Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 54
314 LÆKNAblaðið 2016/102 Kári Hreinsson svæfinga- og gjörgæslulæknir karih@landspitali.is Frá formanni SGLÍ Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands var stofnað 10. nóvember 1960. Félagið hét í fyrstu Félag svæfingalækna og voru stofnfélagar þess 5, þrír sérfræðimenntaðir svæfingalæknar og tveir aðstoðarlæknar á svæfingadeild Landspítalans. Fyrsti formaður félagsins var Valtýr Bjarnason (1920-1983) sem var fyrsti yfirlæknir svæf- ingadeildar Landspítalans. Félagið varð Svæfingalæknafélag Íslands 1970 og loks Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands 1997. Félagsmenn eru í dag um 60 tals- ins. Um bæði sögu svæfinga á Íslandi og sögu Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands má lesa í bók Jóns Sigurðssonar svæfinga- og gjörgæslulæknis, Svæfingar á Íslandi í 150 ár (1856 - 2006), sem gefin var út á 50 ára afmæli félagsins árið 2010. Upplag bókarinnar er á þrotum en nálgast má bókina á rafrænu formi á bókasafni Landspítalans. Slóðin er: hirsla.lsh.is/lsh/ handle/2336/118529 Norræn samtök svæfingalækna, Nordisk Anestesiologisk Forening (NAF), voru stofnuð 1949. Samtökin heita í dag Scandinavian Society of Anaesthesiology and Intensive Care Medicine, SSAI. Ís- lendingar hafa allt frá stofnun samtakanna verið virkir í norræna samstarfinu sem hefur vaxið og dafnað í tímans rás. Starf- semi SSAI er umfangsmikil og með tilliti til stærðar íslenska félagsins situr stór hópur íslenskra svæfinga- og gjörgæslu- lækna í margs konar nefndum á vegum samtakanna. Acta Anaesthesiologica Scandi- navica er blað SSAI og hefur verið gefið út síðan 1957. SSAI stendur fyrir tveggja ára fram- haldsnámi í nokkrum undirsérgreinum svæfinga- og gjörgæslulækninga. Fyrsta framhaldsnámið sem skipulagt var voru gjörgæslulækningar en síðan hafa bæst við sérhæfðar verkjalækningar, svæfinga- og gjörgæslulækningar barna, bráðameðferð utan sjúkrahúsa, svæfingar og gjörgæslu- meðferð þungaðra kvenna, svæfingar og gjörgæslumeðferð sjúklinga með hjarta- sjúkdóma og stjórnun aðgerðatengdrar starfsemi. Margir íslenskir svæfinga- og gjörgæslulæknar hafa sótt sér þessa fram- haldsmenntun. Eitt meginverkefna SSAI og aðildarfé- laga þess er að halda alþjóðleg vísindaþing á tveggja ára fresti. Þrítugasta og þriðja þing SSAI var haldið í Reykjavík í júní 2016 af Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagi Íslands og tókst það vel í alla staði. Á Íslandi eins og víða annars staðar eru svæfinga- og gjörgæslulækningar stærsta sjúkrahúsbundna sérgreinin í stöðum sér- fræðinga talið og helgast það af eðli starf- seminnar. Veikustu sjúklingar sjúkrahúsa liggja á gjörgæsludeildum, þegar og þar sem það á við, vegna líffærabilana eða eft- ir stórar skurðaðgerðir. Þeir þurfa endur- skoðun á sinni meðferð oft á sólarhring og því er viðvera lækna mikil á gjörgæslu- deildum. Sama á við í svæfingum, stöð- uga viðveru lækna þarf til þess að geta brugðist við fylgikvillum bæði svæfinga og deyfinga og þess inngrips sem verið er að framkvæma. Þá er ótalið að kunnátta svæfinga- og gjörgæslulækna nýtist oft vel í meðferð bráðveikra og slasaðra sjúklinga, til dæmis á bráðamóttökum og hjarta- þræðingarstofum og einnig í utanspítala- meðferð og sjúkraflutningum. Síðast en ekki síst er sérhæfð verkjameðferð hluti af vinnu margra svæfinga- og gjörgæslu- lækna og er sá hluti starfseminnar enn vaxandi hér á landi, enda þörfin mikil. Svæfinga- og gjörgæslulækningar eru stór sérgrein sem þarf stöðuga mikla nýliðun. Við höfum átt því láni að fagna að fagið hefur verið vinsælt meðal yngri lækna en þörfin fyrir svæfinga- og gjör- gæslulækna er vaxandi, að minnsta kosti innan sjúkrahúsanna vegna til dæmis aukinna verkefna utan skurðstofa og þyngri starfsemi vegna eldri og veikari sjúklinga. Það eru spennandi tímar framundan varðandi kennslu og þjálfun svæfinga- og gjörgæslulækna á Íslandi. Hafinn er undirbúningur að sérnámi í svæfinga- og gjörgæslulækningum í samvinnu við Royal College of Anaesthetists í Bretlandi. Er þar siglt í kjölfar lyflækningasviðs Landspítalans sem hefur nú um nokkurra ára skeið boðið upp á sérnám í almennum lyflækningum í samvinnu við Royal Colle- ge of Physicians í Bretlandi. Boðið verður upp á tveggja til þriggja ára námsstöður í samvinnu við bæði lyflækningasvið og bráðalækningahluta flæðisviðs. Annars vegar verður boðið upp á tveggja ára grunnnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum og hins vegar tveggja ára nám sem samanstendur af einu ári í svæfinga- og gjörgæslulækn- ingum, hálfu ári í bráðalækningum og hálfu ári í bráðalyflækningum. Blandaða grunnsérnámið kalla Bretar „Acute Care Common Stem“ og er það hugsað sem kynning allra þessara sérgreina í bráða- þjónustu fyrir þá sem ekki hafa valið sér framtíðarstarfsvettvang, nám sem kem- ur viðkomandi að gagni í nánast hvaða sérgrein sem er. Þriggja ára nám yrði þá blandaða grunnsérnámið og viðbótarár í svæfinga- og gjörgæslulækningum. Hvort sem læknar ljúka tveggja ára námi og þjálfun í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum eða svæfinga og gjörgæslu- lækningum með bráðalækninga- og bráð- lyflækningaþjálfun að auki, verða þeir vel í stakk búnir til að ljúka framhaldsnámi sínu erlendis. Það verður spennandi og gaman að sjá þau jákvæðu áhrif sem þetta sameiginlega nám mun hafa á samvinnu þeirra deilda Landspítalans sem sinna alvarlega veikum sjúklingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.