Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Side 40
kvöldið var svo hin skemmtileg- asta og fjörugasta kvöldvaka. Það voru sagðar skemmtisögur, farið í leiki, sungið og dansað, svo að eitthvað sé nefnt. Sunnudagurinn 31. okt. Á fætur kl. 9, engin miskunn. í gang með vinnuna, og hvað haldið þið að hafi verið á dag- skrá? Ó, jú, rétt til getið, það var starfsmatið. Starfshóparnir skiluðu síðan áliti sínu eftir há- degishléið. Þar á eftir voru hug- ljúfar þakkar- og kveðjuræður fluttar, ráðstefnunni slitið og haldið heimleiðis kl. 16.10. Þann- ig enduðu þessir ánægjulegu dagar. En það er ekki allt búið enn, því að ég á eftir að segja ykkur frá seinna námskeiðinu, en ég ætla að reyna að stikla á stóru, því að ég vil ógjarnan þreyta ykkur um of í fyrsta sinn, sem ég læt heyra frá mér. Það var haldið dagana 18.—21. nóv. 1971 og viðfangsefnið var: Fundar- sköp og fundarreglur - undir- búningur félagsstarfsemi - samningaaðferðir og starf og skipulag BSRB. Þátttakendur voru milli 40 og 50. Frá HFl voru Magdalena Búadóttir, Sig- rún Gísladóttir, Bergþóra Reyn- isdóttir hjúkrunarnemi ogGerða Ásrún og ég, þeir einu af þátt- takendunum, sem voru í annað sinn, og ég segi fyrir mig, að ég geri ekkert upp á milli þessara námskeiða. Ferðin sóttist vel upp eftir, þrátt fyrir að Borg- arfjörðurinn var kominn í vetr- arskrúðann. Ráðstefnan var sett á sama hátt og hin fyrri, og á föstudeginum var fyrsta erind- ið: Fundarsköp og fundarreglur, flutt af Karli Guðjónssyni. Eftir það var okkur skipt í 6 starfs- hópa, hver hópur dró umræðu- efni, og voru þau sum bráð- skemmtileg, eins og t. d. þetta: „Þuríður sundafyllir nam Bol- ungarvík ásamt Völusteini syni sínum. Nú telja fróðir menn, að 1100 ára afmæli hennar sé fyrir dyrum, og vilja láta minnast þess. Hafa sumir talað um hóp- ferð Bolvíkingafélagsins í Reykjavík vestur, aðrir um minnismerki um kvenskörung- inn eða þau mæðgin. Hvernig ætti að taka á málinu?" Hver hópur tilnefndi tvo fi’amsögumenn, annan með mál- inu, hinn á móti, fundarstjóra og fundarritara. Eftir hádegis- verðarhlé hófust þessir skemmti- legu tilraunafundir og stóðu fram að kvöldmat. Síðar um kvöldið sagði Guðjón B. Bald- vinsson okkur frá „starfi og skipulagi BSRB“. Laugardaginn 20. nóv. voru starfshóparnir aðeins 3 og var verkefnið fyrir hádegi að útbúa spurningar um „starf og skipu- lag BSRB“, til að leggja fyrir Harald Steinþórsson, Einar Ól- afsson, Guðjón B. Baldvinsson og Sigfinn Sigurðsson, stjórn- andi var Ársæll Magnússon. Eft- ir hádegi var erindið: Samn- ingagerð, framsögumaður Har- aldur Steinþórsson. Síðan skiptu hóparnir með sér verkum og hófu undirbúning að kröfugerð. Fræðslunefndin valdi 3 dóm- ara úr hverjum hópi, en að öðru leyti skiptust starfshóparnir í tvennt eftir eigin vali og sam- komulagi. Annar hlutinn samdi kröfugerð og stutta greinargerð af hálfu samtakanna (BSRB), en hinn miðaði við sjónarmið ríkisins. T. d. hafði hópurinn, sem ég var í, það verk að vinna að starfsmati á 5 starfsheitum, og var þetta mjög lærdómsríkt, en um leið hlýtur að hafa verið dálítið spaugilegt að sjá og heyra til okkar. Þessu var skilað fyrir kvöldmat og allt síðan fjöl- ritað. Eftir kvöldverð var hin langþráða kvöldvaka, sem tókst með mikilli prýði. Sunnudaginn 21. nóv. gerðu starfshóparnir athugasemdir við lcröfur gagnaðilans og síðan at- hugasemdir lagðar fram og mál- flutningi lokið. Eftir að lokið var við að ganga frá farangri og taka til í húsunum, var drukkið kaffi og þá um leið birt dómsorð, og af þessu öllu saman höfðum við bæði gagn og gaman. Og eftir að búið var að slíta ráð- stefnunni, var lagt af stað heim strax upp úr kl. 16, en sú ferð gekk ekki eins greiðlega og hin- ar fyrri vegna geigvænlegrar hálku, ferðin tók rúmar 6 klst. frá Munaðarnesi til Reykjavík- ur í staðinn fyrir 3 klst. í venju- legri færð. Reyndi fólk að liafa ofan af fyrir sér með söng og glensi til að sjá ekki skuggalegu hliðina á ferðalaginu, en allt tókst þetta vel vegna hins ágæta bílstjóra, og í bæinn komum við þreytt en ánægð. Og þökk sé fræðslunefnd BSRB fyrir prýði- legt námskeið. Þeir, sem hafa tækifæri til að sækja svona fræðslunámskeið í framtíðinni, ættu ekki að láta það fram hjá sér fara, svo mikla ánægju veit- ir það. Með þessum orðum lýk ég þessu spjalli. TILKYNNING UM AÐALFUND Aðalfund ber að halda ár hvert á tímabilinu marz—júní. Ber nú að kjósa tvær félagskonur í stjórn. Á stjórnarfundi 7. janúar 1972 voru eftirtaldar hjúkrunarkonur kosnar í nefndanefnd (uppstillingarnefnd), en samkvæmt félagslögum ber stjórn HFl að tilnefna þessa nefndaraðila fjórum mánuðum fyrir aðalfund. Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, Kleppsspítalanum, Dvergabakka 26, sími 83208. Þorbjörg Friðriksdóttir, HSI, Mjóuhlíð 12, sími 20945. Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Bogahlíð 15, sími 36609. Með tillögur um hjúkrunarkonur í stjórn og nefndir ber að snúa sér til nefndanefndar fyrir 15. marz n.k. Athygli skal vakin á því að skv. 17. gr. félagslaga skal boða til aðal- fundar með minnst þriggja vikna fyrirvara. 30 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.