Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2016/102 285 R A N N S Ó K N Miðað var við marktektarmörk p<0,05 og gögn voru greind með StataIC11. Niðurstöður Alls fóru 214 sjúklingar í skurðaðgerð í svæfingu eða slævingu á rannsóknartímabilinu og uppfylltu 193 (90%) þeirra þátttökuskil- yrði. Útfylltir spurningalistar bárust frá 166 sjúklingum af þeim sem uppfylltu þátttökuskilyrði (86%). Meirihluti sjúklinga (83%) kom af biðlista í valaðgerð. Konur voru 60% og meðalaldur þátt- takenda var 52 (± 17,8) ár. Flestir sjúklingar (65%) fóru í aðgerð fyr- ir hádegi (tafla I). Síðasti komutími sjúklings að kvöldi á móttöku skurðstofu var klukkan 20:45. Lengd föstu Sjúklingar föstuðu að meðaltali í 13,6 (± 3,0) klukkustundir á mat og 8,8 (± 4,5) klukkustundir á tæra drykki. Einn sjúklingur fastaði í 6 klukkustundir á mat og 5 sjúklingar (4%) föstuðu í tvær klukku- stundir á tæra drykki, eins og leiðbeiningar kveða á um. Sjúk- lingar sem fengu upplýsingar samkvæmt gildandi leiðbeiningum, skriflega og munnlega, ásamt upplýsingum um mikilvægi föstu föstuðu á mat í 11,9 (± 2,3; n=12) klukkustundir og á drykk í 7,7 (± 4,4; n=11) klukkustundir. Ráðleggingar um lengd föstu og mikilvægi hennar. Um fjórðungi (27%) sjúklinga var ráðlagt að fasta eins og leiðbein- ingar kveða á um og 45% hafði verið ráðlagt að fasta frá miðnætti á bæði mat og drykk. Fimmtungur (21%) sjúklinga merkti við tvo valkosti, að fasta á mat og drykk frá miðnætti og að fasta sam- kvæmt gildandi leiðbeiningum. Helmingur þeirra sem merkti við tvo valkosti gaf þá skýringu að þeim hefði verið ráðlagt að fasta á mat frá miðnætti og á drykk í tvær klukkustundir. Annars konar leiðbeiningar fengu 8% sjúklinga. Skriflegar og munnlegar upplýsingar fengu 45% sjúklinga, 37% fengu aðeins munnlegar og 18% aðeins skriflegar. Tæplega helmingur sjúklinga (46%) fékk upplýsingar um mikil- vægi föstu, 45% fékk þær ekki og 9% mundu ekki (eða vissu ekki) hvort þeir hefðu fengið slíkar upplýsingar. Samband föstulengdar við aldur, kyn, aðkomu og tímasetningu aðgerðar. Bráðasjúklingar föstuðu að meðaltali tveimur klukkustundum lengur á mat (15,5 ± 4,7) en sjúklingar af vallista (13,4 ± 2,6) (p<0,005) og tveimur og hálfri klukkustund lengur á tæra drykki (11,1 ± 6,4 á móti 8,5 ± 4,1) (p<0,05). Þegar allir sjúklingar eru skoðaðir, kemur í ljós að eftirmiðdagssjúklingar fasta þremur klukkustundum leng- ur á mat (15,8 ± 3,2) en morgunsjúklingar (12,7 ± 2,5) (p<0,001) og liðlega tveimur klukkustundum lengur á drykki (10,5 ± 5,5 á móti 8,2 ± 3,8) (p=0,008). Þegar aðeins valaðgerðasjúklingar (n=128) eru skoðaðir eru niðurstöður sambærilegar; eftirmiðdagssjúklingar fasta marktækt lengur, bæði á mat (p<0,001) og drykk (p=0,033) (tafla II). Tafla III sýnir tímalengd föstu (miðgildi og kvaðratabil) og tengsl föstu við aðkomu og tíma aðgerðar. Mynd 1 sýnir samanburð á lengd matarföstu umfram gildandi leiðbeiningar á milli morgunsjúklinga og eftirmiðdagssjúklinga sem fóru í valaðgerðir. Mynd 2 sýnir sambærilegar upplýsingar um lengd föstu á tæra drykki. Meirihluti morgunsjúklinga (65%) sem fór í valaðgerð og allir eftirmiðdagssjúklingar föstuðu að minnsta kosti 6 klukkustund- um lengur á mat en gildandi leiðbeiningar sögðu til um (mynd 1). Svipaða sögu er að segja um föstu á drykk (mynd 2): 76% morgunsjúklinga föstuðu að minnsta kosti tveimur klukkustund- um lengur en nauðsynlegt var og 39% föstuðu að minnsta kosti 8 klukkustundum lengur en þörf var á. Samsvarandi tölur fyrir eftirmiðdagssjúklinga voru 88% og 54%. Hvorki var tölfræðilega marktækur munur á tímalengd föstu (mat eða drykk) milli kynja né eftir aldri. Samband föstulengdar og ráðlegginga Sjúklingar sem fengu upplýsingar samkvæmt gildandi leiðbein- ingum föstuðu að meðaltali 1,4 klukkustundum skemur á mat en hinir (p=0,011). Þeir föstuðu einnig 1,1 klukkustund skemur á drykki þó að sá munur hafi ekki verið tölfræðilega marktækur (p=0,193). Hvorki var marktækur munur á meðallengd föstu á mat né drykk eftir því hvort sjúklingar fengu upplýsingar um mikil- vægi föstu eða ekki. Samband föstulengdar og forms upplýsinga Þeir sjúklingar sem fengu bæði munnlegar og skriflegar upplýs- ingar föstuðu að meðaltali 2,6 klukkustundum skemur á drykki en þeir sem fengu annaðhvort munnlegar eða skriflegar upplýsingar (p<0,001) en ekki var munur milli þessara hópa að því er varðar matarföstu (p=0,262). Þorsti og ógleði Meirihluti sjúklinga (75%) fann fyrir þorsta meðan á föstu stóð og var meðalgildi þorsta hjá þeim 3,4 (± 2,3). Jákvæð fylgni var á milli þorsta og lengdar föstu á mat (rho=0,248; p=0,006) en ekki á milli þorsta og föstu á drykk (rho=0,006; p=0,953). Fimmtungur (21%) sjúklinga fann fyrir ógleði eftir skurðað- gerðina og var ekki samband á milli ógleði og tímalengdar föstu. Tafla I. Upplýsingar um úrtak (n = 193). Breytur n (%) Kyn konur karlar 116 (60) 77 (40) Aðkoma valaðgerð bráðaaðgerð 161 (83) 32 (17) Koma á svæfingadeild fyrir hádegi (til og með 11:29) eftir hádegi (frá og með 11:30) 126 (65) 67 (35) Aldur meðalaldur í árum (staðalfrávik) aldursspönn 53 (17,8) 18-96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.