Læknablaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 39
LÆKNAblaðið 2016/102 299
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
sérhverjum manni friðhelgi um einkalíf sitt að
þessu leyti. Til að tryggja þá friðhelgi verður
löggjafinn meðal annars að gæta að því að lög
leiði ekki af sér raunhæfa hættu á að upplýs-
ingar sem þessar um einkahagi tiltekins manns
komist í hendur annarra sem eiga ekki réttmætt
tilkall til aðgangs að þeim hvort sem um er að
ræða aðra einstaklinga eða handhafa ríkisvalds.
Brot á stjórnarskrárvörðum réttindum
„Hvernig í ósköpunum er hægt að sjá það
fyrir sér að skattyfirvöld geti átt rétt á því
að fá þessar persónulegu upplýsingar í
hendurnar þar sem búið er að koma því á
framfæri að tiltekinn einstaklingur leitar
til heilbrigðisstarfsmanns eftir tiltekinni
þjónustu sem hann vill að ríki leynd yfir.
Með öðrum orðum: margar þeirra kvenna
sem í hlut áttu treystu því algjörlega að
enginn óviðkomandi fengi upplýsingar
um að þær hefðu farið í brjóstapúðaað-
gerð. Þarna finnst mér að Hæstiréttur sé í
mótsögn við sjálfan sig í tveimur dómum
sem felldir voru með nokkurra ára milli-
bili. Ef seinni niðurstaða Hæstaréttar telst
vera í samræmi við gildandi lög verður að
álíta að löggjafinn hafi gengið of langt og
höggvið afar nærri stjórnarskrárvörðum
réttindum þegnanna um friðhelgi einka-
lífs,“ segir Gunnar og bætir því við að
þessi dómur pirri hann í hvert sinn sem
hann fari yfir hann með læknanemunum í
kennslu þeirra Engilberts.
Engilbert leggur hér orð í belg og
segir að jafnvel þó konurnar hefðu laga-
legan grundvöll til að sækja mál um að á
þeim hafi verið brotin stjórnarskrárvarin
réttindi sé málið þess eðlis að þær vilji að
öllum líkindum alls ekki stíga fram undir
nafni. „Það á reyndar við um fleiri tilfelli
þar sem þagnarskylda hefur verið brotin
á sjúklingum en af ýmsum ástæðum telja
þeir sig ekki geta lögsótt viðkomandi. Þeir
treysta sér hreinlega ekki til að koma fram
og gera öllum heyrinkunnugt um sjúkdóm
sinn.“
Sjúkraskrá og gangalækningar
Umræðan snýst í kjölfar þessa um öryggi
upplýsinga í rafrænni sjúkraskrá en fyrir
nokkrum árum komu upp tilfelli þar sem
sýnt þótti að upplýsingar um tiltekna
þekkta einstaklinga hefðu spurst út. „Ég
held reyndar að þau mál hafi orðið til þess
að fyrir þetta var byggt og enginn heil-
brigðisstarfsmaður getur leitað upplýsinga
um sjúkling í rafrænni sjúkraskrá án þess
að skilja eftir sig rafræn spor. Það er alltaf
hægt að sjá hver fletti upplýsingunum
upp,“ segir Engilbert.
Gangalækningar er hugtak sem læknar
þekkja og tekur til þess er læknar leita til
hvers annars eftir lyfseðlum eða meðferð
sem hvergi er skráð í sjúkraskrá viðkom-
andi. „Það er mikill misskilningur að
læknar þurfi ekki að vera með jafn ítar-
lega sjúkraskrá og aðrir,“ segir Engilbert.
„Dæmigert tilfelli er læknir sem hittir
kollega sinn á gangi spítala og biður hann
að skrifa upp á sýklalyf fyrir sig því að
hann sé búinn að vera með svo þráláta
loftvegasýkingu. Kolleginn gerir þetta
orðalaust og þetta er hvergi skráð. Síðan
dugar þessi lyfjakúr ekki og læknirinn
biður annan kollega að skrifa upp á annað
og sterkara lyf. Sá veit ekki endilega af
þeim fyrri og hvorugt er skráð í sjúkra-
skrá viðkomandi. Þetta er kannski ekki
spurning um líf og dauða en ef þetta til-
felli myndi nú leiða af sér einhverjar verri
sýkingar sem læknirinn þyrfti að leggjast
inn útaf er ekki að finna upplýsingar um
„Heilbrigðisstarfsfólki ber fyrst og síðast að sinna sjúklingum sínum, gera að sárum eða sinna veikindum þeirra. Sjúklingurinn verður að geta treyst því að heilbrigðisstarfsmaðurinn
virði trúnaðarskyldu sína,“ segja þeir Gunnar Ármannsson lögfræðingur og Engilbert Sigurðsson geðlæknir sem kenna læknanemum um þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks.