15. október 2016. Þingið verður haldið í kvos Menntaskólans á Akureyri. Efni þingsins verður fæðinga- og kvensjúkdómafræði. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.