Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 279 siðanefnd, Vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og rannsóknin tilkynnt til Persónuverndar. Stuðst var við valkostasnið (discrete choice experimental design).20 Spurningalistanum var skipt í þrjá hluta, A, B og C. Í hluta A voru þátttakendur beðnir að tilgreina hvaða þættir fósturgreiningar væru mikilvægastir, þar á eftir voru þátttakendur beðnir um að velja á milli tveggja tegunda fósturgreiningar. Í hluta B voru settar fram 10 valkostaspurningar þar sem þátttakendur voru beðnir um að velja á milli tveggja tegunda fósturgreiningar (mynd 1). Þátttak- endur voru beðnir um að velja ítrekað á milli setta af valkostum sem voru kerfisbundið settir fram á mismunandi vegu. Valkostirn- ir sem settir voru fram standa ekki fyrir raunveruleg greiningar- próf sem eru í boði heldur eru þau tilbúningur og sett fram til að átta sig á hvaða einkenni greiningarinnar hafa áhrif á val þátttak- enda. Að lokum samanstóð hluti C af 10 bakgrunnspurningum. Í rannsókninni voru notaðar lokaðar og hálflokaðar spurningar. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað tölfræðiforritið Statistical package for social science (SPSS), 22. útgáfa (Chicago). Úrvinnsla á valkostaspurningunum byggði á aðhvarfsgreiningu. Viðhorf þátt- takenda voru borin saman með tilliti til þriggja þátta; nákvæmni prófsins, tíma sem það tekur að fá niðurstöður, hættu á fósturláti og upplýsinga úr greiningu. Allar breyturnar voru kóðaðar fyrir greininguna, nákvæmni og tími voru kóðuð (-1 0 1) og fyrir hættu á fósturláti og upplýsingar var kóðað (0 og 1). (+ eða -) merki stuð- ulsins í aðhvarfsgreiningunni gefur til kynna stefnu hvers þátt- ar. Niðurstöður fyrir barnshafandi konur voru bornar saman við niðurstöður heilbrigðisstarfsmanna. Að auki voru barnshafandi konur eldri en 35 ára bornar saman við þær sem voru yngri en 35 ára. Niðurstöður Þátttakendur Svarhlutfallið fyrir barnshafandi konur var 62% (186/300) og fyrir heilbrigðisstarfsmenn 20,8% (61/293). Bakgrunnsupplýsingar má sjá í töflu I og töflu II. Hvaða þættir fósturgreiningar eru mikilvægastir að mati barnshafandi kvenna? Barnshafandi konur voru beðnar um að raða eftirfarandi stað- hæfingum um greiningarprófið eftir mikilvægi: 1) Prófið er fram- kvæmt snemma á meðgöngu. 2) Próf með mestu nákvæmnina. 3) Próf sem hefur lítinn fjárhagslegan kostnað fyrir skjólstæðinga. 4) Prófið er eins öruggt og mögulegt er, með lægstu mögulegu hættu á fósturláti. 5) Próf sem greinir Downs-heilkenni og gefur auk þess upplýsingar um vandamál sem geta valdið námserfið- leikum, þroskahömlun eða öðrum heilsufarsvandamálum. 6) Próf sem hefur stysta biðtímann eftir niðurstöðum. Flestum þátttakendum fannst mikilvægast að rannsóknin væri eins örugg og mögulegt væri eða 69,4%. Þar á eftir kom rannsókn R A N N S Ó K N Tafla II. Bakgrunnsupplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Heildarfjöldi N=61 (%) Meðalaldur (SD) 47,7 (10,5) Kyn Kvenkyn 58 (95,1) Karlkyn 3 (4,9) Starfsheiti Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir 9 (14,7) Ljósmóðir 52 (85,3) Starfsaldur ≤5 24 (40,7) 6-15 23 (39,0) 16-25 5 (8,5) ≥26 7 (11,9) Tafla III. Þáttum um fósturgreiningu raðað eftir mikilvægi. % Mikilvægast Næst mikilv. 3. mikilv. 4. miklv. 5. mikilv. Minnst mikilv. Próf framkvæmt snemma 7,3 25,8 39,9 16,3 7,3 3,4 Próf með mestu nákvæmnina 18,5 46,1 25,3 7,9 1,7 0,6 Próf með lítinn fjárhagslegan kostnað 1,1 1,1 6,2 21,3 26,4 43,8 Próf eins öruggt og mögulegt er 69,4 17,2 10,0 2,2 0,6 0,6 Próf sem gefur ítarlegar upplýsingar 3,4 7,3 14,0 31,5 21,9 21,9 Próf með stystan biðtíma eftir niðurstöðum 1,1 2,2 4,5 20,8 42,1 29,2 Tafla IV. Aðhvarfsgreining fyrir barnshafandi konur og heilbrigðisstarfsmenn. Barnshafandi konur (n=184) Heilbrigðisstarfsmenn (n=61) Eiginleikar Stuðull (95% CI)a p gildi Stuðull (95% CI)b p gildi Mismunur p gildi Nákvæmni 0,194 (0,152 – 0,237) <0,0001 0,221 (0,159 – 0,283) <0,0001 0,4926 Tími niðurstaðna -0,182 (-0,215 – 0,149) <0,0001 -0,250 (-0,300 – 0,201) <0,0001 0,0237 Ítarlegar upplýsingar 0,420 (0,275 – 0,565) <0,0001 0,208 (-,008 – 0,425) 0,059 0,1113 Engin hætta á fósturláti 1,875 (1,697 – 2,053) <0,0001 0,736 (0,510 – 0,963) <0,0001 <0,0001 CI-öryggisbil a. Fjöldi athugana = 5511; Pseudo-R2 = 0,3705 b. Fjöldi athugana = 1812; Pseudo-R2 =0,2962
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.