Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 51
vera vaxnar fram og skapabarmar gapandi. Þótt lífshorfur væru litlar var strax í fullri alvöru allt gert sem hægt var, við frum- stæðar aðstæður, að fleyta barninu áfram. Á þriggja klukkustunda fresti allan sólarhringinn setti ég granna slöngu, minnstu gerð af þvaglegg, niður í mag- ann og sprautaði nokkrum millilítrum af brjóstamjólk sem fékkst að láni hjá konu sem nýbúin var að fæða á spítalanum. Eftir nokkra sólarhringa var litla stúlkan enn spræk og virtist dafna vel. Hún fór vel nið- ur fyrir 1000 grömm í þyngd, sem er eðli- legt, en þyngdist síðan dag frá degi. Áfram héldum við sondugjöf með móðurmjólk sem safnað var á Selfossi og síðan eftir að hún gat farið að drekka sjálf af pela. Frá byrjun var öllum bannað að koma inn í herbergið nema nauðsynlegu hjúkr- unarliði svo allt væri gert til að koma í veg fyrir sýkingar en ónæmiskerfi fyrirbura er ekki vel þroskað. Þetta heppnaðist, engar sýkingar urðu og tíminn leið hægt og rólega. Litla stúlkan dafnaði og þyngdist eðlilega og spenningurinn og gleðin jókst með hverjum deginum hjá öllum. Var þetta virkilega að heppnast? Eftir um það bil þrjá mánuði sóttu foreldrar Heklu dóttur sína en þá var hún komin í eðlilega fæðingarþyngd og virtist alheil- brigð. Heklunafnið fékk hún strax við kom- una á spítalann sem gælunafn okkar sem önnuðumst hana og var hún síðan skírð Elín Hekla. Örlögin höguðu því þannig að stuttu seinna annaðist ég húsfreyjuna á Hólum sem hafði farið úr axlarlið eftir að hafa fall- ið af hestbaki. Uppfrá því urðu báðir synir mínir sveitastrákar á Hólum svo og fleiri drengir í fjölskyldunni og dóttir mín sveitastelpa á næsta bæ, Næfurholti, mörg, mörg næstu ár. Þau hlutu þar gott uppeldi og upp frá því á ég þarna marga af mínum bestu vin- um enn þann dag í dag. Ég gat líka fylgst með hvernig Heklu farnaðist til fullorðins- ára, hraust og vel gerð í alla staði. LÆKNAblaðið 2016/102 311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.