Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 44
SKORTUR A BARNAGÆZLU FYRIR HJÚKR UNARKONUR ÖLL DAGHELMILL VID SJÚKRAHÚSIN ERU FULLSETIN 1 tilefni af bréfi Guðrúnar Eyg-lóar Guðmundsdóttur í 4. tbl. 1971, til Pósthólfsins, þar sem hún ræddi sérstaklega um vandamál barnagæzlu, lagði rit- stjórnin nokkrar spurningar fyrir þá aðila á Reykjavíkur- svæðinu, sem hafa yfirumsjón með barnaheimilum við sjúkra- húsin. Fara viðtölin hér á eftir. (■vor|i l.iíalvíksson, lr»m- kvirmdasljóri Skrifslofu ríkis- spílnlanna. Hvert er aldurstakmark barna á bamaheimilum, sem rikissjnt- alar reka? Miðað er við tveggja ára ald- ur. Hvenær er barnaheimili Landspítalans opið? Alla virka daga frá kl. 7—19. Hversu mörg böm má hver hjúkrunarkona hafa? Það er engin sérstök regla um það. Okkur hefur þótt verra að þurfa að taka tvö börn af sömu konunni, vegna þess að heimilið hefur verið fullnýtt, þó liöfum við gert það í nokkrum tilfellum. Hvaö er rúm fyrir mörg börn á heimilinu? Skrásett eru 38 börn, en vana- lega eru ekki fleiri í einu en 26—28. Barnanna gæta 5 fóstr- ur og 1 sóknarstúlka. Nú vitum við, að barmtgæzla er mikið vandamál innan hjúkr- unarstéttarinnar, hvað er fram- undan til úrbóta í þessu máli? Þetta mál hefur verið rætt við heilbrigðismálaráðuneytið. Kvað ráðherra, að hann mundi veita þessu máli stuðning. Hann hefur óskað eftir því, að gerðar yrðu tillögur um helztu nauð- synlegar úrbætur. Tillögurnar erum við ekki búnir að leggja fyrir ráðuneytið, en þær eru væntanlegar, áður en langt um líður. Þannig hagar til í Engihlíð- inni, þar sem barnaheimili Landspítalans er, að vegna húsakosts hefðum við getað stækkað heimilið. Við eigum húsin nr. 6 og 8 við Engihlíð, en vegna takmarkaðrar lóðar, sem við ráðum þar yfir, hefur forstöðukonu barnaheimilisins, Þuríði Sigurðardóttur, ekki þótt gerlegt að fjölga börnum frá því, sem nú er. Stækkun mundi því þýða það, að við yrðum að fara í gang með barnaheimili annars staðar, og er það miklu meira fyrirtæki. Hitt hefði í sjálfu sér verið mjög viðráðan- legt. Varðandi barnaheimili Klepps- spítalans skal það tekið fram, að þar er heimilið opið alla daga frá kl. 7.30—19.30 og rúmar 25 börn. Hvað með Vífilsstaði? Er e. t. v. verið að leggja drög að barnagæzlu við þá stofnun? Það hefur verið minnzt á þetta, en við höfum ekki brotið málið neitt til mergjar enn sem komið er. Fjöldi hjúkrunar- kvenna er þar tiltölulega tak- markaður. Ef hjúkrunarkonur einar ættu að fá aðgang að þessu dagheimili, þá yrði það mjög takmörkuð stærð. Hvað um annað starfsfólk við sjúkrahúsið ? Kæmi ekki til greina, að það fengi að nýta heimilið ? Það gæti að sjálfsögðu hugs- azt, sagði Georg að lokum. Sijíurlín Ciumiarsdóllir, for- slöóukona llor^arspílalaus. Við miðum við 2ja ára ald- ur, og barnaheimilið okkar er opið frá kl. 7—19 alla virka daga, laugardaga frá kl. 7—13. Hversu mörg börn má hver hjúkmnarkona hafa? Um það eru engar fastar regl- ur, það fer eftir aðstæðum og þörfum spítalans hverju sinni. Hjá okkur eru skrásett 24 börn. Eru væntanlegar einhverjar breytingar á næstunni? Fyrirhuguð er stækkun barnaheimilisins sem svarar einni deild eða 12 plássum. Von- ir standa til, að hægt verði að taka viðbótarbyggingu þessa í notkun á næsta sumri. Svslir Mari«‘ llild<‘|fard, príor- iuna Sl. .Iós<‘[sspilalans ■ llvík. Hjá okkur geta börnin verið frá 1—6 ára, og er heimilið opið frá kl. 7—18 dag hvern. Fastar reglur eru ekki varð- andi það, hversu mörg börn hver hjúkrunarkona má hafa. Nokkrar eru með 2 börn, aðrar með eitt. Við höfum 35 börn skrásett, en venjulega eru ekki fleiri en kringum 20 í einu, þar sem all- ir hafa börnin heima á frídög- um. 34 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.