Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 28

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 28
NAM HEILBRIGÐISSTETTA Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaraðuneytinu, kynn- ir hér tvær nýjar reglugeróir. Sú fyrri er um þroskaþjálfa, en hin síðari um nám röntgentækna. GÆZLUSYSTUR — ■•ItOSKAI'.IÁLFMt Haustið 1958 var byrjað að reka skóla við fá- vitahælið í Kópavogi. Hlutverk skólans var að sérmennta fólk til fávitagæzlu. Námstíminn var 2 ár og námið var bæði bóklegt og verklegt. Fyrstu stúlkurnar brautskráðust haustið 1960, og hlutu þær starfsheitið gæzlusystir. Á þessum árum hefur skólinn brautskráð alls 52 gæzlu- systur. Skólastjóri er Björn Gestsson, forstöðu- maður Kópavogshælis og einn af brautryðjend- um í málefnum vangefinna hér á landi. Á s.l. hausti var gefin út af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu reglugerð fyrir skól- ann, þar sem kveðið er á um stjórn hans, náms- tíma, námsefni, prófkröfur og aðra starfsemi. Með þessari nýju reglugerð er skólatíminn lengdur og bóknám bætt og aukið allverulega. Samkvæmt ósk Félags gæzlusystra var breytt um starfsheiti þeirra og _ valið starfsheitið þroskaþjálfi. Skólinn heitir nú Þroskaþjálfaskóli Islands og hlutverk hans er að mennta fólk til þess að gegna uppeldi, umönnun og þjálfun vangefinna á íslandi. Heilbrigðismálaráðherra skipar stjórn skól- ans þannig: einn samkvæmt tillögu Þroska- þjálfafélags Islands, tvo án tilnefningar og einn samkvæmt tillögu nemendafélags skólans. Stjórnin er skipuð til þriggja ára, nema nem- andinn, sem situr í henni í eitt ár. Inntökuskilyrði eru: Umsækjandi skal vera 18 ára, hafa lokið gagnfræðaprófi eða lands- prófi miðskóla og leggja fram læknisvottorð, sakavottorð og meðmæli. Námstími skólans er 2y% ár. Námið er sem fyrr bæði bóklegt og verklegt. Bóknámið fer fram í námskeiðum, en verknámið á aðalfávita- hæli ríkisins og öðrum skyldum stofnunum, eftir því sem um verður samið af skólastjórn. Bóknámskeið eru alls fjögur, og kenndar skulu eftirfarandi námsgreinar: Námsgreinar Stundir I II III IV Barnasálarfræði ...................... 16 10 - - Uppeldis- og barnasálarfræði .......... - - - 15 Sálarfræði ............................ - 40 21 15 Almenn uppeldisfræði .................. - 10 7 - Uppeldi á stofnunum ................... - - - 10 Umgengni við vangefna m. siðfræði . . - 10 14 - Undirstöðuatriði um vangefni og ritg. 16 - - - Athugun og þroskamat................... - - 7 - Þjálfun í talkennslu................... - 20 - - Félagsfræði............................ 8 20 - - Geðvernd .............................. - - 14 20 Siðfræði .............................. 6 - - - Líffæra- og lífeðlisfræði ............ 18 40 21 15 Heilsufræði og heilsuvernd............ 18 10 7 15 Hjúkrunarfræði ....................... 12 30 14 - Starfsstellingar ...................... - 10 - - Lyfjafræði og meðferð lyfja ........... - 10 7 5 Sjúkdómafræði ......................... - 20 28 20 Næringarefnafræði og sjúkrafæði .... - 10 7 5 Heimilisfræði ......................... - - 14 - Hjálp í viðlögum....................... 8 - - - Deildarstjórn, dagbókarfærslur, skýrslugerðir ...................... - - 14 10 Föndur ................................ 8 20 14 10 Músík m. rytmik ....................... 8 20 14 10 Námsleiðbeiningar, fyrirlestrar ogritg. 4 14 13 6 Til upprifjunar og prófa.............. 12 18 18 24 Alls 134 322 234 180 Alls eru þetta um 910 stundir. I lok hvers bóknámskeiðs eru próf í öllum aðalnámsgrein- um, og að lokinni námsdvöl á sérhverri deild fær nemandi einkunn, sem deildarþroskaþjálfi gefur. Til þess að standast próf þarf einkunnina 5 í aðaleinkunn. Kostnaður við rekstur skólans er greiddur úr ríkissjóði, annar en laun nemenda í verknámi. Þau greiðir viðkomandi stofnun. Þessi nýja reglugerð tók gildi 28. október 1971. I skólanum eru nú 20 nemendur, 9 frá árinu 1970, en 11 hófu nám í haust, og verður það 22 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.