Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 17

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1972, Blaðsíða 17
hefur eðlilegur hiti á barninu, er hitinn á kassanum lækkaður smám saman. Mælir til að mæla hitastig lofts er settur ca. 5-6 cm ofan við dýnuna í kassanum. Barn vigtað í kassanum (mjög mikil- vægt). Húðmælir plástraður með pappírsplástri á barnið. Súrefni stillt þannig, að auðvelt sé að sjá magn og styrkleika. Súrefn- ið skal vera rakt. Súrefnismælir stilltur þannig, að hann gefi merki við of há eða lág súrefnis- þéttimörk. (Ath. að blanda ekki saman súrefnisþéttimörkum og lítramagni). Sog til staðar með legg nr. 8 fyrir fyrirbura, nr. 10 fyrir fullburða. Bezt er að nota eins stóra leggi og hægt er án þess að særa slímhúðina. Hjarta- og öndunarstöðvunar rafsjár eru tengdar við barnið (plástr- aðar). Vökvi gefinn í æð. Milli- lítramælir notaður til að geta fylgzt betur með magni. Þvag- poki límdur á barnið til að ná þvagsýnum. Barnið vigtað aft- ur, þegar öllum tækjum hefur verið komið fyrir. Blóðrann- sóknir framkvæmdar. Röntgen- mynd af brjóstkassa tekin. Mik- ilvægt er að fylgjast vel með barninu, á meðan verið er að koma öllu á sinn stað, engu síður en á eftir. Áframhaldandi hjúknm: A. Það getur tekið 18-24 klst. að fá líkamshita barnsins eðlilega háan. Æskilegt er, að húðhiti sé 36.5°. B. Hiti á kassanum skal vera 35-36.5°, þegar barn hefur náð eðlilegum líkamshita. C. Súrefni stillt þannig, að blámi sé ekki sýnilegur. Einnig að P02 í blóði sé ekki lægra en 50 mm hg. Barnið síðan hægfara vanið af súr- efninu. Magnið minnkað strax einni klst. eftir mót- töku og haft eins lítið og hægt er. D. Mælana, sem festir eru á húðina, er nauðsynlegt að færa oft og viðhafa nákvæma húðhirðingu til að forðast sár (æskilegt ca. tvisvar á dag). Gott að hreinsa húðina með benzíni, áður en mæl- arnir eru plástraðir á. Ath. að nota ekki feit krem vegna hitahættu (bruna). E. Barnið skal liggja með eilítið hækkað höfðalag. Uppvafða bleiu undir öxlum, þannig að háls strekkist lítillega. Ot- limir í sem þægilegastri stellingu. F. Góð munnhirðing nauðsyn- leg með vatni og Hydrogen peroxidi, þruskusaft á varir til að varna þurrki. G. Barnið ekki baðað fyrr en líð- an þess batnar. Góður neð- anþvottur nauðsynlegur í hvert skipti sem skipt er um bleiu. Ath. Hreinlæti afar mikil- vægt. Smithætta er gífurleg við þennan góða hita, raka og svo þennan mótstöðulitla líkama. Aldrei er of varlega farið til að varna sýkingu. Æskilegt er, að barnið sé haft í einangrun og allt, sem kemur í snertingu við það, sé dauðhreinsað, og bezt er að hafa allflesta hluti einnota. Eftirlit með vökvagjöf: Gæta skal vel að vökvanum og að hann fari ekki út úr æðinni og undir húð. Skipta skal strax um vökvastað, ef staðurinn vei’ð- ur rauður, fölur eða með bjúg, jafnvel þótt blóð komi aftur upp í nálina. Vökvinn, sem barnið fær, eyðileggur auðveldlega stór vefjasvæði, ef ekki er aðgætt. Þegar nauðsynlegt er að skipta um vökvategund, er einnig skipt um vökvagjafaráhöld, svo að ekki fari milli mála, hve mikinn vökva barnið fær. Á meðan á vökvagjöf stendur skal vigta barnið þrisvar á sólarhring. Þvag skal athuga oft vegna syk- urs. Þægilegt er að nota sykur- sýni og þrýsta því í bleiuna og athuga, hvort liturinn breytist. Algengir fylgikvillar: Öndunarstöðvun, loft í brjóst- holi, varanlegar hjartaskemmd- ir, hjartastöðvun, blóðeitrun, heilablæðing. Gula af of háu galllitarefni í blóði. Við öndun- arstöðvun skal hafa snör hand- tök. Oft getur verið nóg að beygja fætur barnsins snöggt upp að brjóstholinu eða sjúga slím úr öndunarfærum. Ef nauð- synlegt reynist að nota hjarta- hnoð og blástursaðferð, er nauð- synlegt að hafa öndunarvegi hreina af slími og beygja höfuð og höku aftur, blása síðan reglu- lega og varlega. Það gefur auga leið, að ekki má líta af þessum litlu mannver- um eitt augnablik, ef vel á að vera. Hjúkrunarkonan með sínu stöðuga eftirliti getur oft komið í tæka tíð í veg fyrir varanlegar skemmdir. Lokaorö: Meðferð og hjúkrun sú, sem hér hefur verið sagt frá, er not- uð við Hyalin-himnu-sjúkdóm við Cincinnati University Medi- cal Center. Sama meðferð gildir sennilega ekki í öllum tilfellum, þar sem sjúkdómurinn getur sýnt sig í ýmsum myndum. Ekki fer á milli mála mikilvægi góðs samstarfs milli hjúkrunar- og rannsóknarfólks og lækna til að beizla sjúkdóminn á viðráðan- legu stigi. Kunnátta, reynsla og góð samvinna á oftast stóran þátt í, að þessi börn seinna meir geta hvílt heilbrigð í faðmi for- eldra sinna. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.