Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 32
292 LÆKNAblaðið 2016/102
R A N N S Ó K N
var hægt að sjá merkjanlegan mun á áhrifum slíkra tilrauna eftir
kyni þolenda.
Í töflu IId sést útkoman fyrir þá sem orðið hafa fyrir nauðgun.
Eins og vænta mátti voru áhrif ofbeldisins sterkust á þennan hóp
og þau voru að minnsta kosti tífalt líklegri til að falla innan nei-
kvæðra mælinga en þeir sem aldrei hafa lent í viðlíka. Um helm-
ingur þeirra sem hafa orðið fyrir nauðgun höfðu þannig orðið
drukkin oftar en 10 sinnum og sama hlutfall hafði prófað kanna-
bis. Munurinn á reynslu þessara unglinga og annarra af mjög tíðu
einelti var einnig mjög afdráttarlaus – þau voru líklegri til þess
að vera bæði gerendur og þolendur eineltis. Enginn munur sást á
milli kynja í þeim breytum sem skoðaðar voru í töflu IId.
Umræða
Alls hafa 14,6% íslenskra unglinga í 10. bekk orðið fyrir einhvers
konar kynferðislegu ofbeldi eða áreitni, sem er svipað algengi og í
flestum rannsóknum sem styðjast við svipaðar skilgreiningar. Um
þriðjungur þeirra kvaðst hafa upplifað slíkt einu sinni. Athygli
vekur að tveir þriðju hlutar sögðust hafa ítrekað orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi eða áreitni. Mun algengara var að stúlkur hefðu
orðið fyrir öllum gerðum ofbeldisins, en kynjahlutfallið var reynd-
ar frekar jafnt í þeim hóp sem oftast hafði orðið oft fyrir barðinu
á slíku. Um 1% þátttakenda sagðist mjög oft hafa orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi eða áreitni og upplifað allar tegundir slíks.
Þó umfang kynferðislegrar áreitni og ofbeldis gegn unglingum
sé álíka mikið hér á landi og annars staðar á Vesturlöndum er vert
að taka fram að það er talsvert hærra nú en í svipaðri íslenskri
rannsókn frá árinu 2004,26 þar sem það mældist 11,5% fyrir sama
aldurshóp. Þessi aukning verður í fljótu bragði ekki skýrð með
mismunandi aðferðafræði og hlýtur að kalla á frekari greiningu.
Þrátt fyrir að þessi rannsókn leiði í ljós að kynferðisleg áreitni
og ofbeldi gagnvart unglingum í 10. bekk sé algengt, er mikilvægt
að benda á að rannsóknir frá Bandaríkjunum27 sýna að mjög fjölgar
í hópi þolenda á síðari hluta unglingsára, og þá sérstaklega meðal
stúlkna. Þannig kom í ljós í umræddri rannsókn að fjöldi stúlkna
sem hafði orðið fyrir slíku jókst úr 17% meðal 15 ára upp í 27%
meðal 17 ára. Samsvarandi tölur fyrir drengi á sama aldri voru 4%
sem jókst upp í 5%. Þetta kann að skýra muninn á niðurstöðum
þessarar greinar og og rannsóknar á eldri íslenskum unglingum
sem sýndu hærri tíðni.8
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna skýr tengsl milli kyn-
ferðislegrar áreitni og ofbeldis annars vegar og neikvæðra þátta
í lífi unglinganna hins vegar. Margfalt algengara er að þeir sem
hafa orðið fyrir slíku hafi oft orðið drukknir, reyki tóbak og hafi
prófað kannabis. Þeir eru einnig mun líklegri til þess að þjást af
verkjum, eiga í svefnörðugleikum, vera pirraðir og taugaóstyrk-
ir. Mun fleiri þeirra tengjast líka einelti – bæði sem þolendur og
gerendur. Upplifun þeirra af skólastarfi er sömuleiðis mun nei-
kvæðari. Þó að þeir unglingar sem oftast hafa orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi eða áreitni hafi augljóslega neikvæðustu útkomuna
á þessum þáttum, er ljóst að jafnvel þeir sem aðeins hafa orðið
einu sinni fyrir slíku koma mun verr út en hinir sem aldrei hafa
upplifað þvíumlíkt.
Þessi tengsl milli kynferðislegrar áreitni og ofbeldis annars
vegar og vanlíðunar og áhættuhegðunar hins vegar hafa ítrekað
komið fram í fyrri rannsóknum. Safngreiningar hafa sýnt fram
á fylgni milli kynferðislegs ofbeldis eða áreitni í æsku og auk-
innar hættu á sálrænum einkennum almennt en þó sérstaklega
á áfallastreituröskun, þunglyndi og sjálfsvígshættu. Þá hefur
einnig verið sýnt fram á í fjölmörgum rannsóknum að slík reynsla
eykur líkurnar á vímuefnavanda meðal fórnarlamba. Fræðimenn
á sviðinu hafa varað við þeim vítahring sem þessir einstaklingar
geta lent í þegar þeir nota vímuefni til að vinna gegn vanlíðan í
kjölfar ofbeldisins en verða um leið útsettari fyrir frekari misnotk-
un.28 Í grein eftir Kristman-Valente og félaga29 kom fram að það
hvort ungmenni hefðu reynslu af slíku eða ekki spáði fyrir um
það hvort þeir reyktu oft eða ekki. Það spáði hins vegar ekki fyrir
um það hvort þeir hefðu prófað að reykja einhvern tíma um ævina.
Þetta er í samræmi við okkar niðurstöður.
Tafla II. Tengsl ólíkra gerða kynferðislegrar áreitni og ofbeldis við vanlíðan og áhættuhegðun. N (%).
IIa Hefur einhver snert þig eða káfað á þér með kynferðislegum hætti gegn þínum vilja?
Aldrei Einu sinni Nokkrum sinnum Oft Neitar að svara
Reykir daglega 35 (1,3) 11 (5,8) 8 (6,8) 22 (31,4) 13 (9,3)
Orðið drukkin/n oftar en 10 sinnum 26 (0,9) 11 (5,8) 8 (6,7) 22 (31,9) 10 (7,1)
Prófað kannabis 138 (5,0) 32 (16,8) 18 (15,1) 29 (42,6) 16 (11,3)
Höfuðverkur nær daglega 120 (4,3) 22 (11,5) 21 (17,5) 25 (36,2) 16 (11,2)
Magaverkur nær daglega 95 (3,4) 14 (7,4) 7 (5,8) 18 (25,7) 10 (7,1)
Bakverkur nær daglega 238 (8,6) 36 (18,8) 22 (18,3) 20 (28,6) 25 (17,7)
Depurð nær daglega 173 (6,3) 45 (23,7) 37 (31,1) 24 (33,8) 28 (20,0)
Pirringur eða vont skap nær daglega 214 (7,8) 40 (20,9) 35 (29,2) 25 (35,7) 20 (14,2)
Taugaóstyrk/ur nær daglega 188 (6,8) 34 (18,0) 36 (30,0) 25 (36,8) 28 (20,0)
Svefnörðugleikar nær allar nætur 240 (8,7) 43 (22,5) 29 (24,2) 24 (34,8) 29 (20,6)
Leggur í einelti oft í viku 13 (0,5) 2 (1,1) 3 (2,5) 13 (18,8) 8 (5,8)
Lögð/lagður í einelti oft í viku 6 (0,2) 0 (0,0) 0 (0,0) 11 (16,2) 3 (2,2)
Líður alls ekki vel í skóla 54 (1,9) 10 (5,2) 9 (7,5) 114 (20,0) 14 (9,9)