Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 28
NAM HEILBRIGÐISSTETTA
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri í
heilbrigðis- og tryggingamálaraðuneytinu, kynn-
ir hér tvær nýjar reglugeróir. Sú fyrri er um
þroskaþjálfa, en hin síðari um nám
röntgentækna.
GÆZLUSYSTUR — ■•ItOSKAI'.IÁLFMt
Haustið 1958 var byrjað að reka skóla við fá-
vitahælið í Kópavogi. Hlutverk skólans var að
sérmennta fólk til fávitagæzlu. Námstíminn var
2 ár og námið var bæði bóklegt og verklegt.
Fyrstu stúlkurnar brautskráðust haustið 1960,
og hlutu þær starfsheitið gæzlusystir. Á þessum
árum hefur skólinn brautskráð alls 52 gæzlu-
systur. Skólastjóri er Björn Gestsson, forstöðu-
maður Kópavogshælis og einn af brautryðjend-
um í málefnum vangefinna hér á landi.
Á s.l. hausti var gefin út af heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu reglugerð fyrir skól-
ann, þar sem kveðið er á um stjórn hans, náms-
tíma, námsefni, prófkröfur og aðra starfsemi.
Með þessari nýju reglugerð er skólatíminn
lengdur og bóknám bætt og aukið allverulega.
Samkvæmt ósk Félags gæzlusystra var breytt
um starfsheiti þeirra og _ valið starfsheitið
þroskaþjálfi.
Skólinn heitir nú Þroskaþjálfaskóli Islands
og hlutverk hans er að mennta fólk til þess að
gegna uppeldi, umönnun og þjálfun vangefinna
á íslandi.
Heilbrigðismálaráðherra skipar stjórn skól-
ans þannig: einn samkvæmt tillögu Þroska-
þjálfafélags Islands, tvo án tilnefningar og einn
samkvæmt tillögu nemendafélags skólans.
Stjórnin er skipuð til þriggja ára, nema nem-
andinn, sem situr í henni í eitt ár.
Inntökuskilyrði eru: Umsækjandi skal vera
18 ára, hafa lokið gagnfræðaprófi eða lands-
prófi miðskóla og leggja fram læknisvottorð,
sakavottorð og meðmæli.
Námstími skólans er 2y% ár. Námið er sem
fyrr bæði bóklegt og verklegt. Bóknámið fer
fram í námskeiðum, en verknámið á aðalfávita-
hæli ríkisins og öðrum skyldum stofnunum, eftir
því sem um verður samið af skólastjórn.
Bóknámskeið eru alls fjögur, og kenndar skulu
eftirfarandi námsgreinar:
Námsgreinar Stundir
I II III IV
Barnasálarfræði ...................... 16 10 - -
Uppeldis- og barnasálarfræði .......... - - - 15
Sálarfræði ............................ - 40 21 15
Almenn uppeldisfræði .................. - 10 7 -
Uppeldi á stofnunum ................... - - - 10
Umgengni við vangefna m. siðfræði . . - 10 14 -
Undirstöðuatriði um vangefni og ritg. 16 - - -
Athugun og þroskamat................... - - 7 -
Þjálfun í talkennslu................... - 20 - -
Félagsfræði............................ 8 20 - -
Geðvernd .............................. - - 14 20
Siðfræði .............................. 6 - - -
Líffæra- og lífeðlisfræði ............ 18 40 21 15
Heilsufræði og heilsuvernd............ 18 10 7 15
Hjúkrunarfræði ....................... 12 30 14 -
Starfsstellingar ...................... - 10 - -
Lyfjafræði og meðferð lyfja ........... - 10 7 5
Sjúkdómafræði ......................... - 20 28 20
Næringarefnafræði og sjúkrafæði .... - 10 7 5
Heimilisfræði ......................... - - 14 -
Hjálp í viðlögum....................... 8 - - -
Deildarstjórn, dagbókarfærslur,
skýrslugerðir ...................... - - 14 10
Föndur ................................ 8 20 14 10
Músík m. rytmik ....................... 8 20 14 10
Námsleiðbeiningar, fyrirlestrar ogritg. 4 14 13 6
Til upprifjunar og prófa.............. 12 18 18 24
Alls 134 322 234 180
Alls eru þetta um 910 stundir. I lok hvers
bóknámskeiðs eru próf í öllum aðalnámsgrein-
um, og að lokinni námsdvöl á sérhverri deild
fær nemandi einkunn, sem deildarþroskaþjálfi
gefur.
Til þess að standast próf þarf einkunnina 5
í aðaleinkunn.
Kostnaður við rekstur skólans er greiddur úr
ríkissjóði, annar en laun nemenda í verknámi.
Þau greiðir viðkomandi stofnun.
Þessi nýja reglugerð tók gildi 28. október 1971.
I skólanum eru nú 20 nemendur, 9 frá árinu
1970, en 11 hófu nám í haust, og verður það
22 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS