Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 38
298 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Hæstiréttur hefur túlkað ákvæði í stjórnarskrá og lögum um þagnarskyldu á þann veg að þeim sé ætlað að treysta samband heilbrigðisstarfsmanna við sjúkling sinn. Þetta þýðir í rauninni að eingöngu í skýrum undantekningartil- fellum leyfist heilbrigðisstarfsmanni að upplýsa þriðja aðila um innihald samtala eða önnur málefni sjúklings síns,“ segir Gunnar Ármannsson lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Læknafé- lags Íslands. Gunnar og Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum og ritstjóri Læknablaðsins hafa undanfarin ár kennt 5. árs læknanem- um hvað felst í löggjöfinni um þagnar- skyldu heilbrigðisstarfsfólks og þeir segja þetta afskaplega líflega kennslu þar sem fjölmargar spurningar kvikna og ýmsum hugmyndum um mögulegar aðstæður er hreyft enda mikilvægt að vita hvernig rétt er að bregðast við þegar reynir á ákvæði laganna í dagsins önn. Engilbert bendir á að aðstandendur hafi oft samband við lækna og hjúkrunarfræðinga þegar sjúk- lingur er í innlögn og hafi fengið ýmsar upplýsingar um innlögnina og veikindin frá sjúklingnum. Þá hafi mörkin færst aðeins til og við þær aðstæður sé hæpið að láta eins og maður viti hreint ekki um hvern þeir eru að tala. Á hinn bóginn sé ekki eðlilegt að ræða málin frekar eða innihald samtala við sjúklinginn nema með leyfi hans og það samþykki fáist nema í undantekningartilfellum. Skortur á einbýlum á Landspítala gerir læknum og hjúkrunarfræðingum engu að síður oft erfitt fyrir í daglegu starfi. Fyrir vikið verður oft ekki hjá því komist að aðrir sjúklingar sem liggja í sama herbergi heyri ýmislegt sem þeir ættu ekki að heyra og fellur undir einkamál. Það sé hægt að flytja einstaka sjúkling á skoðunarher- bergi til viðtals undir fjögur augu þegar beðið er um ráðgjöf sérfræðings, eins og til dæmis geðlæknis, en það sé ekki hægt á stofugangi á deildum. „Heilbrigðisstarfsfólki ber fyrst og síðast að sinna sjúklingum sínum, gera að sárum eða sinna veikindum þeirra. Sjúklingurinn verður að geta treyst því að heilbrigðisstarfsmaðurinn virði trún- aðarskyldu sína. Gott dæmi um þetta er líkfundarmálið í Neskaupstað fyrir 10 árum eða svo þar sem einstaklingarnir sem í hlut áttu þorðu ekki að leita til heil- brigðisstarfsmanna vegna fársjúks félaga síns sem var með fíkniefni innvortis af því að þeir töldu að þá yrði sagt til þeirra. Að mínu mati hefði heilbrigðisstarfsfólkið ekki átt að gera það ef til þess hefði komið að félagarnir hefðu leitað liðsinnis, af því að þagnarskyldan er svo rík að starfs- menn heilbrigðisþjónustunnar mega ekki segja frá því sem þeir komast að í starfi sínu. Enda hefur Hæstiréttur túlkað þessi ákvæði á þann hátt að mikilvægt sé að traust ríki á milli sjúklinga og heilbrigðis- starfsfólks og að sjúklingar eigi skilyrðis- laust að geta leitað til heilbrigðiskerfisins án ótta við að sagt verði frá einhverju vafasömu sem viðkomandi kann að hafa verið viðriðinn.“ Vafasamur dómur Hæstaréttar í PIP-málinu Annað þekkt mál frá nýliðnum árum þar sem reyndi sannarlega á þagnarskyldu og ekki bara heilbrigðisstarfsfólks heldur lögmanna líka var hið svokalla PIP-mál, eða brjóstapúðamál. Þar krafði skattstjóri lögmann þeirra kvenna sem leitað höfðu til hans vegna gallaðra brjóstapúða og vildu sækja rétt sinn gagnvart lækninum sem grætt hafði púðana í þær um nöfn kvennanna vegna skattrannsóknar á fjár- málum læknisins. Lögmaðurinn neitaði og skattstjóri fór með málið alla leið fyrir Hæstarétt sem úrskurðaði skattstjóra í vil. Lögmanninum var gert skylt að upplýsa um nöfn kvennanna svo skattyfirvöld gætu rannsakað fjármál læknsins til hlítar. Gunnar segir það sína skoðun að þarna hafi annaðhvort löggjafinn eða Hæstiréttur farið útaf sporinu. „Án þess að rekja þetta mál hér í smáatriðum þarf að halda því til haga að upphaflega krafði landlæknir læknana sem í hlut áttu um nöfn þeirra kvenna sem þeir höfðu gert aðgerðir á. Læknafélag Íslands fyrir hönd læknanna lagði málið fyrir Persónuvernd sem úrskurðaði að læknunum væri ekki heimilt að veita þessar upplýsingar. Í tilfelli lögmannsins sem fór með mál kvennanna er þagnarskylda hans gagnvart skjólstæðingum sínum alveg sama eðlis og þagnarskylda heilbrigðsstarfsmanns. Í niðurstöðu Hæstaréttar var vísað til ákvæðis í skattalögum sem kom inn í lög- in árið 2009 sem heimila skattyfirvöldum að kalla eftir svona upplýsingum og því beri lögmanninum að láta nafnalistann af hendi. Lagagreinin frá 2009 hljóðar þannig: Fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn og aðrir aðilar skulu halda sérstaka skrá yfir þá viðskiptavini sína sem þau veita skattaráðgjöf eða aðra þjónustu sem snertir umráð eðarmmenn halda lista yfir nöfn við- skiptavina sem þeir veita skattar beina eða óbeina eignaraðild viðskiptavinanna að rekstri félaga, sjóða eða stofnana sem skráð eru erlend- is eða eignir þar. Þessar konur voru alls ekki að leita eftir þjónustu þessa lögmanns vegna skattaráðgjafar eða umsýslu með fé eða eignir erlendis. Síðan er bætt við þessa grein eftirfarandi málsgrein: Ákvæði annarra laga um trúnaðar- eða þagnarskyldu víkja fyrir ákvæðum þessarar greinar. Hæstiréttur segir að þetta ákvæði sé nýrra en þagnarskylduákvæði lögmanna- laganna og því skuli það víkja. Ef við hins vegar skoðum hvernig Hæstiréttur hefur áður fjallað um þagnarskylduákvæðin þá kemur eftirfarandi í ljós: Upplýsingar í sjúkraskrá geta varðað einhver brýnustu einka- málefni þess sem í hlut á án tillits til þess hvort það geti talist honum til hnjóðs. Ótvírætt er að ákvæði fyrstu málsgreinar 71. greinar stjórnar- skrárinnar tekur til slíkra upplýsinga og veitir Mikið þarf til að rjúfa þagnarskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.