Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.2016, Qupperneq 9

Læknablaðið - 01.06.2016, Qupperneq 9
LÆKNAblaðið 2016/102 269 R I T S T J Ó R N A R G R E I Nhttp://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.06.83 Malaría er alvarlegur smitsjúkdómur sem smitast með biti moskítóflugunnar. Þrátt fyrir að góður árangur hafi náðst í barátt- unni við malaríu víða, heldur hún áfram að vera stórt vandamál á heimsvísu.1 Langflest tilfelli koma upp í Afríku (88%) og Asíu (10%) en færri annars staðar. Töluvert er um að ferðamenn smitist af malaríu á ferðlög- um á malaríusvæðum, þó ekki sé til nein tölfræði um slíkt. Samkvæmt Sóttvarnar- stofnun Evrópu (ECDC) greindust rúmlega 5000 malaríutilfelli í Evrópu árið 2012 og nær öll innflutt.2 Í þessu tölublaði er samantekt um tíðni malaríu á Íslandi á tímabilinu 1998-2014. Um er að ræða staðfestar malaríugrein- ingar (með blóðstroki) hérlendis, en ekki tekin með tilfelli þar sem Íslendingar veikjast, eru greindir og/eða meðhöndl- aðir erlendis. Á tímabilinu reyndist fjöldi malaríutilfellanna vera 31, eða að meðal- tali 1,8 tilfelli á ári. Í fyrri rannsókn á sama efni fyrir áratugina á undan reyndist tíðnin vera 1,5 tilfelli á ári og ekki var tölfræði- lega marktækur munur þar á. Í 71% tilfella reyndist vera um Plasmodium falciparum að ræða, og flestir sjúklingarnir (90%) frá Afríku sunnan Sahara. Tveir sjúklingar þurftu á gjörgæslumeðferð að halda, þar með talið meðferð í öndunarvél hjá einum og tveir þurftu blóðskilun vegna bráðrar nýrnabilunar. Ekki urðu nein dauðsföll á tímabilinu. Athygli vekur að einungis tveir af þessum 30 (sem upplýsingar voru um), eða 7%, höfðu tekið fyrirbyggjandi lyf. Eins og í mörgum erlendum rannsóknum var ástæða dvalar á malaríusvæðum í 71% til- fella atvinna, búseta eða heimsókn til ætt- ingja, en í 16% tilfella var um túristaferðir að ræða. Þá var reynt að meta hvernig sala/ notkun lyfjanna hefur haldist í hendur við aukin ferðalög og var niðurstaða höfunda að mögulega væru ferðamenn síður að taka fyrirbyggjandi lyf en áður. Þar sem ekki er hægt að bólusetja fyr- ir malaríu er nauðsynlegt að huga að forvörnum þegar farið er inn á svæði þar sem malaría er landlæg. Nauðsynlegt er að læknar þekki mikilvægustu forvarnir gegn malaríu og geti veitt ráðgjöf um hana. Annars vegar er um að ræða almennar moskítóvarnir3 – sem þar að auki verndar gegn öðrum sjúkdómum sem moskítóflug- ur geta borið – ljós föt, fælandi efni (DEET), síðerma/skálma fatnaður í ljósaskiptun- um, flugnanet og ýmsir aðrir þættir eft- ir aðstæðum. Hins vegar fyrirbyggjandi lyfjameðferð4 sem líklega er mikilvægasti þátturinn. Mikið flækjustig getur verið í kringum það að setja upp heppilegustu fyrirbyggjandi malaríumeðferð. Það þarf að taka inn í það nákvæma ferðaáætlun, tímalengd og aðstæður á hverjum stað, lyfjaónæmi malaríunnar á þeim svæðum og heilsufari ferðalanganna. Hægt er að nálgast mjög ítarlegar upplýsingar um allt sem tengist sjúkdómsáhættu á ferðalögum og varnir gegn þeim á vefnum, til dæmis á ferðavef Sóttvarnarstofnunar Bandaríkj- anna CDC (nc.cdc.gov/travel/). Einnig er hægt að fá sérhæfða ráðgjöf á Íslandi hjá Ferðavernd eða Göngudeild smitsjúkdóma. En þó malarían sé mikilvæg eru fjölmargir aðrir þættir sem líka þarf að huga að fyrir stórar ferðir, eins og bólusetningar og al- mennar upplýsingar til ferðamanna. Hinn þátturinn sem ekki má gleyma er hve mikilvægt er að íslenskir læknar muni eftir að taka góða ferðasögu þegar sjúk- lingar koma inn með hita eða önnur ein- kenni. Malaría getur sýnt sig mánuðum eða jafnvel árum eftir dvöl á malaríusvæðum, og greinist ekki nema að henni sé leitað. Þá eru einnig margir aðrir sjúkdómar sem tengjast ferðalögum sem hafa þarf í huga, og eins hverskonar ferð viðkomandi var í. Í nýlegri þýskri rannsókn5 voru skoðaðar greiningar sem tæplega 17.000 veikir ferða- menn fengu við heimkomu. Af þeim reynd- ust 160 með malaríu en þeir komu allir frá Afríku. Tíðni smitsjúkdóma var hæst í bak- pokaferðalöngum frá Afríku, en reyndist lægst í ferðamönnum í viðskiptaerindum. Malaría er alvarlegur ferðatengdur sjúk- dómur sem oftast er hægt að verjast með réttum undirbúningi og aðgerðum. Ís- lenskir læknar þurfa að vera vakandi fyrir mögulegum tækifærum til að aðstoða þá sem eru að fara að leggja lönd undir fót í að hindra að þeir geti smitast af alvarlegum ferðatengdum sjúkdómum. Þá þurfa lækn- ar að vera vakandi fyrir því hvort veikindi sjúklinga eftir heimkomu geti tengst ferða- lögum sem getur þá gjörbreytt mismuna- greiningum og meðferð. Heimildir 1. WHO, World malaria report. 2015. 2. Catalin Albu, S.B.a.B. Ciancio. ECDC SURVEILLANCE REPORT. Annual epidemiological report. Emerging and vector-borne diseases. 2014. 3. Nasci RS, R.A.W., Brogdon WG. Protection against Mosquitoes, Ticks, & Other Arthropods. Yellow Book 2015. nc.cdc.gov/travel/yellowbook/2016/the-pre-travel- -consultation/protection-against-mosquitoes-ticks-other- -arthropods. - maí 2016. 4. Arguin PM, KRT. Malaria. Yellow book 2015. nc.cdc.gov/ travel/yellowbook/2016/infectious-diseases-related-to-tra- vel/malaria. - maí 2016. 5. Herbinger KH, Alberer M, Berens-Riha N, Schunk M, Bretzel G, von Sonnenburg F et al. Spectrum of imported infectious diseases: a comparative prevalence study of 16,817 german travelers and 977 immigrants from the tropics and subtropics. Am J Trop Med Hyg 2016; 94: 757- 66. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítala olafgudl@landspitali.is Malaria and Iceland Olafur Gudlaugsson, M.D., M.P.H. Internal medicine/Clinical infectious diseases Director infection control, hospital epidemiologist Malaría og Ísland H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 5 1 8 0 0 2 Virkt innihaldsefni: Hver freyðitaa inniheldur 400 mg af dísúlfíram. Ábendingar: Áfengissýki. Skammtar og lyagjöf: Fullorðnir: Byrjunarskammtur 800 mg daglega í 2–3 daga. Viðhaldsskammtur: 100–200 mg daglega eða 600–800 mg tvisvar í viku. Frábendingar: Ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar, háþrýstingur, staðfest geðrof, alvarlegar vefrænar heilaskemmdir, alvarlegar persónuleikatruanir, áfengisneysla, ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyaskrá – www.serlyaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (ágúst 2015): 400 mg, 50 stk: 10.538 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 14. febrúar 2012. Ágúst 2015. – 400 mg freyðitöurAntabus Við áfengissýki

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.