Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2016/102 269 R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.83 Malaría er alvarlegur smitsjúkdómur sem smitast með biti moskítóflugunnar. Þrátt fyrir að góður árangur hafi náðst í barátt- unni við malaríu víða, heldur hún áfram að vera stórt vandamál á heimsvísu.1 Langflest tilfelli koma upp í Afríku (88%) og Asíu (10%) en færri annars staðar. Töluvert er um að ferðamenn smitist af malaríu á ferðlög- um á malaríusvæðum, þó ekki sé til nein tölfræði um slíkt. Samkvæmt Sóttvarnar- stofnun Evrópu (ECDC) greindust rúmlega 5000 malaríutilfelli í Evrópu árið 2012 og nær öll innflutt.2 Í þessu tölublaði er samantekt um tíðni malaríu á Íslandi á tímabilinu 1998-2014. Um er að ræða staðfestar malaríugrein- ingar (með blóðstroki) hérlendis, en ekki tekin með tilfelli þar sem Íslendingar veikjast, eru greindir og/eða meðhöndl- aðir erlendis. Á tímabilinu reyndist fjöldi malaríutilfellanna vera 31, eða að meðal- tali 1,8 tilfelli á ári. Í fyrri rannsókn á sama efni fyrir áratugina á undan reyndist tíðnin vera 1,5 tilfelli á ári og ekki var tölfræði- lega marktækur munur þar á. Í 71% tilfella reyndist vera um Plasmodium falciparum að ræða, og flestir sjúklingarnir (90%) frá Afríku sunnan Sahara. Tveir sjúklingar þurftu á gjörgæslumeðferð að halda, þar með talið meðferð í öndunarvél hjá einum og tveir þurftu blóðskilun vegna bráðrar nýrnabilunar. Ekki urðu nein dauðsföll á tímabilinu. Athygli vekur að einungis tveir af þessum 30 (sem upplýsingar voru um), eða 7%, höfðu tekið fyrirbyggjandi lyf. Eins og í mörgum erlendum rannsóknum var ástæða dvalar á malaríusvæðum í 71% til- fella atvinna, búseta eða heimsókn til ætt- ingja, en í 16% tilfella var um túristaferðir að ræða. Þá var reynt að meta hvernig sala/ notkun lyfjanna hefur haldist í hendur við aukin ferðalög og var niðurstaða höfunda að mögulega væru ferðamenn síður að taka fyrirbyggjandi lyf en áður. Þar sem ekki er hægt að bólusetja fyr- ir malaríu er nauðsynlegt að huga að forvörnum þegar farið er inn á svæði þar sem malaría er landlæg. Nauðsynlegt er að læknar þekki mikilvægustu forvarnir gegn malaríu og geti veitt ráðgjöf um hana. Annars vegar er um að ræða almennar moskítóvarnir3 – sem þar að auki verndar gegn öðrum sjúkdómum sem moskítóflug- ur geta borið – ljós föt, fælandi efni (DEET), síðerma/skálma fatnaður í ljósaskiptun- um, flugnanet og ýmsir aðrir þættir eft- ir aðstæðum. Hins vegar fyrirbyggjandi lyfjameðferð4 sem líklega er mikilvægasti þátturinn. Mikið flækjustig getur verið í kringum það að setja upp heppilegustu fyrirbyggjandi malaríumeðferð. Það þarf að taka inn í það nákvæma ferðaáætlun, tímalengd og aðstæður á hverjum stað, lyfjaónæmi malaríunnar á þeim svæðum og heilsufari ferðalanganna. Hægt er að nálgast mjög ítarlegar upplýsingar um allt sem tengist sjúkdómsáhættu á ferðalögum og varnir gegn þeim á vefnum, til dæmis á ferðavef Sóttvarnarstofnunar Bandaríkj- anna CDC (nc.cdc.gov/travel/). Einnig er hægt að fá sérhæfða ráðgjöf á Íslandi hjá Ferðavernd eða Göngudeild smitsjúkdóma. En þó malarían sé mikilvæg eru fjölmargir aðrir þættir sem líka þarf að huga að fyrir stórar ferðir, eins og bólusetningar og al- mennar upplýsingar til ferðamanna. Hinn þátturinn sem ekki má gleyma er hve mikilvægt er að íslenskir læknar muni eftir að taka góða ferðasögu þegar sjúk- lingar koma inn með hita eða önnur ein- kenni. Malaría getur sýnt sig mánuðum eða jafnvel árum eftir dvöl á malaríusvæðum, og greinist ekki nema að henni sé leitað. Þá eru einnig margir aðrir sjúkdómar sem tengjast ferðalögum sem hafa þarf í huga, og eins hverskonar ferð viðkomandi var í. Í nýlegri þýskri rannsókn5 voru skoðaðar greiningar sem tæplega 17.000 veikir ferða- menn fengu við heimkomu. Af þeim reynd- ust 160 með malaríu en þeir komu allir frá Afríku. Tíðni smitsjúkdóma var hæst í bak- pokaferðalöngum frá Afríku, en reyndist lægst í ferðamönnum í viðskiptaerindum. Malaría er alvarlegur ferðatengdur sjúk- dómur sem oftast er hægt að verjast með réttum undirbúningi og aðgerðum. Ís- lenskir læknar þurfa að vera vakandi fyrir mögulegum tækifærum til að aðstoða þá sem eru að fara að leggja lönd undir fót í að hindra að þeir geti smitast af alvarlegum ferðatengdum sjúkdómum. Þá þurfa lækn- ar að vera vakandi fyrir því hvort veikindi sjúklinga eftir heimkomu geti tengst ferða- lögum sem getur þá gjörbreytt mismuna- greiningum og meðferð. Heimildir 1. WHO, World malaria report. 2015. 2. Catalin Albu, S.B.a.B. Ciancio. ECDC SURVEILLANCE REPORT. Annual epidemiological report. Emerging and vector-borne diseases. 2014. 3. Nasci RS, R.A.W., Brogdon WG. Protection against Mosquitoes, Ticks, & Other Arthropods. Yellow Book 2015. nc.cdc.gov/travel/yellowbook/2016/the-pre-travel- -consultation/protection-against-mosquitoes-ticks-other- -arthropods. - maí 2016. 4. Arguin PM, KRT. Malaria. Yellow book 2015. nc.cdc.gov/ travel/yellowbook/2016/infectious-diseases-related-to-tra- vel/malaria. - maí 2016. 5. Herbinger KH, Alberer M, Berens-Riha N, Schunk M, Bretzel G, von Sonnenburg F et al. Spectrum of imported infectious diseases: a comparative prevalence study of 16,817 german travelers and 977 immigrants from the tropics and subtropics. Am J Trop Med Hyg 2016; 94: 757- 66. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala olafgudl@landspitali.is Malaria and Iceland Olafur Gudlaugsson, M.D., M.P.H. Internal medicine/Clinical infectious diseases Director infection control, hospital epidemiologist Malaría og Ísland H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 5 1 8 0 0 2 Virkt innihaldsefni: Hver freyðitaa inniheldur 400 mg af dísúlfíram. Ábendingar: Áfengissýki. Skammtar og lyagjöf: Fullorðnir: Byrjunarskammtur 800 mg daglega í 2–3 daga. Viðhaldsskammtur: 100–200 mg daglega eða 600–800 mg tvisvar í viku. Frábendingar: Ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar, háþrýstingur, staðfest geðrof, alvarlegar vefrænar heilaskemmdir, alvarlegar persónuleikatruanir, áfengisneysla, ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyaskrá – www.serlyaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (ágúst 2015): 400 mg, 50 stk: 10.538 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 14. febrúar 2012. Ágúst 2015. – 400 mg freyðitöurAntabus Við áfengissýki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.