Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 30
290 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N er gert ráð fyrir því að ekki aðeins snerting heldur samræði þurfi að eiga sér stað.11 Í rannsóknum þar sem skilgreining á kynferðis- legu ofbeldi felur einungis í sér sifjaspell eða samræði er algengið vitanlega metið mun lægra.2 Úrtaksaðferð er einnig mismunandi í þessum rannsóknum sem gerir beinan samanburð erfiðari.12 Langflestar rannsóknir benda til að stúlkur séu frekar þolendur en drengir.2 Rannsóknir hafa sýnt að kynferðislegt ofbeldi hefur ýmiskonar sálræn áhrif og eykur sjálfsvígshugsanir meðal unglinga, jafnvel óháð því hvort þau sýna jafnframt einkenni þunglyndis.13,14 Einnig eru tengsl við vímuefnanotkun15 og ýmiskonar geðraskanir16,17 eins og þunglyndi,18,19 kvíða19 og áfallastreituröskun20,21 vel þekkt. Rannsóknir á íslenskum unglingum hafa sýnt tengsl kynferðisof- beldis við bæði reiði og depurð.8 Markmið rannsóknarinnar var að meta hversu algengt er að unglingar í 10. bekk á Íslandi hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi og hvort slík reynsla tengist áhættuhegðun og vanlíð- an. Efniviður og aðferðir Þessi rannsókn er byggð á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta HBSC-rannsóknarinnar á heilsu og lífskjörum skólabarna (Health and behaviour of school-aged children). Gagnasöfnun rannsóknarinnar fer fram á fjögurra ára fresti í rúmlega 40 Evrópu- löndum og er studd af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).22 Íslensk þýðing á alþjóðlegum spurningalista var lögð fyrir alla nemendur í 6., 8. og 10. bekk í öllum skólum landsins sem mætt- ir voru í skólann á fyrirlagnardaginn, í febrúar 2014. Einn skóli, Sæmundarskóli í Reykjavík, hafnaði þátttöku. Annars tóku allir skólar þátt. Spurningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi voru einungis lagðar fyrir nemendur í 10. bekk, en af þeim tóku 3618 þátt, eða sem samsvarar 85% allra nemenda sem skráðir voru í 10. bekk. Kynjaskipting var nánast jöfn – 1783 (50,7%) voru karlkyns og 1731 (49,3%) kvenkyns en 104 nemendur svöruðu ekki spurn- ingunni um kyn. Til þess að afla upplýsinga um hvort nemendur hefðu orðið fyr- ir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni voru þeir spurðir hvort þeir hefðu gegn vilja sínum: a) verið snertir með kynferðislegum hætti, b) verið látnir snerta annan einstakling með kynferðislegum hætti, c) orðið fyrir tilraun til samfara eða munnmaka eða d) orðið fyrir því að einhverjum hefði tekist að hafa við þá samfarir eða munn- mök. Svarmöguleikarnir voru: „Ég neita að svara“, „Aldrei“, „Einu sinni“, „Nokkrum sinnum“ og „Oft“. Þessar spurningar byggjast á styttri og staðlaðri útgáfu af „Adverse Childhood Experiences questionnaire“23 og eru hluti af hinum alþjóðlega HBSC-spurn- ingalista.22 Einnig voru notaðar spurningar um daglegar reykingar, reynslu af kannabis og hvort unglingarnir hefðu orðið drukknir oftar en 10 sinnum um ævina. Þessar spurningar hafa verið not- aðar í HBSC-rannsókninni frá árinu 1985 og hafa verið sérstaklega skoðaðar með tilliti til réttmætis og áreiðanleika sem hvorttveggja hefur reynst fullnægjandi.23 Unglingarnir voru einnig spurðir um hversu oft þeir upp- lifðu höfuðverki, magaverki, bakverki, depurð, pirring eða vont skap, væru taugaóstyrkir eða ættu við svefnörðugleika að stríða. Svarmöguleikar voru nokkrir en í þessari rannsókn var hópnum skipt í tvennt; þá sem sögðust upplifa slíkt nær daglega og hina sem gerðu það sjaldnar. Þessar spurningar eru hluti af „HBSC Symptoms Checklist“ sem var fyrst lagður fyrir í alþjóðlegu rann- sókninni árið 1993 og hefur sýnt sig hafa bæði ágætis réttmæti og endurprófunaráreiðanleika (r=0,79).24 Þá var einnig spurt um reynslu svarenda af einelti – bæði því hvort þeir hefðu verið lagðir í einelti og hvort þeir hefðu lagt aðra í einelti. Þessar spurningar eru teknar upp úr spurningalista Olweus25 og hafa verið hluti af HBSC-rannsókninni frá árinu 2001. Réttmæti og áreiðanleiki þeirra hefur verið staðfestur og þær hafa verið notaðar í fjölda annarra rannsókna.22 Í þessari grein var litið sérstaklega til þeirra sem svöruðu að þeir upplifðu slíkt oft í hverri viku. Að lokum var spurt um líðan nemendanna í skóla og þeir sem sögðu að sér liði alls ekki vel voru teknir sérstaklega til skoðunar. Þessi spurning hefur verið hluti af HBSC-listanum frá árinu 1985 en hefur enn ekki verið rannsökuð með tilliti til réttmætis.22 Rannsóknin byggir á ópersónugreinanlegum gögnum og því ekki leyfisskyld en var tilkynnt til Persónuverndar (tilkynning númer S6463). Eftir að kynningarbréf og eintak af spurningalist- anum hafði verið sent til skólastjóra allra grunnskóla á Íslandi var haft samband við þá og þeir beðnir um leyfi til að leggja fyrir spurningalistann. Allir gáfu leyfi sitt að undanskildum Sæ- mundarskóla í Reykjavík. Öllum forráðamönnum var síðan sent upplýsingabréf þar sem þeim var kynnt efni rannsóknarinnar og þeim gefinn kostur á að hafna þátttöku. Að auki var öllum þátt- takendum gerð grein fyrir því á forsíðu spurningalistans að þau þyrftu hvorki að taka þátt né heldur að svara öllum spurningun- um. Nemendur svöruðu útprentuðum spurningalista skriflega í kennslustund og skiluðu honum ómerktum í lokuðu umslagi. Kennari eða starfsmaður rannsóknarinnar sáu um að safna um- slögunum saman. Þar sem ekki var um að ræða rannsókn á úrtaki heldur á nær öllu þýðinu var ekki notast við ályktunartölfræði við úrvinnslu gagna. Niðurstöður Alls sögðust 14,6% (527) þátttakenda hafa orðið fyrir kynferðis- legri áreitni eða ofbeldi. Af þeim sögðust 4,5% (162) hafa orðið fyrir slíku einu sinni, en 10,1% (365) höfðu annaðhvort orðið oftar fyrir ákveðinni gerð áreitni eða ofbeldis eða því hafði verið beitt gegn þeim á margvíslegan hátt. Langalgengast var að þeir sem hefðu orðið einu sinni fyrir slíku hefðu verið snertir með kynferð- islegum hætti. Um 1% þátttakenda bæði pilta og stúlkna, eða alls 35 einstaklingar, sögðust hafa orðið mjög oft fyrir nær öllum gerð- um ofbeldis og áreitni. Í töflu I sést hversu algengt það var að þátttakendur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi, flokkað eftir kyni. Alls slepptu 158 strákar að svara spurningunni „Hefur einhver snert þig eða káfað á þér með kynferðislegum hætti gegn þínum vilja?“ og 64 að auki neituðu að svara. Af þeim 1561 strákum sem tóku af- stöðu sögðust 6,5% einhvern tíma hafa orðið fyrir slíku. Mun fleiri stelpur tóku ekki afstöðu til spurningarinnar, eða 406, en svipað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.