Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 46
upp, og í'ifjum upp, hvernig börnunum hefur gengið. Það liggur alltaf nóg efni fyrir að ræða um, og okkur finnst mik- ils virði að afgreiða málin jafn- óðum. Auk þess hjálpa þessir fundir okkur til að kynnast börnunum betur og kynnast bet- ur innbyrðis. Það er líka hvetj- andi að finna, að þessir daglegu fundir okkar örva áhuga og vinnugleði, sem er að sjálfsögðu undirstaða þess, að vel sé unnið og að hægt sér að hafa jákvæð áhrif á börnin. Einu sinni í viku tölum við við deildarh j úkrunarkonurnar um börnin, og þykir okkur sjúkrakennurunum mjög hvetj- andi og lærdómsrík öll samvinna við læknana, hjúkrunarliðið og sj úkraþjálfarana. Þar sem sjúkraiðja á barna- spítölum er ung starfsgrein og á tilraunastigi, hefur hún ekki enn náð neinum almennum „standard", en hefur meira og minna þróazt á hverjum barna- spítala eftir viðhorfum og skiln- ingi. Á hinum ýmsu barnaspítölum hefur starf þetta verið viður- kenndur þáttur í meðferð sjúkl- inganna undanfarin ár, en rek- ið frá mismunandi sjónarhorn- um, t. d.: Hve ung eiga börnin að vera, þegar þau byrja að njóta þjónustu sjúkraiðjunnar? Hve mörg börn eru áætluð á hvei’n sjúkraiðjukennara? Hvaða menntun þurfa sjúkra- iðjukennarar að hafa? Hversu mikinn áhuga hafa læknar og hjúkrunarkonur á þessu starfi? Hversu mikill er skilningur þeirra, sem fara með mennta- og heilbrigðismál? Eða hversu mikill er skilningur þeirra, sem fara með stjórnarmál spítal- anna? Eftir því, hve þessi mikilvægu atriði eru jákvæð, skapast grundvöllurinn til að fullgera sjúkraiðju að gagnlegri þjón- ustu við börn, sem dveljast á spítölum. Það er ekki hægt að gera þessu veigamikla efni fullkomin skil í blaðagrein, en ég vona að þetta sundurlausa rabb veiti aukinn skilning á því, að sjúkra- iðja getur verið mikill þáttur í því að hjálpa veiku barni til þess að fá fullkomna lækningu. Að lokum langar mig til að geta þess, að út hefur komið athyglisverð bók á sænsku: „Terapi genom lek“, eftir Ivonny Lindquist, sem er for- stöðukona sjúkraiðjudeildar barnaspítalans í Umeá í Sví- þjóð. IAju|ijálCuii — loiA lil NjálfNlæilra allnifna. Framh. af bls. 17. hann á að gera, og síðar að á- kveða, hvaða hreyfingar þarfn- ast frekari þjálfunar. Þannig getur hann sýnt virkan áhuga á endurhæfingarþjálfun sinni með því að stjórna henni og laga hana eftir daglegum þörfum sín- um. Hið frjálslega andrúmsloft á ið j uþ j álf unardeildinni h j álpar einnig til að viðhalda samband- inu við hversdagslífið, og það skapar ágætan jarðveg fyrir gagnkvæm kynni sjúklinga. Þeg- ar tveir eða fleiri sjúklingar hljóta meðferð samtímis, gefst þeim tækifæri til að gleyma eig- in vandræðum. Þeir geta fylgzt með árangrinum hvor hjá öðr- um og miðlað hvor öðrum af reynslu sinni. Þá sjúklinga, sem ekki fá formlega þjálfun, má hvetja til að notfæra sér sjúkrahúsdvöl- ina til þess að tileinka sér ný viðfangsefni eða áhugamál, sem þeir hafa aldrei haft tíma til áð- ur. Þeir uppskera ekki aðeins ánægjuna af því að hafa fengið einhverju áorkað, en fá jafn- framt útrás fyrir ónotaða starfsorku og e. t. v. innibyrgða óánægju. Það er mikilvægt fyrir sjúklinga að taka þátt í við- fangsefnum, sem fá þá til að gleyma eigin vandamálum og tengja þá stöðugt daglegu lífi þeirra heima eða á vinnustað. Þegar að því kemur, að sjúk- lingurinn fái að fara heim af sjúkrahúsinu, taka ættingjar hans við mikilvægu hlutverki í endurhæfingarstarfinu. Sú hjálp, sem þeir geta látið í té, er mjög mikilsverður þáttur í því að hvetja og viðhalda at- hafnaþörf sjúklingsins. Vegna þess að ættingjarnir taka við, þar sem við hættum, þarf að hjálpa þeim til þess að skilja eðli sjúkdómsins og þeirra erfiðleika, sem hann kann að valda sjúkl- ingnum. Enn þýðingarmeira er þó, að þeir skilji, hvers sjúkling- urinn er megnugur, svo að þeir taki ekki ósjálfrátt á sig ýmsa fyrirhöfn, sem hann er fullkom- lega fær um sjálfur. Þannig geta þeir hjálpað honum til þess að notfæra sér þá kunnáttu, sem hann hefur öðlazt á sjúkrahús- inu, svo að hann verði fljótari að aðlagast aftur hlutverki sínu sem virkur fjölskyldumeðlimur. Iðjuþjálfun miðar fyrst og fremst að því að gera sjúkling- ana sem sjálfstæðasta og óháð- asta í hreyfingum og athöfnum. Þessu marki má ná með stöðugri þjálfun í daglegum athöfnum, sérstökum aðferðum, hjálpar- tækjum og æfingum, sem miða að því að styrkja vöðva og gera þá hreyfanlegri. Með viðeigandi meðferð á að vera hægt að gera sjúklingnum kleift að nota alla líkamlega og andlega hæfni sína til þess að taka virkan þátt í fjölskyldu- og félagslífi. Maureen J. Thiel, B.S.R. O.T. REG., M.C.P.A. Iðju- og sjúkraþjálfari. Þýðandi greinarinnar er Andrés Kolbeinsson. 36 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.