Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2016/102 275
Í gögnum þar sem sala atóvakón-prógúaníls og meflókvíns var
skoðuð í samhengi við ferðalög Íslendinga til erlendra ríkja virðist
sala þeirra ekki fylgja auknum ferðalögum síðustu þrjú til fjögur
ár. Greina má aukningu á ferðalögum Íslendinga eftir efnahags-
hrun og svo virðist sem hlutfall ferðalaga út fyrir Evrópu, Kanada
og Bandaríkin sé einnig að hækka. Við þetta má bæta að síðustu
tvö árin, 2013 og 2014, greindust tæp 30% tilfellanna. Hvort kúfur-
inn síðustu tvö ár endurspegli tilviljun eða afleiðingar af minnk-
andi notkun á malaríulyfjum í fyrirbyggjandi tilgangi skal ósagt
látið en þessi niðurstaða gefur tilefni til að skoða það nánar. Í því
samhengi væri mögulegt að rannsaka betur ávísanir allra fyr-
irbyggjandi malaríulyfja á grunni greiningarkóða. Hins vegar
skekkir það lyfjasölutölurnar að ferðalangar kaupa fyrirbyggjandi
lyf gegn malaríu erlendis í sumum tilvikum.
Takmarkanir þessarar rannsóknar eru svipaðar og almennt
gildir um sjúkraskrárrannsóknir. Hafa verður í huga að skráningu
getur stundum verið áfátt, til dæmis að því er varðar einkenni,
fyrir byggjandi lyfjanotkun, ástæðu dvalar erlendis og tíma frá
upphafi einkenna til greiningar. Því þarf að taka þeim með ákveðn-
um fyrirvara. Á hinn bóginn er rannsóknin lýðgrunduð og tekur
til allra staðfestra sýkinga. Afar ólíklegt er að við höfum misst af
tilfellum sem greindust annars staðar á landinu, þó hugsanlegt sé
að önnur tilvik af malaríu hafi verið meðhöndluð án staðfestrar
greiningar. Fjöldi tilfella hér á landi er lágur og sveiflast mikið
milli ára sem gerir ályktanir um breytingar á tíðni innan tímabils
og milli tímabila erfiðar. Ekkert bendir þó til að sýkingunum
fari fækkandi og þvert á móti má reikna með að ferðamönnum í
áhættuhópi muni jafnvel fjölga í takt við aukin ferðalög, ekki síst
ef töku lyfja í fyrirbyggjandi skyni er áfátt. Því er mikilvægt að
læknar hafi þessa sýkingu áfram í huga varðandi ferðalanga sem
veikjast með hita, sér í lagi hafi leiðir þeirra legið um Afríku.
Þakkarorð
Sérstakar þakkir fá eftirfarandi aðilar fyrir veitta aðstoð: Karl
G. Kristinsson, Hólmfríður Jensdóttir og Linda Helgadóttir á
sýklafræðideild Landspítala, Ingibjörg Richter og Ubaldo Benitez
Hernandez á Landspítala, Sigurður E. Sigurðsson og Snæbjörn
Friðriksson hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Pétur Heimisson hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands, Hjörtur Kristjánsson á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands og Mímir Arnórsson hjá Lyfjastofnun.
R A N N S Ó K N
Heimildir
1. Murray CJ, Ortblad KF, Guinovart C, Lim SS, Wolock TM,
Roberts DA, et al. Global, regional, and national incidence
and mortality for HIV, tuberculosis, and malaria during
1990-2013: a systematic analysis for the Global Burden of
Disease Study 2013. Lancet 2014; 384: 1005-70.
2. World Health Organization, World malaria report 2014, in
World malaria report, W.H. Organization, Editor. World
Health Organization, Genf 2014.
3. Hjaltested EK, Hilmarsdóttir I, Guðmundsson S,
Kristjánssson M. Malaríusýkingar á Íslandi árin 1980-
1997, í: Rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands, IX.
ráðstefna, 1999. Læknablaðið 1998; 84: 121.
4. Cullen KA, Arguin PM, Centers for Disease Control and
Prevention (CDC). Malaria surveillance--United States,
2012. MMWR Surveill Summ 2014; 63: 1-22.
5. Albu C, Brusin S, Ciancio B. Annual epidemiological
report 2014 - Emerging and vector-borne diseases. 2014,
European Centre for Disease Prevention and Control:
ecdc.europa.eu/. - nóvember 2015.
6. World Health Organization Regional Office for Europe.
Imported malaria cases. Centralized information system
for infectious diseases (CISID). data.euro.who.int/cisid -
nóvember 2015.
7. Menard R, Tavares J, Cockburn I, Markus M, Zavala
F, Amino R. Looking under the skin: the first steps in
malarial infection and immunity. Nat Rev Microbiol 2013;
11: 701-12.
8. Checkley AM, Smith A, Smith V, Blaze M, Bradley
D, Chiodini PL, et al. Risk factors for mortality from
imported falciparum malaria in the United Kingdom over
20 years: an observational study. BMJ 2012; 344: e2116.
9. Hagstofa Íslands. Lykiltölur mannfjöldans 1703-2015.
2015, Hagstofa Íslands, Reykjavík 2015: hagstofan.is
10. Rstudio Team, RStudio: Integrated development environ-
ment for R 2015.
11. R Development Core Team R. A language and environ-
ment for statistical computing. R Foundation for Statistical
Computing. Vínarborg 2015.
12. MMR/Markaðs og miðlarannsóknir ehf. Ferðalög
Íslendinga (ferðalög Íslendinga 2012 og ferðaáform þeirra
2013). Ferðamálastofa, Reykjavík 2013.
13. MMR/Markaðs og miðlarannsóknir ehf, Ferðalög
Íslendinga (ferðalög Íslendinga 2013 og ferðaáform þeirra
2014). Ferðamálastofa, Reykjavík 2014.
14. MMR/Markaðs og miðlarannsóknir ehf, Ferðalög
Íslendinga (ferðalög Íslendinga 2014 og ferðaáform þeirra
2015). Ferðamálastofa, Reykjavík 2015.
15. Hagstofa Íslands. Ferðir erlendis eftir áfangastað 2007-
2008. Hagstofa Íslands, Reykjavík 2008.
16. Danmarks Statistik, FOLK2: Folketal 1. januar efter køn,
alder, herkomst, oprindelsesland og statsborgerskab.
Statistikbanken 2015: dst.dk
17. Moller CH, David K. Imported malaria is stable from
Africa but declining from Asia. Dan Med J 2014; 61: A4827.
18. Vestergaard LS, Nielsen HV. Malaria 2014, in EPI-NYT.
Statens serum institut, Kaupmannahöfn 2015.
19. Gorbach SL, Bartlett John G, Blacklow III, Bartlett NR.
Infectious Diseases. 9 ed. Lippincott Williams & Wilkins,
Fíladelfíu 2004.
20. White NJ, Pukrittayakamee S, Hien TT, Faiz MA, Mokuolu
OA, Dondorp AM. Malaria. Lancet 2014; 383: 723-35.
21. Coelho HC, Lopes SC, Pimentel JP, Nogueira PA, Costa
FT, Siqueira AM, et al. Thrombocytopenia in Plasmodium
vivax malaria Is related to platelets phagocytosis. Plos One
2013; 8: e63410.
22. Gjorup IE, Vestergaard LS, Moller K, Ronn AM, Bygbjerg
IC. Laboratory indicators of the diagnosis and course of
imported malaria. Scand J Infect Dis 2007; 39: 707-13.
23. Shukla VS, Singh RG, Rathore SS, Usha. Outcome of
malaria-associated acute kidney injury: a prospective
study from a single center. Ren Fail 2013; 35: 801-5.
24. Kotepui M, Piwkham D, PhunPhuech B, Phiwklam N,
Chupeerach C, Duangmano S. Effects of malaria parasite
density on blood cell parameters. PLoS One 2015; 10:
e0121057.
25. Kutsuna S, Hayakawa K, Kato Y, Fujiya Y, Mawatari M,
Takeshita N, et al. The usefulness of serum C-reactive
protein and total bilirubin levels for distinguishing
between dengue fever and malaria in returned travelers.
Am J Trop Med Hyg 2014; 90: 444-8.
26. Siikamäki H, Kivelä P, Lyytikäinen O, Kantele A.
Imported malaria in Finland 2003-2011: prospective
nationwide data with rechecked background information.
Malar J 2013; 12: 93.