Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 49
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
LÆKNAblaðið 2016/102 309
sjúkdómum sem um ræðir og þeim búnaði
sem nota þarf, og síðast en ekki síst þekki
þá aðstöðu sem nota á.
Birgðir: Í tengslum við fuglaflensu-
undirbúninginn árið 2005 var keypt
nokkuð af hlífðarbúnaði í farsóttalager
Sóttvarnarlæknis. Sá búnaður hefur nýst
vel við ýmsar uppákomur eins og eld-
gos, heimsfaraldur inflúensu og fleira.
Hins vegar er hluti búnaðarins byrjaður
að skemmast vegna aldurs. Sá sérhæfði
viðbótarhlífðarbúnaður sem þurfti vegna
ebólu-faraldursins seldist fljótt upp hjá
framleiðendum og mjög erfitt var að
koma að pöntunum. Þannig tók það nær 6
mánuði að fá heilgalla afhenta. Nauðsyn-
legt er að Ísland og Landspítali eigi skil-
greindan grunnbúnað sem er viðhaldið
sem veltulager.
Með því að skipuleggja og leysa þessi
þrjú atriði drögum við úr óvissu og ótta
og tryggjum skilvirkari viðbrögð við
næsta faraldri sem kallar á sérstök við-
brögð.
Heimildir
1. Dewan PK, Fry AM, Laserson K, Tierney BC, Quinn CP,
Hayslett JA, et al. Inhalational anthrax outbreak among
postal workers, Washington, D.C., 2001. Emerg Infect Dis
2002; 8: 1066-72.
2. Low DE, McGeer A. SARS--one year later. N Engl J Med
2003; 349: 2381-2.
3. Beigel JH, Farrar J, Han AM, Hayden FG, Hyer R, de Jong
MD, et al. Avian influenza A (H5N1) infection in humans.
N Engl J Med 2005; 353: 1374-85.
4. Writing Committee of the WHO Consultation on Clinical
Aspects of Pandemic (H1N1) 2009 Influenza, Bautista E,
Chotpitayasunondh T, Gao Z, Harper SA, Shaw M, et al.
Clinical aspects of pandemic 2009 influenza A (H1N1)
virus infection. N Engl J Med 2010; 362: 1708-19.
5. Petersen LR, Powers AM. Chikungunya: epidemiology.
F1000Res 2016: 5.
6. Oboho IK, Tomczyk SM, Al-Asmari AM, Banjar AA,
Al-Mugti H, Aloraini MS, et al.,2014 MERS-CoV out-
break in Jeddah--a link to health care facilities. N Engl J
Med 2015; 372: 846-54.
7. Fauci AS, Morens DM. Zika Virus in the Americas--Yet
Another Arbovirus Threat. N Engl J Med 2016; 374: 601-4.
8. Marston HD, Folkers GK, Morens DM, Fauci AS.
Emerging viral diseases: confronting threats with new
technologies. Sci Transl Med 2014; 6: 253ps10.
9. WHO. Ebole home page. who.int/csr/disease/ebola/en/ -
apríl 2016.
10. Carroll MW, Matthews DA, Hiscox JA, Elmore MJ,
Pollakis G, Rambaut A, et al. Temporal and spatial
analysis of the 2014-2015 Ebola virus outbreak in West
Africa. Nature 2015; 524: 97-101.
11. Baize S, Pannetier D, Oestereich L, Rieger T, Koivogui
L, Magassouba N, et al. Emergence of Zaire Ebola virus
disease in Guinea. N Engl J Med 2014; 371: 1418-25.
12. WHO. Health worker Ebola infections in Guinea, Liberia
and Sierra Leone: a preliminary report - 21 May 2015.
apps.who.int/iris/bitstream/10665/171823/1/WHO_EVD_
SDS_REPORT_2015.1_eng.pdf?ua= 18. apríl 2016.
13. ecdc.europa.eu/en/publications/_layouts/forms/
Publication_DispForm.aspx?List=4f55ad51-4aed-4d32-b-
960-af70113dbb90&ID=1243
Kynningarfundur um kandídatsár á
Íslandi fyrir læknanema í Debrecen
Nýlega fóru fjórir fulltrúar úr nefnd vel-
ferðarráðuneytis um skipulag námsblokka
læknakandídata og kynntu sér læknanám
í Ungverjalandi og héldu kynningar-
fund um kandídatsárið á Íslandi fyrir
læknanema í Debrecen. Fulltrúarnir voru
styrktir af velferðarráðuneytinu, Landspít-
ala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og
Sjúkrahúss Akureyrar. Þetta voru: Alma
Eir Svavarsdóttir (kennslustjóri kandídata
við Heilsugæsluna), Bjartur Sæmundsson
(deildarlæknir á skurðdeild Landspítala),
Gróa Björk Jóhannesdóttir (Akureyri)
og Inga Sif Ólafsdóttir (kennslustjóri
kandídata á Landspítala).
Dagskrá fundarins var:
1. Kynning á kandídatsári á Íslandi, nýja
reglugerðin, nýja marklýsingin, reglu-
legt fræðsluprógram og uppbygging
spítalahluta kandídatsársins og að
lokum um móttökudaga í júní.
2. Kynning á umsóknarferlinu.
3. Kynning á heilsugæsluhluta
kandídatsárs og sérnámi í heimilis-
lækningum á Íslandi.
4. Kynning á sérnámi í lyflækningum
og öðrum sérgreinum við
Landspítala.
Læknanemarnir voru spenntir,
spurðu mikið og voru jákvæðir í garð
kandídatsárs á Íslandi. Fundurinn átti að
standa í tvo tíma en varð að fjögurra tíma
fundi sem var vel sóttur. Læknanemarn-
ir lýstu endurtekið ánægju og þakklæti
yfir komu fulltrúanna og voru ánægð
með kynninguna. Þau höfðu mörg verið
á kynningu annarra Norðurlandaþjóða
um kandídatsár þar og gátum við leiðrétt
margan misskilning og bent á þá fjöl-
mörgu kosti sem kandídatsár á Íslandi
hefur fram að bjóða. Þau sýndu bæði
kandídatsárinu sem og sérnámi á Íslandi
mikinn áhuga.
Við teljum heimsóknina hafa verið
ómetanlega, margir sögðu að fundurinn
hefði breytt skoðun þeirra á kandídatsári
á Íslandi og sáum við glögglega hvers
virði þessi heimsókn var. Það var einnig
mikilvægt fyrir nefndarmenn að koma
til Debrecen og kynnast uppbyggingu
læknanámsins þar, fá að skoða aðstöðuna
og fræðast um námið í Ungverjalandi. Við
teljum að rétt sé að stefna á að fara í svona
kynningu annað hvert ár og fara til bæði
Ungverjalands og Slóvakíu 2018, þaðan
sem fyrstu læknanemarnir útskrifast 2019.
Inga Sif Ólafsdóttir, formaður nefnd-
ar um kandídatablokkir og kennslustjóri
kandídata á Landspítala.
Á myndinni eru Inga Sif Ólafsdóttir, Bjartur Sæmundsson, Gróa Björk Jóhannesdóttir og Alma Eir Svavarsdóttir.