Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 6
Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi: a. Formaður leggur fram skýrslu yfir hið liðna ár. b. Lagður fram til samþykktar endur- skoðaður ársreikningur félagsins og skýrsla yfir fjárhag þess. c. Lýst kjöri stjórnenda, kosnir endur- skoðendur og aðrar kosningar, er fram eiga að fara á aðalfundi. d. Önnur mál, er upp skal bera og ljúka á aðalfundi, og mál, sem fundurinn samþykkir að taka til afgreiðslu. Rétt til setu á aðalfundi með atkvæðis- rétti hafa: 1. Stjórn HFÍ. 2. Formenn (varaformenn) allra svæðis- deilda og sérgreinadeilda innan HFl. 8. 1 fulltrúi fyrir hverja 50 félagsmenn eða færri á hverju svæði, og síðan 1 full- trúi fyrir brot úr fimm tugum, kosnir skv. 17. gr. 4. Trúnaðarráð, 1 fulltrúi. 5. Ritstjóri Tímarits HFÍ. 19. gr. Stjórnin fer með málefni félagsins samkv. lögum þess, og ber hún ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart aðalfundi. Stjórninni ber skylda til að vinna eftir mætti að því, að félagar fái uppfylltar sanngjarnar kröfur sínar um umbætur á vinnuskilyrðum, að- búnaði og launum. Stjórninni ber að sjá um, að þeir peningar félagsins, sem ekki eru nauðsynlegir til daglegs relcsturs, séu ávaxtaðir á arðbæran hátt. 20. gr. HFÍ skal hafa trúnaðarmenn á hverjum vinnustað. Kosning þeirra fer fram í októ- bermánuði. Fjölda trúnaðarmanna í hverri stofnun skal miða við það, að einn trún- aðarmaður sé fyrir hverja einingu, þ. e. 3— 4 sjúkradeildir, eða 15—20 félagsmenn. Trúnaðarmenn skal kjósa til 2ja ára í senn og einn varafulltrúa fyrir hvern þeirra. Þar sem trúnaðarmenn verða 3 eða fleiri á vinnustað, skal mynda trúnaðarnefnd. Sérstakt trúnaðarráð skal vera starf- andi innan HFI. Er það skipað 5 mönnum, og kýs aðalfundur trúnaðarmanna, sem halda skal árlega, í ráðið til 2ja ára í senn. Formann skal kjósa sérstaklega, svo og varaformann og ritara. Kosning skal vera skrifleg, ef óskað er, og eru þeir rétt kosn- ir, sem flest fá atkvæði. Ef atkvæði eru jöfn, ræður hlutkesti. í ráðinu skulu þeir sömu eigi sitja lengur en fjögur ár 5. einu. Setja skal sérstaka reglugerð um trún- aðarmenn og trúnaðarráð. Formaður eða fulltrúi trúnaðarráðs hef- ur rétt til fundarsetu án atkvæðisréttar á stjórnarfundum HFÍ, en með tillögurétti. sama réttar nýtur fulltrúi frá stjórn H^í á fundum trúnaðarráðs. í ágreiningsmálum skal stjórn HFÍ kveðja trúnaðarráð til starfa með sér, ef aðilar óska þess eða stjórnin telur það rétt. Við atkvæðagreiðslu um slík ágreinings- mál, þar sem trúnaðarráð er við, skulu trúnaðarráðsmenn hafa jafnan atkvæðis- rétt og stjórnarmenn. Séu atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úrslitum. Stjórnarmenn og trúnaðarmenn eru bundnir þagnai'heiti um störf sín. 21. gr. Lögum HFÍ má aðeins breyta á aðalfundi. Skulu hafðar tvær umræður um lagabreyt- ingu, og telst breyting ekki samþykkt, nema % atkvæða á aðalfundi samþykki hana. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 15. október 1972 og jafnframt eru úr gildi numin lög frá 12. febrúar 1968. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.