Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 7
u R D A G S I N S o N N Um leið og við heilsum nýju ári, bjóðum við velkominn nýjan félaga í ritstjórn Tímarits Hjúkrunarfélags Islands. Er það Sigrún Einarsdóttir deildarhjúkrunarkona á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Sigrún er kær- kominn tengill við Borgarspítalann, en slíkra tengsla við þá stofnun höf- um við saknað um nokkurt skeið. Það er mikið atriði fyrir tímaritið að eiga fulltrúa á hinum stærri sjúkrahúsum borgarinnar. Auk þess leggj- um við áherzlu á að hafa ákveðna aðila á hinum ýmsu stöðum, sem við getum snúið okkur til. Um s.l. áramót lét af störfum ritnefnd hjúkrunarnema, er séð hefur um þáttinn „Raddir nema" í u. þ. b. tvö ár af dugnaði og áhuga. Þær voru: Margrét Gústafsdóttir, Elín Einarsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir og Katrín Þórlindsdóttir. Hina nýkjörnu ritnefnd skipa: Hulda Kristjáns- dóttir, Hanna Þórarinsdóttir og Elín Stefánsdóttir. Við bjóðum þær velkomnar til starfa og þökkum fráfarandi ritnefnd fyrir gott samstarf. Þar sem starfið við tímaritið hefur að nokkru leyti verið fært inn á skrifstofu félagsins, er ritstjóri þess þar til viðtals miðvikudaga og fimmtu- daga frá kl. 9—12. Að vanda skiptir forsíða tímaritsins nú um lit og verður í ár okkurgul. 1 byrjun þessa árs ákvað stjórn HFl að hætta lausasölu ritsins á þeim forsendum, að hér er um fagblað að ræða. Heimilt er að gerast áskrifandi að ritinu, og veitir skrifstofa HFÍ allar nánari upplýsingar þar að lút- andi. Mál þetta var tekið fyrir að ósk ritstjórnarinnar. Heyrzt hafa raddir um það, hvort ekki mætti fækka auglýsingum eða jafnvel fella þær alveg niður. Það er ekki auðvelt að vera án þeirra tekna, sem þær gefa, þar sem þetta eru einu beinu tekjur ritsins, ef frá eru talin áskriftargjöld. Söfnun og innheimta auglýsinga er ærið verk og umfangsmikið, og eins og flestir vita, er útgáfa blaða og bóka kostnaðarsöm. Auglýsinga- tekjur hafa því verið okkur kærkomin stoð. Viljum við þakka öllum aug- lýsendum og velunnurum tímaritsins fyrir veittan stuðning, og ekki hvað sízt þeim mörgu aðilum, sem skrifað hafa fræðslugreinar í tímaritið á s. 1. ári. Við viljum enn einu sinni minna á að senda ritinu allar auglýsingar um lausar stöður hjúkrunarkvenna, það er þjónusta á báða bóga. Ósk ritstjórnarinnar er, að tímaritið flytji fræðslu- og fréttaefni til hjúkrunarstéttarinnar. Því vill ritstjórnin eindregið hvetja allar hjúkr- unarkonur, bæði heima og heiman, til að senda ritinu ábendingar, greinar og annað efni og aðstoða okkur á þann hátt við að gera efni þess sem fjölbreytilegast. Að lokum óskum við þess, að tímaritið verði sterkur tengiliður milli stjórnar Hjúkrunarfélags Islands, nefnda, sem starfa innan félagsins, og allra annarra félaga þess. 7. Á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.