Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Page 29

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Page 29
fyrsti hópurinn, er nám hlýtur og brautskráist samkvæmt hinni nýju reglugerð. KÖSTGEJÍT.KKXAH — HÖ.\T(ii:\TTiKXA.SKÓI.IXX Landspítalinn og Borgarspítalinn hafa ákveð- ið að reka sameiginlegan röntgentæknaskóla. Skólinn hefst um miðjan febrúar, nemendur verða 10—12. Skólastjóri verður Ásmundur Brekkan, yfirlæknir við röntgendeild Borgar- spítalans. Samkvæmt reglugerð, er gefin var út af heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í okt. s.l., er sjúkrahúsum, er hafa sérstakar röntgen- greiningardeildir með a. m. k. 15000 rannsókn- um á ári, heimilt að starfrækja röngtentækna- skóla. Sjúkrahúsum þessum er og heimilt að starf- rækja sameiginlega skóla, þar sem bókleg kennsla fer fram, en verklegt nám fer þá fram í röntgendeildum viðkomandi sjúkrahúsa. Hlutverk skólans er að tæknimennta aðstoð- arfólk við röntgengreiningu, er geti aðstoðað röntgenlækna og framkvæmt sjálfstætt sumar tegundir röntgenrannsókna eftir fyrirmælum, ennfremur metið ástand sjúklinganna að nokkru og aðstoðað þá eftir þörfum og samkvæmt fyr- irmælum. Stjórn röntgentæknaskólans skipa forstöðu- konur sjúkrahúsanna, framkvæmdastjórar þeirra, einn læknir frá hvorri röntgendeild, einn fulltrúi skipaður af ráðherra og einn tilnefndur af nemendum skólans. Inntökuskilyrði skólans eru: 1. Umsækjandi skal vera fullra 17 ára. 2. Umsækjandi skal hafa lokið landsprófi miðskóla eða gagnfræðaprófi með fyrstu einkunn í stærðfræði, eðlisfræði, íslenzku og einu erlendu máli. 3. Umsækjandi, sem lokið hefur stúdents- prófi, hjúkrunarprófi, framhaldsdeild gagnfræðaskóla eða hefur tilsvarandi menntun, skal að öðru jöfnu ganga fyrir um skólavist. 4. Umsækjandi skal framvísa læknisvottorði um heilsufar sitt. Námstíminn er 2 ár og 6 mánuðir, og námið skiptist í 3 stig: 1. Undirbúningsstig — 26 vikur 2. Bók- og verknámsstig — 52 vikur 3. Starfsþjálfunarstig — 52 vikur Fyrstu vikurnar verða nemendur við nám í sjúkradeildum, slysa- og skurðdeildum og bók- nám með sjúkraliðanemum. Nám sjúkraliða verður endurbætt á þessu ári, bóknám þeirra verður rúmar 200 kennslustundir eða um helm- ingi fleiri en verið hefur. Að öðru leyti verða námsgreinar í skólanum eftirfarandi: Stærðfræði ........................... 20 stundir Eðlisfræði ........................... 20 --- Líffæra- og lífeðlisfræði, meinafræði 90 -—— Eðlisfræði og röntgentækni ........... 46 --- Geislavarnir og geislalíffræði ....... 10 --- Ljósmyndatækni ....................... 12 --- Starfsfræðsla ........................ 12 --- Viðbótarkennsla ...................... 24 --- Fyrirlestrar........................... 8 --- Fylgzt með athugunum lækna á gerð- um rannsóknum ..................... 100 --- Myndasýningar og umræður.............. 24 --- Auk þess verða tímar til upprifjunar, prófa og ritgerða. 1 verknámi hljóta nemendur tilsögn og þjálf- un á öllum rannsóknartækjum röntgendeild- anna. Kennslan miðar að því að gera nemendur færa í hvers kyns rannsóknaraðferðum og að þeir hafi vald og þekkingu á þeim tækjum, sem notuð eru. Hver nemandi skal hafa námsferils- bók, þar sem í eru skrifaðar þær rannsóknir, sem hann tekur þátt í: 1) sýnikennsla, 2) framkvæmdar með aðstoð og tilsögn, 3) framkvæmdar án aðstoðar. Samtals skal nemandinn hafa framkvæmt a. m. k. 800 rannsóknir, sem skiptast milli hinna ýmsu líffæra eftir töflu, er skólastjóri ákveður. Bók- og verknámi lýkur með prófum. Nem- endur þurfa að fá einkunnina 5 í meðaleinkunn til að standast kröfur skólans. Nemendur fá engin laun fyrsta misseri náms- ins, 2. og 3. misseri fá nemendur námslaun, sem svara til 50% byrjunarlauna röntgentæknis í samningum hverju sinni. Á 4. og 5. misseri fá nemendur 75% ofangreindra launa. Kostnaður við rekstur röntgentæknaskólans skiptist þannig: 1) Laun kennara greiðast úr ríkissjóði. 2) Námslaun nemenda greiðast af hlutaðeig- andi sjúkrahúsi. 3) Kennsluefni og kennsluaðstaða er á kostn- að hlutaðeigandi sjúkrahúss. 4) Allur kostnaður vegna prófa greiðist úr ríkissjóði. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 23

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.